Fótbolti

Messi einn af þeim sem er óánægður með Luis Enrique

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi,.
Lionel Messi,. Vísir/Getty
Þegar fréttir berast af því að Lionel Messi, einn allra besti fótboltamaður heims, sé óánægður með þig þá þurfa þjálfarar kannski að fara áhyggjur af framtíð sinni hjá Barcelona.

Blaðamaður spænska íþróttadagblaðsins Marca hefur heimildir fyrir því að mikill pirringur sé nú á Nývangi eftir töp fyrir Real Madrid og Celta Vigo í síðustu leikjum liðsins í spænsku deildinni.

Töpin þýða að Barcelona-liðið er búið að missa toppsætið en liðið fékk einnig á sig fyrstu deildarmörkin á þessu tímabili í þessum tveimur töpum.

Luis Enrique tók við liðinu fyrir tímabilið og ef marka má "leka" úr búningsklefa Börsunga þá er Lionel Messi í hópi stjörnuleikmanna liðsins sem eru óánægðir með þjálfarinn sinn.

Luis Enrique vill hraðari og beinskeyttari fótbolta í stað tiki-taka leikstílsins sem hefur verið í aðalhlutverki hjá liðinu í mörg sigursæl ár. Fyrir vikið er liðið minna með boltann og tapar honum jafnframt mun oftar.

Lionel Messi er samkvæmt fyrrnefndum heimildum einn af þeim sem eru ekki sáttir með þessa breytingu en Luis Enrique fékk líka á sig talsverða gagnrýni vegna ákvarðanna sinna í El Clasico leiknum á móti Real Madrid sem tapaðist 3-1.

Lionel Messi.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×