Sport

Átta ára barn lést eftir að hafa fengið pökk í höfuðið

Kona leggur hendur sínar yfir mynd af hinum átta ára gamla Hugo. Myndinni var komið upp fyrir utan íshokkíhöllina og fjöldi fólks hefur komið þangað með blóm og vottað fjölskyldu hans virðingu sína.
Kona leggur hendur sínar yfir mynd af hinum átta ára gamla Hugo. Myndinni var komið upp fyrir utan íshokkíhöllina og fjöldi fólks hefur komið þangað með blóm og vottað fjölskyldu hans virðingu sína. vísir/afp
Íbúar í bænum Dunkirk í Frakklandi eru í áfalli eftir að átta ára drengur lést á hokkíleik í bænum.

Í þriðja leikhluta á leik Dunkirk og Reims í 1. deildinni skaust pökkurinn upp í stúku og beint í eyrað á Hugo Vermeersch.

Hann fór í kjölfarið í hjartastopp og þrátt fyrir björgunaraðgerðir lést hann á spítala síðar í gær.

Rannsókn er hafin á dauðsfallinu en völlurinn er ekki allur með hlífðargleri sem fólk þekkir af hokkíleikjum. Vermeersch sat á svæði þar sem ekkert gler var til að varna pekkinum frá því að fara upp í stúku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×