Ford ætlar að selja 9,4 milljónir bíla árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2014 09:52 Ford F-150 mun eiga stóran hluta af sölu Ford bíla. Markmið Ford um sölu bíla á næstu árum er metnaðarfull, en Ford ætlar að auka sölu sína um 52% til ársins 2020. Ef það gengur eftir mun Ford selja 9,4 milljónir bíla árið 2020. Mest aukningin á að koma frá Kína og öðrum löndum Asíu. Ford áætlar að selja 3,5 milljónir bíla í Bandaríkjunum árið 2020, en salan í fyrra var 2,9 milljónir bíla. Yrði það aukning um 21%. Hagnaður af rekstri Ford í Bandaríkjunum verður minni í ár en til stóð. Tíðar afturkallanir bíla Ford hefur, líkt og öðrum bílaframleiðendum, reynst afar dýr.Áfram tap í Evrópu Tap verður á rekstri Ford í Evrópu í ár líkt og undanfarin ár og einnig er spáð tapi á næsta ári þó það eigi að minnka. Sama á við rekstur Ford í S-Ameríku og er tapið þar 9 sinnum meira en spáð var í upphafi árs. Þá er einnig tap á sölu í Rússlandi, en fáum bílaframleiðendum tekst að kreista fram hagnað þar í ár. Góð sala bíla í Kína og öðrum Asíulöndum og mikil framlegð af sölu þar, að viðbættum þokkalegum hagnaði í Bandaríkjunum gera það þó að verkum að hagnaður verður af rekstri Ford á árinu. Búist er við því að hann nemi um 6 milljörðum bandaríkjadala, eða um 720 milljarðar króna.Meira ál og fleiri Lincoln bílar Á næsta ári spáir Ford 8,5-9,5 milljarða dala hagnaði. Ford ætlar að auka mjög notkun áls í smíði bíla sinna, en ný kynslóð Ford F-150 pallbílsins er nú framleiddur að mestu úr áli. Það sama verður gert með Super Duty pallbíla Ford sem eru stærri en F-150. Ford ætlar einnig að fjölga bílgerðum Lincoln um að minnsta kosti tvo bíla og fylgja eftir góðri sölu Lincoln í Kína. Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Markmið Ford um sölu bíla á næstu árum er metnaðarfull, en Ford ætlar að auka sölu sína um 52% til ársins 2020. Ef það gengur eftir mun Ford selja 9,4 milljónir bíla árið 2020. Mest aukningin á að koma frá Kína og öðrum löndum Asíu. Ford áætlar að selja 3,5 milljónir bíla í Bandaríkjunum árið 2020, en salan í fyrra var 2,9 milljónir bíla. Yrði það aukning um 21%. Hagnaður af rekstri Ford í Bandaríkjunum verður minni í ár en til stóð. Tíðar afturkallanir bíla Ford hefur, líkt og öðrum bílaframleiðendum, reynst afar dýr.Áfram tap í Evrópu Tap verður á rekstri Ford í Evrópu í ár líkt og undanfarin ár og einnig er spáð tapi á næsta ári þó það eigi að minnka. Sama á við rekstur Ford í S-Ameríku og er tapið þar 9 sinnum meira en spáð var í upphafi árs. Þá er einnig tap á sölu í Rússlandi, en fáum bílaframleiðendum tekst að kreista fram hagnað þar í ár. Góð sala bíla í Kína og öðrum Asíulöndum og mikil framlegð af sölu þar, að viðbættum þokkalegum hagnaði í Bandaríkjunum gera það þó að verkum að hagnaður verður af rekstri Ford á árinu. Búist er við því að hann nemi um 6 milljörðum bandaríkjadala, eða um 720 milljarðar króna.Meira ál og fleiri Lincoln bílar Á næsta ári spáir Ford 8,5-9,5 milljarða dala hagnaði. Ford ætlar að auka mjög notkun áls í smíði bíla sinna, en ný kynslóð Ford F-150 pallbílsins er nú framleiddur að mestu úr áli. Það sama verður gert með Super Duty pallbíla Ford sem eru stærri en F-150. Ford ætlar einnig að fjölga bílgerðum Lincoln um að minnsta kosti tvo bíla og fylgja eftir góðri sölu Lincoln í Kína.
Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent