Aron: Miðað við hvernig við spiluðum áttum við að skora 30 mörk Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2014 19:26 Aron Kristjánsson á hliðarlínunni gegn Ísrael. vísir/vilhelm „Það eru auðvitað mikil vonbrigði að ná ekki í eitt stig að minnsta kosti,“ segir AronKristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Vísi, en strákarnir okkar töpuðu fyrir Svartfellingum ytra, 25-24, í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2016 í dag. „Við byrjum leikinn af miklum krafti og það var mikil stemning í liðinu, en svo ná Svartfellingarnir að vinna sig inn í þetta. Tæknifeilarnir voru alveg að fara með þetta hjá okkur.“ „Þeir voru að gefa okkur hálfar línusendingar en við hentum því frá okkur. Svo öll dauðafærin sem við klikkuðum á, bæði í fyrri og seinni hálfleik.“ Íslenska liðið byrjaði varnarleikinn vel, en hann var kaflaskiptur. Verst fannst Aroni þegar heimamenn voru að ná mörgum eftir langar sóknir. „Þeir voru ráðalausir í sóknareiknum og við eigum að geta refsað betur fyrir það. En það er erfitt þegar menn þurfa að standa vörnina svona lengi því þeir fengu alltaf tvöfaldan séns á öllu,“ segir Aron. „Mér fannst við standa vörnina vel og markvarslan var fín til að byrja með en svo datt Aron Rafn niður. Bjöggi kom inn undir lokin og varði vel þannig í heildina er ekkert yfir markvörslunni að kvarta. Varnarleikurinn var of mikið næstum því. Við vorum oft hálfu skrefi á eftir.“ „Við hefðum átt að refsa þeim betur. Í seinni hálfleik vorum við að spila þessa vörn hjá þeim sundur og saman. Við gerðum bara mikið af mistökum í hraðaupphlaupunum og köstuðum þar boltanum frá okkur. Svo fórum við illa með dauðafæri. Markvörðurinn þeirra var líka að verja vel.“ Landsliðsþjálfari var ánægður með hvernig strákarnir komu til baka og voru nálægt því að ná í stig eftir að lenda mest fimm mörkum undir, 18-13. „Þeir komast of auðveldlega í fjögurra til fimm marka forystu, en við náum að spyrna við sem var gríðarlega mikilvægt. Ef maður þarf að tapa svona leik er mikilvægt að tapa bara með einu því þessi innbyrðis viðureign gæti reynst dýrmæt,“ segir Aron, en með tveggja marka sigri á Svartfellingum í Laugardalshöll standa okkar strákar þeim framar í riðlinum endi liðin með jafnmörg stig. „Það voru tæknifeilarnir og færanýtingin sem fór með þetta hjá okkur í dag. Miðað við hvernig spilið var í leiknum þá áttum við að skora 30 mörk og það hefði dugað til að vinna þennan leik,“ segir Aron Kristjánsson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi ytra í dag, en leikur íslenska liðsins olli vonbrigðum. 2. nóvember 2014 16:09 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
„Það eru auðvitað mikil vonbrigði að ná ekki í eitt stig að minnsta kosti,“ segir AronKristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Vísi, en strákarnir okkar töpuðu fyrir Svartfellingum ytra, 25-24, í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2016 í dag. „Við byrjum leikinn af miklum krafti og það var mikil stemning í liðinu, en svo ná Svartfellingarnir að vinna sig inn í þetta. Tæknifeilarnir voru alveg að fara með þetta hjá okkur.“ „Þeir voru að gefa okkur hálfar línusendingar en við hentum því frá okkur. Svo öll dauðafærin sem við klikkuðum á, bæði í fyrri og seinni hálfleik.“ Íslenska liðið byrjaði varnarleikinn vel, en hann var kaflaskiptur. Verst fannst Aroni þegar heimamenn voru að ná mörgum eftir langar sóknir. „Þeir voru ráðalausir í sóknareiknum og við eigum að geta refsað betur fyrir það. En það er erfitt þegar menn þurfa að standa vörnina svona lengi því þeir fengu alltaf tvöfaldan séns á öllu,“ segir Aron. „Mér fannst við standa vörnina vel og markvarslan var fín til að byrja með en svo datt Aron Rafn niður. Bjöggi kom inn undir lokin og varði vel þannig í heildina er ekkert yfir markvörslunni að kvarta. Varnarleikurinn var of mikið næstum því. Við vorum oft hálfu skrefi á eftir.“ „Við hefðum átt að refsa þeim betur. Í seinni hálfleik vorum við að spila þessa vörn hjá þeim sundur og saman. Við gerðum bara mikið af mistökum í hraðaupphlaupunum og köstuðum þar boltanum frá okkur. Svo fórum við illa með dauðafæri. Markvörðurinn þeirra var líka að verja vel.“ Landsliðsþjálfari var ánægður með hvernig strákarnir komu til baka og voru nálægt því að ná í stig eftir að lenda mest fimm mörkum undir, 18-13. „Þeir komast of auðveldlega í fjögurra til fimm marka forystu, en við náum að spyrna við sem var gríðarlega mikilvægt. Ef maður þarf að tapa svona leik er mikilvægt að tapa bara með einu því þessi innbyrðis viðureign gæti reynst dýrmæt,“ segir Aron, en með tveggja marka sigri á Svartfellingum í Laugardalshöll standa okkar strákar þeim framar í riðlinum endi liðin með jafnmörg stig. „Það voru tæknifeilarnir og færanýtingin sem fór með þetta hjá okkur í dag. Miðað við hvernig spilið var í leiknum þá áttum við að skora 30 mörk og það hefði dugað til að vinna þennan leik,“ segir Aron Kristjánsson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi ytra í dag, en leikur íslenska liðsins olli vonbrigðum. 2. nóvember 2014 16:09 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi ytra í dag, en leikur íslenska liðsins olli vonbrigðum. 2. nóvember 2014 16:09