Ekta fjölskyldumyndband – dóttirin syngur bakraddir Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 17:00 „Lagið heitir Vi har hinanden og er sungið á dönsku. Við bjuggum um tíma í Danmörku og fjallar textinn um drauma sem rættust, það er að flytja til annars lands og svo eignast barn,“ segir Valgerður Jónsdóttir. Hún skipar sveitina My Sweet Baklava ásamt eiginmanni sínum, Þórði Sævarssyni. Valgerður samdi textann við Vi har hinanden en lagasmíðin var í höndum hennar og Þórðs „Við bjuggum um tíma í Danmörku og eigum yndislegar minningar þaðan. Við fengum einmitt nokkrar vini okkar í Kaupmannahöfn til að senda okkur myndir frá borginni, sem fléttast inn í myndbandið. Þetta er ekta fjölskyldumyndband því dóttir okkar Sylvía kemur fram í myndbandinu. Hún syngur einnig bakraddir í laginu, en auk okkar spilar svo Haraldur Ægir Guðmundsson á kontrabassa,“ segir Valgerður en myndbandið við Vi har hinanden var tekið upp á Safnasvæðinu á Akranesi. Valgerður og Þórður hafa starfað saman í tónlist frá unglingsárunum. „Við höfum samið fjöldann allan af lögum og textum í gegnum tíðina, þó einungis lítið brot hafi ratað í útgáfu. Í fyrra gáfum við svo út okkar fyrsta geisladisk í fullri lengd undir nafninu My Sweet Baklava. Diskurinn heitir Drops of sound og með okkur á disknum spiluðu meðal annars þeir Smári Þorsteinsson, trommuleikari og Sveinn Rúnar Grímarsson, bassaleikari,“ segir Valgerður. Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Lagið heitir Vi har hinanden og er sungið á dönsku. Við bjuggum um tíma í Danmörku og fjallar textinn um drauma sem rættust, það er að flytja til annars lands og svo eignast barn,“ segir Valgerður Jónsdóttir. Hún skipar sveitina My Sweet Baklava ásamt eiginmanni sínum, Þórði Sævarssyni. Valgerður samdi textann við Vi har hinanden en lagasmíðin var í höndum hennar og Þórðs „Við bjuggum um tíma í Danmörku og eigum yndislegar minningar þaðan. Við fengum einmitt nokkrar vini okkar í Kaupmannahöfn til að senda okkur myndir frá borginni, sem fléttast inn í myndbandið. Þetta er ekta fjölskyldumyndband því dóttir okkar Sylvía kemur fram í myndbandinu. Hún syngur einnig bakraddir í laginu, en auk okkar spilar svo Haraldur Ægir Guðmundsson á kontrabassa,“ segir Valgerður en myndbandið við Vi har hinanden var tekið upp á Safnasvæðinu á Akranesi. Valgerður og Þórður hafa starfað saman í tónlist frá unglingsárunum. „Við höfum samið fjöldann allan af lögum og textum í gegnum tíðina, þó einungis lítið brot hafi ratað í útgáfu. Í fyrra gáfum við svo út okkar fyrsta geisladisk í fullri lengd undir nafninu My Sweet Baklava. Diskurinn heitir Drops of sound og með okkur á disknum spiluðu meðal annars þeir Smári Þorsteinsson, trommuleikari og Sveinn Rúnar Grímarsson, bassaleikari,“ segir Valgerður.
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira