Gæti orðið nýr Rússajeppi en er núna bara lítill Land-Rover Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2014 12:15 Elvar Ásgeirsson. Vísir/Stefán Stjarnan, Valur, ÍBV, Fram, FH og ÍR. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa tapað fyrir spútnikliði vetrarins í handboltanum. Afturelding úr Mosfellsbæ hefur komið eins og stormsveipur inn í Olís-deild karla eftir eins vetrar dvöl í 1. deildinni og Guðjón Guðmundsson, handboltaspekingur og íþróttafréttamaður á Stöð 2, er einn af þeim sem hafa hrifist af þessum stórefnilegu handboltamönnum sem eru nær allir uppaldir í Aftureldingu. „Liðið eins og það er uppsett í dag gæti orðið Íslandsmeistari en mótið er bara svo hrikalega langt og liðið er ungt,“ segir Guðjón Guðmundsson sem hefur fylgst vel með íslenska handboltanum í meira en þrjá áratugi. „Ég fullyrði það að þetta er betri efniviður en sá sem við sáum í FH þegar Aron (Pálmarsson) og Ólafur (Guðmundsson) voru að koma upp. Þetta er albesti efniviður sem Ísland hefur fengið síðan Valur átti Geir Sveinsson, Dag Sigurðsson og Ólaf Stefánsson. Þetta er til jafns við það og Víkingana þegar þeir voru upp á sitt besta á árunum 1980 til 1982. Við höfum ekki fengið svona hóp á Íslandi síðan,“ segir Guðjón. Víkingarnir unnu titilinn fjögur ár í röð frá 1980 til 1983 og Valsmenn unnu hann fjögur ár í röð frá 1993 til 1996. „Þetta er efnilegasta lið landsins og innan tveggja til þriggja ára þá verður þetta lið meistari ef þeir halda vel á spöðunum og gætu þá unnið þetta eins lengi og þeir vilja,“ segir Guðjón en hér á síðunni má sjá palladóma hans um helstu leikmenn liðsins. Aftureldingu tókst að halda öllum sínum efnilegustu leikmönnum þegar liðið féll vorið 2013. „Ég hvet alla sem hafa áhuga á íþróttinni til að fylgjast með þessu því þessi uppbygging þarna er mögnuð sem og það að þeir skyldu hafa haldið öllum mannskapnum þegar þeir féllu. Þá voru allir að narta í þá, Valur, Haukar og FH. Þeir eru ótrúlega seigir, þessir guttar, og þeir héldu áfram og komu liðinu strax upp aftur,“ segir Guðjón en hann veit þó að þeir vinna ekki alla leiki í vetur. „Þeir munu hlaupa á vegg einhvern tímann í vetur og þá reynir á hópinn, liðið og umfram allt þjálfarateymið,“ segir Guðjón. Strákarnir í Aftureldingu fagna hverju marki og svo hverjum sigri eins og þeir hafi verið að tryggja sér titilinn. „Það er kostur. Það er gríðarlega góð stemning og það er góð ára í kringum liðið. Nú eru áhorfendurnir líka farnir að mæta og ég held að það verði uppselt í Mosfellsbæ í kvöld, 950 manns, sem er met í nýja húsinu,“ segir Guðjón. Afturelding tekur þá á móti Haukum að Varmá klukkan 19.30. En hvað þarf að gerast til að Afturelding verði meistari í fyrsta sinn í sextán ár? „Nenni þeir að æfa og leggja aukalega á sig þá munu þeir vera kandídatar í meistara í vetur en til þess að svo muni verða þá þurfa menn þarna að æfa aukalega, annaðhvort á morgnana eða í hádeginu,“ sagði Guðjón léttur.Örn Ingi Bjarkason.Vísir/StefánHelstu leikmenn Aftureldingar í Olís-deild karla í vetur:Elvar Ásgeirsson3,0 mörk að meðaltali20 ára leikstjórnandiUppalinn18 mörk í 6 leikjum „Hann er að mínu viti framtíðarleikstjórnandi íslenska landsliðsins. Ég fullyrði það. Hans helsti galli er að hann þarf að geta skotið af gólfi. Skorar ótrúlega mikilvæg mörk, hann er bara tvítugur og tæpir tveir metrar. Hann þarf að laga varnarleikinn en er gríðarlega mikið efni og eitt mesta efni sem ég hef séð síðustu ár,“ segir Guðjón.Örn Ingi Bjarkason4,0 mörk að meðaltali24 ára leikstjórnandiUppalinn16 mörk í 4 leikjum „Hann hefur ótrúlega hæfileika en hefur því miður verið alltof mikið meiddur á undangengnum árum því annars væri hann landsliðsmaður. Hann er lykilleikmaður Aftureldingar og stýrir leik þeirra,“ segir Guðjón.Jóhann Gunnar Einarsson4,2 mörk að meðaltali29 ára hægri skyttaNýr leikmaður25 mörk í 6 leikjum „Leikmaður sem liðið vantaði. Hann gefur því jafnvægi og styrk þegar mest á reynir. Ég hefði viljað sjá hann í landsliðinu,“ segir Guðjón um Jóhann Gunnar Einarsson sem tók fram skóna á ný eftir ársfrí en hann varð þar á undan Íslandsmeistari með Fram vorið 2013.Jóhann Jóhannsson4,2 mörk að meðaltali28 ára vinstri skyttaUppalinn21 mark í 5 leikjum „Frábær leikmaður fyrir liðið. Góður skotmaður sem getur leyst inn á línu sem er kostur. Hann er einnig mjög sterkur í vörn,“ segir Guðjón Guðmundsson um hinn leikreynda leikmann Jóhann Jóhannsson.Pétur Júníusson.Vísir/ValliPétur Júníusson2,8 mörk að meðaltali22 ára línumaðurUppalinn14 mörk í 5 leikjum „Hann er tveggja metra risi og svona nýr Rússajeppi. Hann þarf hins vegar að bæta á sig einum tíu kílóum. Hann er án nokkurs vafa framtíðarlandsliðsmaður og er leikmaður sem gæti komist í fremstu röð í heiminum ef hann nennir að æfa. Í dag er hann svona eins og lítill Land-Rover,“ segir Guðjón.Davíð Hlíðdal Svansson29 ára markvörðurUppalinn „Besti markvörður deildarinnar en þó ekki nægilega góður til að vera í landsliðinu. Það sem hann hefur fram yfir marga aðra er að hann les leikinn vel og leggur mikla vinnu í andstæðingana. Hann labbar svolítið í hornin og er alveg ótrúlega góður á góðum degi en vantar stöðugleika,“ segir Guðjón.Pálmar Pétursson30 ára markvörðurNýr leikmaður „Hann er stemningsmaður dauðans. Það er synd með Pálmar því þegar ég sá hann fyrst 19 ára gamlan í Val þá var ég sannfærður um það að hann yrði landsliðsmarkvörður og kæmist í alþjóðlegan klassa. Ég held því miður að hann hafi verið of latur til þess að komast þangað. Í dag finnst mér hann vera einn af okkar bestu markvörðum. Hann er ótrúlega mikill stemningskarl og hefur hjálpað liðinu í þeim leikjum þegar Davíð hefur klikkað. Hann mun gera það í vetur,“ segir Guðjón. Gunnar Malmquist Þórsson2,8 mörk að meðaltali19 ára vinstri hornamaðurNýr leikmaður17 mörk í 6 leikjum „Ég hef alltaf verið hrifinn af honum og hann er af þessu Malmquist-kyni að norðan. Hann er mikill baráttujaxl og frábær liðsmaður Hann er afburðahornamaður en þarf kannski að hafa aðeins meiri stjórn á sér í leikjum því hann fer svolítið fram úr sér. Hrikalega mikið talent,“ segir Guðjón. Böðvar Páll ÁsgeirssonVísir/StefánBöðvar Páll Ásgeirsson1,8 mörk að meðaltali19 ára vinstri skyttaUppalinn11 mark í 6 leikjum „Fyrir þremur árum sá ég í honum Mikkel Hansen. Hann hefur verið gríðarlega mikið meiddur. Þessi leikmaður á að vera kominn lengra en hann hefur ekki æft rétt og ekki verið meðhöndlaður rétt. Það er synd því íslenska landsliðið þarf svona leikmann. Það ræðst á næstu tveimur árum hvort hann nær í gegn en hann gæti orðið heimsklassa,“ segir Guðjón.Árni Bragi Eyjólfsson2,3 mörk að meðaltali19 ára hægri hornamaðurUppalinn14 mörk í 6 leikjum „Hann er einn af þeim betri af yngri kynslóðinni í hægra horninu. Hann vantar pínulitla hæð og þyrfti að vera betri í vörn en hann er mjög sterkur af teignum og góður hraðaupphlaupsmaður. Hann er gríðarlega mikið efni,“ segir Guðjón. Ekki gleyma þessum…Birkir Benediktsson18 ára hægri skyttaUppalinn1 mark í 6 leikjum „Þetta er tveggja metra strákur sem ég held að geti alveg orðið hrikalega góður. Það eru líka fleiri á leiðinni upp úr yngri flokkum Aftureldingar,“ segir Guðjón.Einar Andri Einarsson.Vísir/StefánEinar Andri EinarssonþjálfariÁ fyrsta ári með liðið „Ég er hrifinn af Einari Andra. Hann er ungur þjálfari og það sem háði honum hjá FH var að hann þekkti alla leikmennina frá því að þeir voru sex til sjö ára. Nú er hann kominn í annað umhverfi og ég sé hann fyrir mér sem alvöruþjálfara í framtíðinni. Hann er búinn að vinna geysilega gott starf en mér finnst samt að líkamlegi þátturinn hjá þeim gæti verið betri.,“ segir Guðjón. Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Stjarnan, Valur, ÍBV, Fram, FH og ÍR. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa tapað fyrir spútnikliði vetrarins í handboltanum. Afturelding úr Mosfellsbæ hefur komið eins og stormsveipur inn í Olís-deild karla eftir eins vetrar dvöl í 1. deildinni og Guðjón Guðmundsson, handboltaspekingur og íþróttafréttamaður á Stöð 2, er einn af þeim sem hafa hrifist af þessum stórefnilegu handboltamönnum sem eru nær allir uppaldir í Aftureldingu. „Liðið eins og það er uppsett í dag gæti orðið Íslandsmeistari en mótið er bara svo hrikalega langt og liðið er ungt,“ segir Guðjón Guðmundsson sem hefur fylgst vel með íslenska handboltanum í meira en þrjá áratugi. „Ég fullyrði það að þetta er betri efniviður en sá sem við sáum í FH þegar Aron (Pálmarsson) og Ólafur (Guðmundsson) voru að koma upp. Þetta er albesti efniviður sem Ísland hefur fengið síðan Valur átti Geir Sveinsson, Dag Sigurðsson og Ólaf Stefánsson. Þetta er til jafns við það og Víkingana þegar þeir voru upp á sitt besta á árunum 1980 til 1982. Við höfum ekki fengið svona hóp á Íslandi síðan,“ segir Guðjón. Víkingarnir unnu titilinn fjögur ár í röð frá 1980 til 1983 og Valsmenn unnu hann fjögur ár í röð frá 1993 til 1996. „Þetta er efnilegasta lið landsins og innan tveggja til þriggja ára þá verður þetta lið meistari ef þeir halda vel á spöðunum og gætu þá unnið þetta eins lengi og þeir vilja,“ segir Guðjón en hér á síðunni má sjá palladóma hans um helstu leikmenn liðsins. Aftureldingu tókst að halda öllum sínum efnilegustu leikmönnum þegar liðið féll vorið 2013. „Ég hvet alla sem hafa áhuga á íþróttinni til að fylgjast með þessu því þessi uppbygging þarna er mögnuð sem og það að þeir skyldu hafa haldið öllum mannskapnum þegar þeir féllu. Þá voru allir að narta í þá, Valur, Haukar og FH. Þeir eru ótrúlega seigir, þessir guttar, og þeir héldu áfram og komu liðinu strax upp aftur,“ segir Guðjón en hann veit þó að þeir vinna ekki alla leiki í vetur. „Þeir munu hlaupa á vegg einhvern tímann í vetur og þá reynir á hópinn, liðið og umfram allt þjálfarateymið,“ segir Guðjón. Strákarnir í Aftureldingu fagna hverju marki og svo hverjum sigri eins og þeir hafi verið að tryggja sér titilinn. „Það er kostur. Það er gríðarlega góð stemning og það er góð ára í kringum liðið. Nú eru áhorfendurnir líka farnir að mæta og ég held að það verði uppselt í Mosfellsbæ í kvöld, 950 manns, sem er met í nýja húsinu,“ segir Guðjón. Afturelding tekur þá á móti Haukum að Varmá klukkan 19.30. En hvað þarf að gerast til að Afturelding verði meistari í fyrsta sinn í sextán ár? „Nenni þeir að æfa og leggja aukalega á sig þá munu þeir vera kandídatar í meistara í vetur en til þess að svo muni verða þá þurfa menn þarna að æfa aukalega, annaðhvort á morgnana eða í hádeginu,“ sagði Guðjón léttur.Örn Ingi Bjarkason.Vísir/StefánHelstu leikmenn Aftureldingar í Olís-deild karla í vetur:Elvar Ásgeirsson3,0 mörk að meðaltali20 ára leikstjórnandiUppalinn18 mörk í 6 leikjum „Hann er að mínu viti framtíðarleikstjórnandi íslenska landsliðsins. Ég fullyrði það. Hans helsti galli er að hann þarf að geta skotið af gólfi. Skorar ótrúlega mikilvæg mörk, hann er bara tvítugur og tæpir tveir metrar. Hann þarf að laga varnarleikinn en er gríðarlega mikið efni og eitt mesta efni sem ég hef séð síðustu ár,“ segir Guðjón.Örn Ingi Bjarkason4,0 mörk að meðaltali24 ára leikstjórnandiUppalinn16 mörk í 4 leikjum „Hann hefur ótrúlega hæfileika en hefur því miður verið alltof mikið meiddur á undangengnum árum því annars væri hann landsliðsmaður. Hann er lykilleikmaður Aftureldingar og stýrir leik þeirra,“ segir Guðjón.Jóhann Gunnar Einarsson4,2 mörk að meðaltali29 ára hægri skyttaNýr leikmaður25 mörk í 6 leikjum „Leikmaður sem liðið vantaði. Hann gefur því jafnvægi og styrk þegar mest á reynir. Ég hefði viljað sjá hann í landsliðinu,“ segir Guðjón um Jóhann Gunnar Einarsson sem tók fram skóna á ný eftir ársfrí en hann varð þar á undan Íslandsmeistari með Fram vorið 2013.Jóhann Jóhannsson4,2 mörk að meðaltali28 ára vinstri skyttaUppalinn21 mark í 5 leikjum „Frábær leikmaður fyrir liðið. Góður skotmaður sem getur leyst inn á línu sem er kostur. Hann er einnig mjög sterkur í vörn,“ segir Guðjón Guðmundsson um hinn leikreynda leikmann Jóhann Jóhannsson.Pétur Júníusson.Vísir/ValliPétur Júníusson2,8 mörk að meðaltali22 ára línumaðurUppalinn14 mörk í 5 leikjum „Hann er tveggja metra risi og svona nýr Rússajeppi. Hann þarf hins vegar að bæta á sig einum tíu kílóum. Hann er án nokkurs vafa framtíðarlandsliðsmaður og er leikmaður sem gæti komist í fremstu röð í heiminum ef hann nennir að æfa. Í dag er hann svona eins og lítill Land-Rover,“ segir Guðjón.Davíð Hlíðdal Svansson29 ára markvörðurUppalinn „Besti markvörður deildarinnar en þó ekki nægilega góður til að vera í landsliðinu. Það sem hann hefur fram yfir marga aðra er að hann les leikinn vel og leggur mikla vinnu í andstæðingana. Hann labbar svolítið í hornin og er alveg ótrúlega góður á góðum degi en vantar stöðugleika,“ segir Guðjón.Pálmar Pétursson30 ára markvörðurNýr leikmaður „Hann er stemningsmaður dauðans. Það er synd með Pálmar því þegar ég sá hann fyrst 19 ára gamlan í Val þá var ég sannfærður um það að hann yrði landsliðsmarkvörður og kæmist í alþjóðlegan klassa. Ég held því miður að hann hafi verið of latur til þess að komast þangað. Í dag finnst mér hann vera einn af okkar bestu markvörðum. Hann er ótrúlega mikill stemningskarl og hefur hjálpað liðinu í þeim leikjum þegar Davíð hefur klikkað. Hann mun gera það í vetur,“ segir Guðjón. Gunnar Malmquist Þórsson2,8 mörk að meðaltali19 ára vinstri hornamaðurNýr leikmaður17 mörk í 6 leikjum „Ég hef alltaf verið hrifinn af honum og hann er af þessu Malmquist-kyni að norðan. Hann er mikill baráttujaxl og frábær liðsmaður Hann er afburðahornamaður en þarf kannski að hafa aðeins meiri stjórn á sér í leikjum því hann fer svolítið fram úr sér. Hrikalega mikið talent,“ segir Guðjón. Böðvar Páll ÁsgeirssonVísir/StefánBöðvar Páll Ásgeirsson1,8 mörk að meðaltali19 ára vinstri skyttaUppalinn11 mark í 6 leikjum „Fyrir þremur árum sá ég í honum Mikkel Hansen. Hann hefur verið gríðarlega mikið meiddur. Þessi leikmaður á að vera kominn lengra en hann hefur ekki æft rétt og ekki verið meðhöndlaður rétt. Það er synd því íslenska landsliðið þarf svona leikmann. Það ræðst á næstu tveimur árum hvort hann nær í gegn en hann gæti orðið heimsklassa,“ segir Guðjón.Árni Bragi Eyjólfsson2,3 mörk að meðaltali19 ára hægri hornamaðurUppalinn14 mörk í 6 leikjum „Hann er einn af þeim betri af yngri kynslóðinni í hægra horninu. Hann vantar pínulitla hæð og þyrfti að vera betri í vörn en hann er mjög sterkur af teignum og góður hraðaupphlaupsmaður. Hann er gríðarlega mikið efni,“ segir Guðjón. Ekki gleyma þessum…Birkir Benediktsson18 ára hægri skyttaUppalinn1 mark í 6 leikjum „Þetta er tveggja metra strákur sem ég held að geti alveg orðið hrikalega góður. Það eru líka fleiri á leiðinni upp úr yngri flokkum Aftureldingar,“ segir Guðjón.Einar Andri Einarsson.Vísir/StefánEinar Andri EinarssonþjálfariÁ fyrsta ári með liðið „Ég er hrifinn af Einari Andra. Hann er ungur þjálfari og það sem háði honum hjá FH var að hann þekkti alla leikmennina frá því að þeir voru sex til sjö ára. Nú er hann kominn í annað umhverfi og ég sé hann fyrir mér sem alvöruþjálfara í framtíðinni. Hann er búinn að vinna geysilega gott starf en mér finnst samt að líkamlegi þátturinn hjá þeim gæti verið betri.,“ segir Guðjón.
Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira