Range Rover framleiddur í Kína Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2014 09:23 Range Rover Evoque settur saman í nýju verksmiðjunni í Kína. Fram til þessa dags hafa allir bílar Jaguar/Land Rover verið framleiddir í Bretlandi. Sú breyting varð á þessu í vikunni að samsetningarverksmiðja Jaguar/Land Rover opnaði í Changshu í Kína. Í þessari verksmiðju verður hægt að framleiða 130.000 bíla á ári. Verksmiðjan kostaði fyrirtækið, ásamt samstarfsaðila sínum Chery í Kína, 216 milljarða króna. Chery er einn af stærri bílaframleiðendum í Kína. Verksmiðjan þekur 0,4 ferkílómetra landsvæðis. Fyrsti bíllinn sem Jaguar/Land Rover framleiðir í verksmiðjunni er Range Rover Evoque, en einn fimmti af hverjum framleiddum slíkum bíl selst nú í Kína. Kína er stærsti markaður fyrir Jaguar/Land Rover bíla og þar seljast nú yfir 100.000 bílar á ári. Næsti bíll sem framleiddur verður í nýju verksmiðjunni er Land Rover Discovery Sport en svo mun einnig koma að framleiðslu Jaguar bíla, líklega XE eða XF bílum af lengri gerðum, en í Kína er mikill smekkur fyrir lengri gerðum bíla þar sem efnameira fólk er með bílstjóra og því verður að fara vel um farþega í aftursætunum. Jaguar/Land Rover ætlar næst að opna verksmiðju í Brasilíu og stefnir í að hún opni árið 2016. Þá eru uppi áform um að reisa verksmiðju í Bandaríkjunum á næstunni en bílar Jaguar/Land Rover seljast mjög vel vestanhafs. Jaguar/Land Rover er þó alls ekki að gleyma heimamarkaðnum í Evrópu, en ný verksmiðja sem framleiðir bílvélar opnar í Wolverhampton í Englandi við lok þessa mánaðar og mun Elísabet Bretadrottning vígja verksmiðjuna. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent
Fram til þessa dags hafa allir bílar Jaguar/Land Rover verið framleiddir í Bretlandi. Sú breyting varð á þessu í vikunni að samsetningarverksmiðja Jaguar/Land Rover opnaði í Changshu í Kína. Í þessari verksmiðju verður hægt að framleiða 130.000 bíla á ári. Verksmiðjan kostaði fyrirtækið, ásamt samstarfsaðila sínum Chery í Kína, 216 milljarða króna. Chery er einn af stærri bílaframleiðendum í Kína. Verksmiðjan þekur 0,4 ferkílómetra landsvæðis. Fyrsti bíllinn sem Jaguar/Land Rover framleiðir í verksmiðjunni er Range Rover Evoque, en einn fimmti af hverjum framleiddum slíkum bíl selst nú í Kína. Kína er stærsti markaður fyrir Jaguar/Land Rover bíla og þar seljast nú yfir 100.000 bílar á ári. Næsti bíll sem framleiddur verður í nýju verksmiðjunni er Land Rover Discovery Sport en svo mun einnig koma að framleiðslu Jaguar bíla, líklega XE eða XF bílum af lengri gerðum, en í Kína er mikill smekkur fyrir lengri gerðum bíla þar sem efnameira fólk er með bílstjóra og því verður að fara vel um farþega í aftursætunum. Jaguar/Land Rover ætlar næst að opna verksmiðju í Brasilíu og stefnir í að hún opni árið 2016. Þá eru uppi áform um að reisa verksmiðju í Bandaríkjunum á næstunni en bílar Jaguar/Land Rover seljast mjög vel vestanhafs. Jaguar/Land Rover er þó alls ekki að gleyma heimamarkaðnum í Evrópu, en ný verksmiðja sem framleiðir bílvélar opnar í Wolverhampton í Englandi við lok þessa mánaðar og mun Elísabet Bretadrottning vígja verksmiðjuna.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent