Hólmar Örn á leið í Keflavík Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. október 2014 12:30 Hólmar Örn Rúnarsson varð Íslandsmeistari með FH 2012. vísir/arnþór Hólmar Örn Rúnarsson, miðjumaður FH, er við það að ganga aftur í raðir uppeldisfélags síns Keflavík, en samningur hans við FH-inga rann út eftir tímabilið. „Ég reikna fastlega með því að fara í Keflavík. Ég er í viðræðum við menn þar og það er komið eitthvað á veg,“ segir Hólmar Örn í samtali við Vísi, en hann er búinn að láta forráðamenn FH vita af áformum sínum. „Ég er búinn að segja þér að ég sé á leið aftur til Keflavíkur. Þeir vita af því,“ segir Hólmar Örn, sem hefur verið í herbúðum FH frá 2011 og varð Íslandmeistari með liðinu 2012. Hann segist hafa langað heim síðasta vetur, en fannst hann skulda FH annað tímabil eftir að hafa spilað aðeins einn sumarið 2013. „Það var hugur í mér að fara til Keflavíkur fyrir síðasta tímabil. Það hefur kraumað í mér í smá tíma. Mér fannst ég bara ekki geta endað þetta svona með FH eftir að spila aðeins fimm mínútur í fyrra. Mér fannst ég skulda FH og sjálfum mér að taka annað tímabil,“ segir Hólmar Örn. Fleiri lið höfðu áhuga á Hólmari og voru búin að hafa samband, en sjálfur valdi hann að fara aftur heim og hjálpa sínu uppeldisfélagi. „Það eru einhver lið búin að hringja en það var alltaf fullur ásetningur hjá mér að fara heim. Ég bý þar og hef alltaf gert. Ég er búinn að eiga góð ár í FH, en mig langar heim að spila á meðan það er enn kraftur í fótunum. Það þýðir ekkert að fara heim bara til að geispa golunni,“ segir Hólmar Örn. Tveir aðrir synir Keflavíkur; Guðjón Árni Antoníusson, samherji Hólmars Arnar hjá FH, og Jónas Guðni Sævarsson, sem spilar með KR, eru einnig orðaðir við heimkomu í Bítlabæinn. Er Hólmar að reyna að taka Guðjón Árna með sér heim? „Það eru allskonar orðrómar um þetta í gangi, en ég ætla ekkert að tjá mig um það,“ segir Hólmar Örn Rúnarsson léttur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Hólmar Örn Rúnarsson, miðjumaður FH, er við það að ganga aftur í raðir uppeldisfélags síns Keflavík, en samningur hans við FH-inga rann út eftir tímabilið. „Ég reikna fastlega með því að fara í Keflavík. Ég er í viðræðum við menn þar og það er komið eitthvað á veg,“ segir Hólmar Örn í samtali við Vísi, en hann er búinn að láta forráðamenn FH vita af áformum sínum. „Ég er búinn að segja þér að ég sé á leið aftur til Keflavíkur. Þeir vita af því,“ segir Hólmar Örn, sem hefur verið í herbúðum FH frá 2011 og varð Íslandmeistari með liðinu 2012. Hann segist hafa langað heim síðasta vetur, en fannst hann skulda FH annað tímabil eftir að hafa spilað aðeins einn sumarið 2013. „Það var hugur í mér að fara til Keflavíkur fyrir síðasta tímabil. Það hefur kraumað í mér í smá tíma. Mér fannst ég bara ekki geta endað þetta svona með FH eftir að spila aðeins fimm mínútur í fyrra. Mér fannst ég skulda FH og sjálfum mér að taka annað tímabil,“ segir Hólmar Örn. Fleiri lið höfðu áhuga á Hólmari og voru búin að hafa samband, en sjálfur valdi hann að fara aftur heim og hjálpa sínu uppeldisfélagi. „Það eru einhver lið búin að hringja en það var alltaf fullur ásetningur hjá mér að fara heim. Ég bý þar og hef alltaf gert. Ég er búinn að eiga góð ár í FH, en mig langar heim að spila á meðan það er enn kraftur í fótunum. Það þýðir ekkert að fara heim bara til að geispa golunni,“ segir Hólmar Örn. Tveir aðrir synir Keflavíkur; Guðjón Árni Antoníusson, samherji Hólmars Arnar hjá FH, og Jónas Guðni Sævarsson, sem spilar með KR, eru einnig orðaðir við heimkomu í Bítlabæinn. Er Hólmar að reyna að taka Guðjón Árna með sér heim? „Það eru allskonar orðrómar um þetta í gangi, en ég ætla ekkert að tjá mig um það,“ segir Hólmar Örn Rúnarsson léttur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira