Íslenski boltinn

Guðjón Árni í viðræðum við Keflavík

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Svo virðist sem Keflavík sé að fá tvo týnda syni heim fyrir átökin í Pepsi-deild karla á næstu leiktíð.

Þeir hafa báðir leikið með FH undanfarin ár, en Hólmar Örn Rúnarssonstaðfesti það við Vísi á dögunum að hann væri á heimleið.

Nú virðist Guðjón Arni Antoníusson, bakvörður FH, á heimleið líka, að því fram kemur í nýjasta blaði Víkurfrétta sem kom út í morgun.

Þar staðfestir Þorsteinn Magnúson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, að Guðjón Árni er í viðræðum við félagið.

„Ég er vongóður um að Guðjón komi, en við höfum þegar rætt við hann,“ segir Þorsteinn við Víkurfréttir.

Á mánudaginn sagði Guðjón Árni við fótbolti.net að hann væri í viðræðum við FH og hann ætlaði að sjá hvað kæmi út úr því.

Þriðji Keflvíkingurinn, Jónas Guðni Sævarsson, er einnig orðaður við heimkomu í Bítlabæinn fyrir næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×