Fiat slítur tengslin við Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2014 14:14 Ferrari 458 Speciale. Fiat hefur átt Ferrari í 45 ár, en ætlar nú að slíta tengslin við þennan þekkta sportbílaframleiðanda. Sá gjörningur eru þó með undarlegum hætti framkvæmdur en 10% hlutafjár í Ferrari fer á almennan markað en núverandi eigendur Fiat Chrysler Automobiles (FCA) munu eignast 90% hlutafjárins. Þar með eignast Agnelli fjölskyldan, sem á um 30% í FCA ein 27% í Ferrari. Afskipti Fiat af Ferrari verða með þessu engin og félagið fær að starfa alveg sjálfstætt og telur Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne, þetta mikið gæfuspor fyrir Ferrari. Fiat Chrysler Automobiles var sjálft skráð á hlutabréfamarkaðinn í New York fyrr í þessum mánuði. Með því að selja hlutabréf í Ferrari mun Fiat auka mjög við lausafé sitt, enda mikil þörf á það sem fyrirtækið ætlar að eyða 60 milljörðum dollara á næstu árum við þróun Fiat og Chrysler bíla. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent
Fiat hefur átt Ferrari í 45 ár, en ætlar nú að slíta tengslin við þennan þekkta sportbílaframleiðanda. Sá gjörningur eru þó með undarlegum hætti framkvæmdur en 10% hlutafjár í Ferrari fer á almennan markað en núverandi eigendur Fiat Chrysler Automobiles (FCA) munu eignast 90% hlutafjárins. Þar með eignast Agnelli fjölskyldan, sem á um 30% í FCA ein 27% í Ferrari. Afskipti Fiat af Ferrari verða með þessu engin og félagið fær að starfa alveg sjálfstætt og telur Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne, þetta mikið gæfuspor fyrir Ferrari. Fiat Chrysler Automobiles var sjálft skráð á hlutabréfamarkaðinn í New York fyrr í þessum mánuði. Með því að selja hlutabréf í Ferrari mun Fiat auka mjög við lausafé sitt, enda mikil þörf á það sem fyrirtækið ætlar að eyða 60 milljörðum dollara á næstu árum við þróun Fiat og Chrysler bíla.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent