Fótbolti

Sevilla með fleiri stig en Barca og Real

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Unai Emery er þjálfari Sevilla.
Unai Emery er þjálfari Sevilla. Vísir/AFP
Sevilla-liðið nýtti sér tap Barcelona á Santiago Bernabeu á laugardaginn og komst upp að hlið Börsunga á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir dramatískan endurkomusigur á Villarreal í gær.

Sevilla er með 22 stig eins og Barcelona en Barca-liðið hefur tólf marka forskot í markatölu. Real Madrid er síðan einu stigi á eftir Barcelona og Sevilla.

Unai Emery, 42 ára spænskur þjálfari, er að gera flotta hluti með Sevila sem vann Evrópudeildina síðasta vor og hefur unnið 7 af fyrstu 9 leikjum sínum á þessari leiktíð.

Þegar stig í síðustu 24 umferðum í spænsku úrvalsdeildinni eru lögð saman kemur í ljós að ekkert félag hefur fengið fleiri stig en Sevilla.

Flest stig á Spáni í síðustu 24 umferðum:

1. Sevilla 54 stig

2. Atletico Madrid 53 stig

3. Barcelona 52 stig

4. Real Madrid 51 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×