Fótbolti

Iker Casillas vill fá treyjuna hans Balotelli í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli. Vísir/Getty
Mario Balotelli hefur ekki beinlínis farið á kostum með liði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er kannski ekki líklegur til afreka í kvöld þegar liðið mætir spænska stórliðinu í Real Madrid á útivelli í fjórðu umferð Meistaradeildarinnar.

Þrátt fyrir markaleysi og endalausa gagnrýni þá er treyja Mario Balotelli ennþá eftirsótt í búningsklefanum hjá spænsku Evrópumeisturunum.

Mario Balotelli var harðlega gagnrýndur fyrir það að skiptast á treyjum við Pepe í hálfleik á fyrri leiknum á Anfield en nú vilja fleiri komast yfir "Balotelli númer 45".

Iker Casillas viðurkenndi í viðtali við Daily Mail að hann ætlaði sér að skipta um treyju við Mario Balotelli eftir leikinn í kvöld. Balotelli lærir örugglega af "mistökum" sínum í fyrri leiknum og skiptir ekki um treyju fyrr en eftir leik.

Svo er að sjá til hvort Iker Casillas vilji ennþá skipt um treyju við Mario Balotelli takist ítalska framherjanum að skora hjá honum í leiknum. Balotelli hefur oft mætt einbeittur í risastóru leikina og það væri í hans stíl að setja hann á heimavelli Evrópumeistaranna.

Leikur Real Madrid og Liverpool hefst klukkan 19.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×