Enski boltinn

Van Gaal vill ekki segja hver horfði ekki á El Clasico

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Louis van Gaal.
Louis van Gaal. Vísir/Getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að sautján af átján manna hópi liðsins fyrir leikinn á móti Chelsea í gær hafi horft saman á leik Real Madrid og Barcelona á laugardaginn.

Manchester United gerði 1-1 jafntefli við topplið Chelsea í ensku úrvalsdeildinni sólarhring eftir að Real Madrid vann 3-1 sigur á Barcelona.

„Við vorum saman á Lowry-hótelinu og gátum horft á seinni hálfleikinn þar. 17 af 18 leikmönnum liðsins voru þar," sagði Louis van Gaal í viðtali við Manchester Evening News.

„Ég hef aldrei orðið vitni að slíku hjá mínum liðum áður en við erum náttúrulega með marga Spánverja í liðinu okkar," sagði van Gaal.

„Ég er ekki tilbúinn að segja frá því hvern vantaði en þetta var frábær leikur á milli Real Madrid og Barcelona," sagði Van Gaal. Hollenski stjórinn sagðist ennfremur hafa nýtt sér leikinn til að undirbúa sína menn fyrir slaginn við Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×