Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 28-21 | Akureyringar fóru illa með Hauka Birgir H. Stefánsson í íþróttahöllinni á Akureyri skrifar 17. nóvember 2014 14:07 Kristján Orri Jóhannsson var öflugur í kvöld. vísir/stefán Akureyrarliðið fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka stórsigur á Haukum, 28-21, í Höllinni á Akureyri. Akureyri er þar með búið að vinna alla þrjá leiki sína síðan að Atli Hilmarsson tók við þjálfun liðsins en liðið vann Aftureldingu og HK í leikjunum á undan. Hornamennirnir Kristján Orri Jóhannsson og Heiðar Þór Aðalsteinsson voru atkvæðamestir hjá norðanmönnum en þeir skoruðu 18 mörk saman, Kristján Orri tíu mörk og Heiðar Þór átta. Akureyringar tóku öll völd í leiknum eftir að þeir skoruðu sex mörk í röð og breyttu stöðunni úr 3-3 í 9-3. Akureyrarliðið náði mest níu marka forystu í fyrri hálfleiknum en leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 16-9. Akureyringar bættu við forystuna í seinni hálfleiknum og komust mest ellefu mörkum yfir en Haukarnir náðu að minnka muninn í sjö mörk áður en lokaflautið gall. Leikurinn byrjaði ekkert sérstaklega vel fyrir heimamenn, áður en þeir náðu að skora fyrsta mark leiksins þá höfðu tveir leikmenn farið meiddir af velli. Eftir rétt rúmlega mínútu leik yfirgaf Heimir Örn Árnason völlinn og fékk ís á ökkla, innan við mínútu seinna var það Brynjar Hólm Grétarsson sem yfirgaf völlinn og fékk ís á hendi en hvorugur þeirra kom meira við sögu í leiknum. Eftir nokkuð jafna byrjun kom fimmtán mínútna kafli þar sem heimamenn skoruðu tíu mörk á meðan Haukar skoruðu aðeins eitt og breytti það stöðunni úr 3-3 yfir í 13-4. Það eina neikvæða við þennan kafla leiksins fyrir heimamenn er að Ingimundur Ingimundarson varð einnig að fara meiddur af velli og kom ekki meira við sögu í leiknum. Haukar náðu að laga stöðuna aðeins á lokakafla fyrri hálfleiks og þegar hálfleiksflautan gall var staðan 16-9 fyrir heimamönnum eftir að Þröstur Þráinsson skoraði úr víti með síðasta kasti hálfleiksins. Seinni hálfleikurinn náði því aldrei að verða spennandi, þrátt fyrir brottföll úr herbúðum heimamanna náðu þeir að sigla sigrinum í höfn og það nokkuð örugglega. Haukar náðu að minnka muninn niður í fimm mörk en nær komust þeir ekki og heimamenn lönduðu öruggum og verðskulduðum sigri, þeim þriðja í röð síðan Atli Hilmarsson tók við.Atli Hilmarsson: Á bara varla orð „Já þetta var allsvakalegt,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, strax eftir leik varðandi það að hann missir þrjá menn meidda af velli í einum hálfleik. „Þeir sem voru að spila voru sumir líka hálf meiddir eins og Sverre og Sigþór þannig að ég er óskaplega stoltur. Þetta er frábær frammistaða hjá þessum drengjum, alveg frábær.“ Varnarleikur heimamanna var á köflum alveg svakalegur og sérstaklega í fyrri hálfleik. „Já, ég á bara varla orð yfir þetta. Hún var líka mjög fín í seinni hálfleik. Þetta var bara ótrúleg barátta út um allan völl, menn að berjast um og henda sér á bolta út um allt. Hlaupa til baka til að loka á hraðar sóknir þeirra og þetta sýnir karakter og þann vilja sem er í liðinu.“ Eftir þrjá heimasigra eru þrír útileikir á dagskrá, þetta var væntanlega það sem þú vildir sjá fyrir þá törn? „Já, að sjálfsögðu og nú er bara að halda áfram. Við erum enn bara um miðja deild og ekkert búnir að vinna ennþá. Þetta er samt á mjög góðri leið og með þessari baráttu og vörn þá heldur það áfram, það er alveg klárt.Kristján Orri Jóhannsson: Verið að dæla aðeins á okkur „Já þetta var mjög góður leikur hjá liðinu,“ sagði Kristján Orri Jóhannsson leikmaður Akureyrar strax eftir leik en hann var bæði markahæstur og maður leiksins að mati heimamanna. „Þegar leikmenn ná að smella svona vel þá eiga öll lið í vandræðum með okkur. Það var verið að dæla boltanum aðeins á okkur niður í hornin, enda nýttum við þau færi ágætlega vel.“ Það er væntanlega áhyggjuefni að sjá þrjá liðsfélaga meiðast í einum leik? „Já, þetta gerðist líka bara strax eftir einhverjar mínútur. Ég veit samt ekkert hvernig staðan er á þeim, hvað þeir verða lengi frá og svona en það verður bara að fá að koma í ljós. Við stillum bara upp sjö manna liði í byrjun og sjáum hvað gerist.“Patrekur Jóhannesson: Þarf að finna menn sem eru ekki farþegar „Það er voða erfitt að segja í raun,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, strax eftir leik þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð. „Gríðarleg vonbrigði bara að koma svona til leiks. Ég átti ekki von á þessu eftir undirbúning okkar, maður sá að Akureyringum langaði mikið meira að spila leikinn en við og það er það sem maður er að hugsa núna og skilur ekki af hverju. Þetta er mjög erfiður leikur þegar staðan er orðin 12-4, að koma hingað norður með svona auglýsingu er mjög lélegt og ég er mjög svekktur.“ Það var á köflum hreinlega eins og þínir menn vildu ekki spila leikinn. „Já, ég veit það ekki. Ég mun náttúrulega ræða það og það virkaði þannig. Þegar maður er að spila handbolta þá þarf viss grunn vinna að vera í lagi og það voru sumir sem áttu mjög erfitt með það í dag. Það er alltaf hægt að gera mistök inn á velli en svona er bara engan vegin í lagi og ég ætla ekki einu sinni að reyna að verja það.“ Krafan er væntanlega sú að gera allt annað í næsta leik en liðið gerði hér í dag? „Já, núna þarf ég bara að finna leikmenn. Æfingar voru fínar og síðustu tveir leikir voru þannig að við vorum að vinna stórt. Núna þarf ég að finna menn sem er tilbúnir að gefa meira af sér til liðsins og vera ekki farþegar eins og þetta var í dag. Maður er drullu svekktur með það, eins og þú segir og sást eins og allir aðrir. Menn virkuðu eins og þeir væru í handbremsu og ég þarf að finna menn sem eru klárir í næsta leik.“ Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
Akureyrarliðið fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka stórsigur á Haukum, 28-21, í Höllinni á Akureyri. Akureyri er þar með búið að vinna alla þrjá leiki sína síðan að Atli Hilmarsson tók við þjálfun liðsins en liðið vann Aftureldingu og HK í leikjunum á undan. Hornamennirnir Kristján Orri Jóhannsson og Heiðar Þór Aðalsteinsson voru atkvæðamestir hjá norðanmönnum en þeir skoruðu 18 mörk saman, Kristján Orri tíu mörk og Heiðar Þór átta. Akureyringar tóku öll völd í leiknum eftir að þeir skoruðu sex mörk í röð og breyttu stöðunni úr 3-3 í 9-3. Akureyrarliðið náði mest níu marka forystu í fyrri hálfleiknum en leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 16-9. Akureyringar bættu við forystuna í seinni hálfleiknum og komust mest ellefu mörkum yfir en Haukarnir náðu að minnka muninn í sjö mörk áður en lokaflautið gall. Leikurinn byrjaði ekkert sérstaklega vel fyrir heimamenn, áður en þeir náðu að skora fyrsta mark leiksins þá höfðu tveir leikmenn farið meiddir af velli. Eftir rétt rúmlega mínútu leik yfirgaf Heimir Örn Árnason völlinn og fékk ís á ökkla, innan við mínútu seinna var það Brynjar Hólm Grétarsson sem yfirgaf völlinn og fékk ís á hendi en hvorugur þeirra kom meira við sögu í leiknum. Eftir nokkuð jafna byrjun kom fimmtán mínútna kafli þar sem heimamenn skoruðu tíu mörk á meðan Haukar skoruðu aðeins eitt og breytti það stöðunni úr 3-3 yfir í 13-4. Það eina neikvæða við þennan kafla leiksins fyrir heimamenn er að Ingimundur Ingimundarson varð einnig að fara meiddur af velli og kom ekki meira við sögu í leiknum. Haukar náðu að laga stöðuna aðeins á lokakafla fyrri hálfleiks og þegar hálfleiksflautan gall var staðan 16-9 fyrir heimamönnum eftir að Þröstur Þráinsson skoraði úr víti með síðasta kasti hálfleiksins. Seinni hálfleikurinn náði því aldrei að verða spennandi, þrátt fyrir brottföll úr herbúðum heimamanna náðu þeir að sigla sigrinum í höfn og það nokkuð örugglega. Haukar náðu að minnka muninn niður í fimm mörk en nær komust þeir ekki og heimamenn lönduðu öruggum og verðskulduðum sigri, þeim þriðja í röð síðan Atli Hilmarsson tók við.Atli Hilmarsson: Á bara varla orð „Já þetta var allsvakalegt,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, strax eftir leik varðandi það að hann missir þrjá menn meidda af velli í einum hálfleik. „Þeir sem voru að spila voru sumir líka hálf meiddir eins og Sverre og Sigþór þannig að ég er óskaplega stoltur. Þetta er frábær frammistaða hjá þessum drengjum, alveg frábær.“ Varnarleikur heimamanna var á köflum alveg svakalegur og sérstaklega í fyrri hálfleik. „Já, ég á bara varla orð yfir þetta. Hún var líka mjög fín í seinni hálfleik. Þetta var bara ótrúleg barátta út um allan völl, menn að berjast um og henda sér á bolta út um allt. Hlaupa til baka til að loka á hraðar sóknir þeirra og þetta sýnir karakter og þann vilja sem er í liðinu.“ Eftir þrjá heimasigra eru þrír útileikir á dagskrá, þetta var væntanlega það sem þú vildir sjá fyrir þá törn? „Já, að sjálfsögðu og nú er bara að halda áfram. Við erum enn bara um miðja deild og ekkert búnir að vinna ennþá. Þetta er samt á mjög góðri leið og með þessari baráttu og vörn þá heldur það áfram, það er alveg klárt.Kristján Orri Jóhannsson: Verið að dæla aðeins á okkur „Já þetta var mjög góður leikur hjá liðinu,“ sagði Kristján Orri Jóhannsson leikmaður Akureyrar strax eftir leik en hann var bæði markahæstur og maður leiksins að mati heimamanna. „Þegar leikmenn ná að smella svona vel þá eiga öll lið í vandræðum með okkur. Það var verið að dæla boltanum aðeins á okkur niður í hornin, enda nýttum við þau færi ágætlega vel.“ Það er væntanlega áhyggjuefni að sjá þrjá liðsfélaga meiðast í einum leik? „Já, þetta gerðist líka bara strax eftir einhverjar mínútur. Ég veit samt ekkert hvernig staðan er á þeim, hvað þeir verða lengi frá og svona en það verður bara að fá að koma í ljós. Við stillum bara upp sjö manna liði í byrjun og sjáum hvað gerist.“Patrekur Jóhannesson: Þarf að finna menn sem eru ekki farþegar „Það er voða erfitt að segja í raun,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, strax eftir leik þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð. „Gríðarleg vonbrigði bara að koma svona til leiks. Ég átti ekki von á þessu eftir undirbúning okkar, maður sá að Akureyringum langaði mikið meira að spila leikinn en við og það er það sem maður er að hugsa núna og skilur ekki af hverju. Þetta er mjög erfiður leikur þegar staðan er orðin 12-4, að koma hingað norður með svona auglýsingu er mjög lélegt og ég er mjög svekktur.“ Það var á köflum hreinlega eins og þínir menn vildu ekki spila leikinn. „Já, ég veit það ekki. Ég mun náttúrulega ræða það og það virkaði þannig. Þegar maður er að spila handbolta þá þarf viss grunn vinna að vera í lagi og það voru sumir sem áttu mjög erfitt með það í dag. Það er alltaf hægt að gera mistök inn á velli en svona er bara engan vegin í lagi og ég ætla ekki einu sinni að reyna að verja það.“ Krafan er væntanlega sú að gera allt annað í næsta leik en liðið gerði hér í dag? „Já, núna þarf ég bara að finna leikmenn. Æfingar voru fínar og síðustu tveir leikir voru þannig að við vorum að vinna stórt. Núna þarf ég að finna menn sem er tilbúnir að gefa meira af sér til liðsins og vera ekki farþegar eins og þetta var í dag. Maður er drullu svekktur með það, eins og þú segir og sást eins og allir aðrir. Menn virkuðu eins og þeir væru í handbremsu og ég þarf að finna menn sem eru klárir í næsta leik.“
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira