Tesla býður Model S með 691 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2014 10:38 Tesla Model S er nú orðin enn meiri spyrnukerra. Þó svo að bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla vinni nú að nýjum bílum sínum, fjórhjóladrifnum Model X og ódýrari rafmagnsfólksbíl heldur fyrirtækið áfram að bjóða fleiri útfærslur á eina framleiðslubíl þeirra nú, Model S. Nú er hægt að fá Model S með allt að 691 hestafla drifrás sem eingöngu notast við rafmagn. Þessi útgáfa hans er aðeins 3,2 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Fyrir þetta þarf að greiða 14.600 dollurum meira en fyrir hefðbundinn 416 hestafla Model S, eða 1.750.000 krónur. Drægni þessar öflugu gerðar Model S eykst um 15 kílómetra og er því 440 kílómetrar í stað 425. Tesla hefur einnig bætt rafhlöðurnar í hefðbundnum Model S 85D og er hún nú 475 kílómetrar, eða 35 kílómetrum meiri en í öflugustu gerð bílsins. Því þarf að fórna örlitlu í drægninni fyrir allt þetta afl. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent
Þó svo að bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla vinni nú að nýjum bílum sínum, fjórhjóladrifnum Model X og ódýrari rafmagnsfólksbíl heldur fyrirtækið áfram að bjóða fleiri útfærslur á eina framleiðslubíl þeirra nú, Model S. Nú er hægt að fá Model S með allt að 691 hestafla drifrás sem eingöngu notast við rafmagn. Þessi útgáfa hans er aðeins 3,2 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Fyrir þetta þarf að greiða 14.600 dollurum meira en fyrir hefðbundinn 416 hestafla Model S, eða 1.750.000 krónur. Drægni þessar öflugu gerðar Model S eykst um 15 kílómetra og er því 440 kílómetrar í stað 425. Tesla hefur einnig bætt rafhlöðurnar í hefðbundnum Model S 85D og er hún nú 475 kílómetrar, eða 35 kílómetrum meiri en í öflugustu gerð bílsins. Því þarf að fórna örlitlu í drægninni fyrir allt þetta afl.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent