Nýr Mazda CX-3 Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2014 09:26 Mazda CX-3. Mazda kynnir nú glænýjan jeppling á bílasýningunni í Los Angeles, Mazda CX-3. Sýningin opnar fyrir almenning á föstudaginn, en blaðamenn í dag. Mazda CX-3 er byggður á smábílnum Mazda2 og því er hér um að ræða fremur smávaxinn jeppling, eins og svo margir bílaframleiðendur smíða í dag. Eins og í flestum öðrum Mazda bílum situr 2,0 lítra Skyactive vél undir húddinu sem getur bæði tengst 6 gíra beinskiptingu sem sjálfskiptingu. Bíllinn mun bæði fást fjórhjóladrifinn og framhjóladrifinn, en fjórhjóladrifið er það sama og finnst í Mazda CX-5 jepplingnum, sem selst hefur eins og heitar lummur um allan heim. Innréttingin í Mazda CX-3 er nauðalík þeirri í Mazda2 og naumhyggjuleg þar sem takkaflóðið er ekki allsráðandi. Það sem vekur helst athygli í innréttingunni er upplýsingaskjár sem sprettur uppúr mælaborðinu við ræsingu, búnaður sem helst hefur sést í dýrari bílum. Gera má ráð fyrir að Mazda mokselji af þessum nýja jepplingi, en öllum nýjum bílum Mazda hefur verið tekið með kostum á undanförnum misserum, enda hafa bílarnir allir þótt afar vel heppnaðir og með frábærar vélar. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent
Mazda kynnir nú glænýjan jeppling á bílasýningunni í Los Angeles, Mazda CX-3. Sýningin opnar fyrir almenning á föstudaginn, en blaðamenn í dag. Mazda CX-3 er byggður á smábílnum Mazda2 og því er hér um að ræða fremur smávaxinn jeppling, eins og svo margir bílaframleiðendur smíða í dag. Eins og í flestum öðrum Mazda bílum situr 2,0 lítra Skyactive vél undir húddinu sem getur bæði tengst 6 gíra beinskiptingu sem sjálfskiptingu. Bíllinn mun bæði fást fjórhjóladrifinn og framhjóladrifinn, en fjórhjóladrifið er það sama og finnst í Mazda CX-5 jepplingnum, sem selst hefur eins og heitar lummur um allan heim. Innréttingin í Mazda CX-3 er nauðalík þeirri í Mazda2 og naumhyggjuleg þar sem takkaflóðið er ekki allsráðandi. Það sem vekur helst athygli í innréttingunni er upplýsingaskjár sem sprettur uppúr mælaborðinu við ræsingu, búnaður sem helst hefur sést í dýrari bílum. Gera má ráð fyrir að Mazda mokselji af þessum nýja jepplingi, en öllum nýjum bílum Mazda hefur verið tekið með kostum á undanförnum misserum, enda hafa bílarnir allir þótt afar vel heppnaðir og með frábærar vélar.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent