Íslensk vonarstjarna í Evrópu: Ætlaði alltaf að verða goðsögn Bjarki Ármannsson skrifar 4. nóvember 2014 20:56 „Ég er bara slakur,“ segir hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson, sem á föstudagskvöld keppir í úrslitaþætti austurrísku hæfileikakeppninnar Die große Chance í beinni útsendingu. Þórsteinn hefur slegið í gegn í keppninni með söng sínum og lagasmíð en frumsamið lag hans, Aurora, situr nú í þrettánda sæti austurríska listans yfir mest sóttu lög eftir að hann flutti það í undanúrslitunum. „Ég tek annað eigið lag í úrslitakeppninni,“ segir Þórsteinn. „Ég var að reyna að komast í undanúrslit, það var planið. Að spila þar eigin lag og reyna að koma því í útvarpið. Það svínvirkaði bara einhvern veginn.“Plötusamningurinn kominn í hús Die große Chance er hæfileikakeppni að hætti hinna stórvinsælu Got Talent-þátta, en þess má geta að sigurvegari Eurovision í ár, Conchita Wurst, tók þátt í keppninni á sínum tíma og lenti í sjötta sæti. Aðeins fimm söngvarar eru nú eftir í keppninni en Þórsteinn hefur þurft að etja kappi við allskonar skemmtiatriði. „Það er allt þarna,“ segir hann. „Ég var að keppa á móti módelflugvélum og dönsurum og eitthvað. En þeir eru allir dottnir út.“ Hvernig sem fer á föstudaginn hefur Þórsteinn náð sínu markmiði: Að landa plötusamningi. Upptökur eru þegar hafnar á fyrstu plötu Þórsteins sem segir það alltaf hafa verið draum sinn að „meika‘ða“ sem poppstjarna. „Já, alltaf,“ segir hann. „Það er til myndband af mér frá því að ég var svona ellefu ára með hljómsveitinni Skvís á Stöð 2. Þar er ég spurður hvort ég ætli að verða rokkstjarna og ég segi nei, ég ætla að verða goðsögn,“ segir hann og hlær. Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má finna í spilaranum efst í fréttinni.„Pókum“ rignir inn Árangur Þórsteins í keppninni hefur þegar breytt lífi hans til muna. Á æfingum fyrir þáttinn hefur hann notið handleiðslu vanra tónlistarmanna og fólk er þegar byrjað að heilsa honum úti á götu. „Ég var á kaffihúsi með mömmu um daginn og einhver gæi byrjaði bara að syngja Aurora fyrir framan mig,“ segir hann. „Honum fannst það mjög fyndið.“ Jafnframt hefur hann heldur betur orðið var við ákveðinn fylgifisk frægðarinnar, nefnilega kvenhyllina. „Núna allt í einu fær maður hundrað vinabeiðnir og „pók“ á dag á Facebook, allt frá stelpum,“ segir Þórsteinn. „Það er mjög fyndið. Ég er búinn að taka skjáskot af þessu til að gera grín að vinum mínum. Þeir eru svo stoltir af því að fá nokkur pók og ég er að fá kannski þrjátíu á dag.“ Vonarstjarnan unga er eini karlkyns keppandinn sem er eftir í keppninni. Telur hann góðar líkur á að hann fari með sigur úr býtum á föstudaginn? „Það er ein kona sem syngur svona mjög austurrísk lög, svona sveitalög,“ segir Þórsteinn. „Ég gæti alveg trúað að hún muni vinna. Það er ekkert „möst“ fyrir mig að vinna þetta.“ Eurovision Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira
„Ég er bara slakur,“ segir hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson, sem á föstudagskvöld keppir í úrslitaþætti austurrísku hæfileikakeppninnar Die große Chance í beinni útsendingu. Þórsteinn hefur slegið í gegn í keppninni með söng sínum og lagasmíð en frumsamið lag hans, Aurora, situr nú í þrettánda sæti austurríska listans yfir mest sóttu lög eftir að hann flutti það í undanúrslitunum. „Ég tek annað eigið lag í úrslitakeppninni,“ segir Þórsteinn. „Ég var að reyna að komast í undanúrslit, það var planið. Að spila þar eigin lag og reyna að koma því í útvarpið. Það svínvirkaði bara einhvern veginn.“Plötusamningurinn kominn í hús Die große Chance er hæfileikakeppni að hætti hinna stórvinsælu Got Talent-þátta, en þess má geta að sigurvegari Eurovision í ár, Conchita Wurst, tók þátt í keppninni á sínum tíma og lenti í sjötta sæti. Aðeins fimm söngvarar eru nú eftir í keppninni en Þórsteinn hefur þurft að etja kappi við allskonar skemmtiatriði. „Það er allt þarna,“ segir hann. „Ég var að keppa á móti módelflugvélum og dönsurum og eitthvað. En þeir eru allir dottnir út.“ Hvernig sem fer á föstudaginn hefur Þórsteinn náð sínu markmiði: Að landa plötusamningi. Upptökur eru þegar hafnar á fyrstu plötu Þórsteins sem segir það alltaf hafa verið draum sinn að „meika‘ða“ sem poppstjarna. „Já, alltaf,“ segir hann. „Það er til myndband af mér frá því að ég var svona ellefu ára með hljómsveitinni Skvís á Stöð 2. Þar er ég spurður hvort ég ætli að verða rokkstjarna og ég segi nei, ég ætla að verða goðsögn,“ segir hann og hlær. Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má finna í spilaranum efst í fréttinni.„Pókum“ rignir inn Árangur Þórsteins í keppninni hefur þegar breytt lífi hans til muna. Á æfingum fyrir þáttinn hefur hann notið handleiðslu vanra tónlistarmanna og fólk er þegar byrjað að heilsa honum úti á götu. „Ég var á kaffihúsi með mömmu um daginn og einhver gæi byrjaði bara að syngja Aurora fyrir framan mig,“ segir hann. „Honum fannst það mjög fyndið.“ Jafnframt hefur hann heldur betur orðið var við ákveðinn fylgifisk frægðarinnar, nefnilega kvenhyllina. „Núna allt í einu fær maður hundrað vinabeiðnir og „pók“ á dag á Facebook, allt frá stelpum,“ segir Þórsteinn. „Það er mjög fyndið. Ég er búinn að taka skjáskot af þessu til að gera grín að vinum mínum. Þeir eru svo stoltir af því að fá nokkur pók og ég er að fá kannski þrjátíu á dag.“ Vonarstjarnan unga er eini karlkyns keppandinn sem er eftir í keppninni. Telur hann góðar líkur á að hann fari með sigur úr býtum á föstudaginn? „Það er ein kona sem syngur svona mjög austurrísk lög, svona sveitalög,“ segir Þórsteinn. „Ég gæti alveg trúað að hún muni vinna. Það er ekkert „möst“ fyrir mig að vinna þetta.“
Eurovision Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira