Körfubolti

Langþráður sigur hjá Grindavíkurkonum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingibjörg Jakobsdóttir.
Ingibjörg Jakobsdóttir. Vísir/Ernir
Grindavík vann öruggan en jafnframt langþráðan stiga sigur á kanalausu Hamarsliði í Hvergerði í kvöld, 73-49, í áttundu umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta.

Grindavíkurliðið var fyrir leikinn búið að tapa þremur síðustu leikjum sínum í deildinni en komst nú aftur á sigurbraut.

Hamarsliðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu átta leikjum sínum í deildinni í vetur og situr í botnsætinu.

Rachel Tecca var með 20 stig og 10 fráköst fyrir Grindavík, Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 12 stig og María Ben Erlingsdóttir var með 10 stig.

Þórunn Bjarnadóttir var langstigahæst hjá Hamar með 18 stig en Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var með 10 stig og 10 fráköst.

Grindavík vann fyrsta leikhlutann 14-12 og var með tíu stiga forskot í hálfleik, 35-25. Grindavík stakk síðan endanlega af með því að vinna þriðja leikhlutann 24-11.

Hamar-Grindavík 49-73 (12-14, 13-21, 11-24, 13-14)

Hamar: Þórunn Bjarnadóttir 18/9 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 10/10 fráköst, Heiða B. Valdimarsdóttir 9, Kristrún Rut Antonsdóttir 5, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 4, Sóley Guðgeirsdóttir 2/9 fráköst, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 1/5 fráköst.

Grindavík: Rachel Tecca 20/10 fráköst/6 stolnir, Pálína Gunnlaugsdóttir 17/6 fráköst/5 stolnir, María Ben Erlingsdóttir 10, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 7/9 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 7/8 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 5, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 3, Ásdís Vala Freysdóttir 2, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2.

Dómarar: Jón Bender, Steinar Orri Sigurðsson.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×