Sport

Hafnaboltagoðsögn skaut af sér puttann

Canseco tók þátt í einhvers konar útgáfu af MMA eftir að hann lagði kylfuna á hilluna. Hann tók hana þó með sér í hringinn eins og sjá má.
Canseco tók þátt í einhvers konar útgáfu af MMA eftir að hann lagði kylfuna á hilluna. Hann tók hana þó með sér í hringinn eins og sjá má. vísir/getty
Fyrrum hafnaboltahetjan, Jose Canseco, mun líklega halda sig fjarri skotvopnum á næstunni.

Kappinn var að hreinsa skammbyssuna sína á dögunum og tókst ekki betur til en svo að skaut af sér löngutöng.

„Ég heyrði skotið hlaupa af. Er ég kom til hans sá ég fingurinn hanga á lyginni," sagði unnusta Canseco en kappinn gleymdi að tæma byssuna eftir að hafa komið af skotsvæðinu.

Læknar hafa tjáð Canseco að höndin muni aldrei verða söm aftur. Fingurinn verður annað hvort tekinn af eða byggður upp á nýtt.

Canseco hætti í hafnabolta árið 2002 eftir 17 ára feril sem var lengst af hjá Oakland A's. Hann átti stutta endurkomu árið 2004.

Hann varð heimsmeistari tvisvar og sex sinnum var hann valinn í stjörnulið MLB-deildarinnar. Í ævisögu sinni, sem kom út árið 2005, viðurkenndi hann steranotkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×