Fótbolti

Suarez: Furðuleg ákvörðun FIFA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Nafn Luis Suarez var hvergi að finna þegar Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, tilnefndi 23 leikmenn til Gullboltans í ár en hann fær besti leikmaður heims ár hvert.

Suarez var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni af leikmannasamtökum Englands á síðustu leiktíð og skoraði þá 31 mark í 33 deildarleikjum fyrir Liverpool. Fyrir það fékk hann Gullskóinn í Evrópu.

Hann var í sviðsljósinu á HM í Brasilíu í sumar en hann tryggði Úrúgvæ til að mynda sigur á Englandi. En hann var síðan dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir að bíta Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, í lokaumferð riðlakeppninnar.

„Allir minnast á þetta við mig,“ sagði hann í viðtali við fjölmiðla. „Eins og Gerard Pique, liðsfélagi minn, sagði þá var ég valinn besti leikmaðurinn í einni bestu deild heims. Ég var líka markahæstur í öllum evrópsku deildunum.“

„Það er furðulegt að vera ekki á listanum en ég vil frekar hafa hljótt um þetta því það virðist skapa vandamál í hvert sinn sem ég tjái mig.“

Suarez hefur spilað tvo leiki með Barcelona eftir að hann tók út bannið sitt en liðið tapaði þeim báðum og missti fyrir vikið toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir

Verður Suárez bitlaus eftir bannið?

Fyrsti El Clásico-leikur vetrarins á milli Real Madrid og Barcelona fer fram á Santiago Bernabéu í Madríd á laugardaginn klukkan 16.00. Stóra sagan er endurkoma úrúgvæska framherjans Luis Suárez sem losnar úr fjögurra mánaða keppnisbanni skömmu fyrir leik




Fleiri fréttir

Sjá meira


×