Fótbolti

Ingimundur Níels: Valið stendur á milli Vals, Víkings og Fylkis

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ingimundur Níels í leik með FH.
Ingimundur Níels í leik með FH. Vísir/Stefán
Ingimundur Níels Óskarsson er á leið frá FH en samningur hans við félagið rennur út í mánaðarlok. Hann staðfestir að hann verði ekki áfram í herbúðum Hafnfirðinga.

„Þrjú félög hafa haft samband - Valur, Víkingur og Fylkir. Ég er með tilboð frá tveimur þeirra,“ sagði Ingimundur Níels í samtali við Vísi í dag.

„Ég er opinn fyrir öllu. Það væri auðvitað fínt að klára þetta sem fyrst en mér líst vel á þessi félög og þær hugmyndir sem ég hef rætt við menn þar. Öll liðin eru stórhuga,“ sagði hann.

„Eins og staðan er í dag stendur valið á milli þessara þriggja liða en ég hef ekki heyrt í neinum öðrum.“

Þessi þrjú lið voru öll um baráttu um Evrópusæti í lokaumferðum Pepsi-deildarinnar í vor en Víkingur hafði að lokum betur. „Það er auðvitað skemmtilegt að taka þátt í Evrópukeppni og klárlega kostur. En það er ekki það hefur úrslitaáhrif á ákvörðun mína,“ segir Ingimundur sem vonast til að klára sín mál í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×