Fótbolti

Rodgers gæti hvílt Gerrard í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Real Madrid og Liverpool eigast við í Meistaradeild Evrópu í kvöld en Brendan Rodgers, stóri Liverpool, er að íhuga að hvíla fyrirliðann Steven Gerrard.

Gerrard spilaði gegn Newcastle um helgina og Rodgers gæti kosið að hvíla hann í kvöld fyrir stórleikinn gegn Chelsea á laugardag.

„Ég verð að íhuga hver forgangsröðunin er bæði fyrir hann og okkur. Við höfum rætt um það en þetta eru þrír stórir leikir á átta dögum,“ sagði Rodgers á blaðamannafundi í gær.

Rodgers tók alla helstu leikmenn aðalliðsins með til Madrídar, líka þá sem hafa átt við meiðsli að stríða. Meðal þeirra er Daniel Sturridge og segir Rodgers að afar ólíklegt sé að hann muni spila í kvöld.

„Ég lít á svona leiki og vikur sem þessa sem frábært tækifæri fyrir leikmannahópinn. Ég kom með alla leikmenn í þennan mikilvæga leik en það er merki um að við séum með samheldinn hóp leikmanna.“

Rodgers sagði enn fremur að Real Madrid, sem vann leik liðanna á Anfield í síðasta mánuði, 3-0, væri líklega besta lið heims í dag. „Við hlökkum virkilega mikið til að kljást við stórleiki eins og þennan.“


Tengdar fréttir

Rodgers hefur fundað með umboðsmanni Gerrard

Brendan Rodgers hefur fundað með umboðsmanni Steven Gerrard og gert það ljóst að hann vilji halda Gerrard áfram hjá félaginu. Skilaboð Rodgers til eiganda Liverpool voru afar skýr; að halda Gerrard hjá félaginu.

Gerrard til í að yfirgefa Liverpool

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segist vera til í að yfirgefa félagið í sumar ef honum verður ekki boðinn nýr samningur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×