Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 21-21 | Magnaður Morkunas Ingvi Þór Sæmundsson í N1-höllinni í Mosfellsbæ skrifar 16. október 2014 14:23 Jóhann Gunnar Einarsson. Vísir/Valli Haukar urðu í kvöld fyrsta liðið til að taka stig af nýliðum Aftureldingar, þegar liðin skildu jöfn, 21-21, í íþróttahúsinu að Varmá í 7. umferð Olís-deildar karla. Haukar voru í kjörstöðu þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum, en Mosfellingar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og tryggðu sér annað stigið á dramatískan hátt. Afturelding er enn á toppi deildarinnar, en forysta þeirra á ÍR er nú þrjú stig. Haukar byrjuðu betur og Árni Steinn Steinþórsson skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. En Mosfellingar náðu fljótlega áttum, spiluðu góða vörn og voru eitraðir í annarri bylgju í hraðaupphlaupum. Fjögur af fimm fyrstu mörkum liðsins komu eftir hraðaupphlaup, hvort sem það var eftir fyrstu eða aðra bylgju. Haukar áttu í miklum vandræðum í sóknarleik sínum. Boltinn gekk of hægt og skyttur liðsins voru of gjarnar á að „stinga niður“. Miklu munaði um að Adam Haukur Baumruk náði sér ekki á strik en hann skoraði ekki mark í fyrri hálfleik og aðeins eitt í þeim síðari. Versti óvinur Hauka í fyrri hálfleik var þó markvörður heimamanna, Davíð Svansson sem fór á kostum. Það sama má segja um kollega hans í Haukamarkinu, Giedrius Morkunas, en þeir vörðu báðir tíu skot í fyrri hálfleiknum. Afturelding náði í þrígang þriggja marka forystu, en heimamönnum gekk illa að hrista gestina af sér. Það virtist hafa tekist undir lok fyrri hálfleiks þegar Mosfellingar leiddu 10-7, en Haukar skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins.Jóhann Jóhannsson var öflugur á lokasprettinum.vísir/valliGestirnir komu svo mjög öflugir til leiks í seinni hálfleik. Morkunas hélt áfram þar sem frá var horfið í fyrri hálfleik, á meðan Davíð gaf aðeins eftir. Litháinn var magnaður í Haukamarkinu í kvöld, en hann varði alls 22 skot, eða 52% af öllum skotum sem hann fékk á sig. Sóknarleikur Hauka batnaði einnig til mikilla muna undir styrkri stjórn Janusar Daða Smárasonar sem átti frábæran leik, líkt og gegn Val í síðustu umferð. Hann spilaði samherja sína vel uppi, oft með glæsilegum sendingum, og tók af skarið þegar þess gerðist þörf. Haukar skoruðu fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiks og náðu mest fjögurra marka forystu, 16-20. Þegar þrjár mínútur voru eftir náðu gestirnir þriggja forskoti, 18-21, með marki Árna Steins og svo virtist sem Haukar ætluðu að vera fyrst liða til að leggja Aftureldingu að velli. En Mosfellingar gáfust ekki upp. Jóhann Gunnar Einarsson minnkaði muninn í tvö mark þegar hann skoraði úr hraðaupphlaupi. Og í næstu sókn Aftureldingar brá Einar Andri Einarsson á það ráð að spila með aukamann í sókninni. Til að gera langa sögu stutta gekk það herbragð upp, en í tvígang opnaðist pláss fyrir Jóhann Jóhannsson sem skoraði tvö síðustu mörk leiksins. Árni Steinn átti tvo skot í lokasókn Hauka sem geiguðu og liðin sættust því á jafnan hlut.Davíð Svansson er ávallt líflegur.vísir/valliDavíð:Fyrsta prófraun í næsta leik Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, átti flottan leik þegar Mosfellingar gerðu jafntefli, 21-21, gegn Haukum í kvöld. „Þetta var mjög spennandi undir lokin, jafnt og mjög skemmtilegt,“ sagði Davíð, en þetta var fyrsta stigið sem Afturelding tapar í vetur. Davíð segir mikilvægt að menn bregðist rétt við í næsta leik. „Ég er búinn að hugsa þetta svolítið upp á síðkastið. Við vissum alveg að við myndum tapa stigum og við eigum örugglega eftir að tapa leik, en okkar fyrsta prófraun verður fyrsti leikur eftir tap eða jafntefli. Við þurfum að æfa vel í vikunni og koma sterkir til baka í næsta leik.“ Afturelding var með undirtökin í fyrri hálfleik, en Haukarnir voru sterkari aðilinn lengst af í þeim síðari. Davíð fannst sínir menn gefa full mikið eftir í vörninni í seinni hálfleik. „Sóknarleikurinn var svolítið stirður í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik fórum við að klikka aðeins í vörninni líka. Mér fannst spilamennskan mjög svipuð hjá okkur allan leikinn, en í seinni hálfleik misstum við aðeins dampinn í vörninni,“ sagði markvörðurinn sem var ánægður með lokasprett Mosfellinga í leiknum, en þeir skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins. „Ég held að þetta sé bara Patta (Patreki Jóhannessyni, þjálfara Hauka) að kenna. Ef ég man rétt byrjaði hann á því að spila með aukamann í sókninni og ég held að þessi hugmynd hafi komið frá honum. Hann verður bara að taka þetta á sig,“ sagði Davíð léttur að lokum.Patrekur Jóhannesson á hliðarlínunni í kvöld.vísir/valliPatrekur:Fengum færin til að klára leikinn Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var ósáttur með að hafa ekki tekið stigin tvö með sér í Hafnarfjörðinn, en Haukar voru þremur mörkum yfir gegn Aftureldingu þegar þrjár mínútur voru eftir. „Við fengum svo sannarlega færin til að klára þennan leik, fengum dauðafæri, hraðaupphlaup, við stigum á línu og við áttum að klára þennan leik. Við vorum sterkari í seinni hálfleik og það er svekkjandi að hafa ekki náð að innbyrða bæði stigin sem við áttum skilið að fá hér í kvöld,“ sagði Patrekur en hvernig fannst honum leikur Haukaliðsins í kvöld? „Þetta var svona leikur sem maður átti von á. Það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik, varnirnar voru sterkar og markverðirnir vörðu vel. Sóknarleikur okkar var frekar stirður en um leið og menn slepptu sér aðeins, fóru í aðgerðirnar með meira sjálfstraust og voru með rétta spennustigið, þá vorum við helvíti góðir. „Það kom miklu betra flot á boltann í seinni hálfleik. En auðvitað voru nokkur atriði ekki í lagi. Adam Haukur (Baumruk) er frábær leikmaður, en hann var bara ekki með í dag og við megum ekkert við því, en þrátt fyrir það hefðum við getað unnið toppliðið í kvöld og við byggjum á því,“ sagði Patrekur sem var að vonum ánægður með Giedrius Morkunas sem spilaði eins og engill í marki Hauka í kvöld. „Þetta er það sem gerði það að verkum að við unnum þrjá titla síðasta vetur. Við vorum með mjög góða markvörslu, þá bestu í deildinni að mér fannst. Giedrius var frábær í fyrra og hann sýndi sitt rétta andlit í kvöld. Ég var mjög ánægður með hann,“ sagði Patrekur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Haukar urðu í kvöld fyrsta liðið til að taka stig af nýliðum Aftureldingar, þegar liðin skildu jöfn, 21-21, í íþróttahúsinu að Varmá í 7. umferð Olís-deildar karla. Haukar voru í kjörstöðu þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum, en Mosfellingar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og tryggðu sér annað stigið á dramatískan hátt. Afturelding er enn á toppi deildarinnar, en forysta þeirra á ÍR er nú þrjú stig. Haukar byrjuðu betur og Árni Steinn Steinþórsson skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. En Mosfellingar náðu fljótlega áttum, spiluðu góða vörn og voru eitraðir í annarri bylgju í hraðaupphlaupum. Fjögur af fimm fyrstu mörkum liðsins komu eftir hraðaupphlaup, hvort sem það var eftir fyrstu eða aðra bylgju. Haukar áttu í miklum vandræðum í sóknarleik sínum. Boltinn gekk of hægt og skyttur liðsins voru of gjarnar á að „stinga niður“. Miklu munaði um að Adam Haukur Baumruk náði sér ekki á strik en hann skoraði ekki mark í fyrri hálfleik og aðeins eitt í þeim síðari. Versti óvinur Hauka í fyrri hálfleik var þó markvörður heimamanna, Davíð Svansson sem fór á kostum. Það sama má segja um kollega hans í Haukamarkinu, Giedrius Morkunas, en þeir vörðu báðir tíu skot í fyrri hálfleiknum. Afturelding náði í þrígang þriggja marka forystu, en heimamönnum gekk illa að hrista gestina af sér. Það virtist hafa tekist undir lok fyrri hálfleiks þegar Mosfellingar leiddu 10-7, en Haukar skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins.Jóhann Jóhannsson var öflugur á lokasprettinum.vísir/valliGestirnir komu svo mjög öflugir til leiks í seinni hálfleik. Morkunas hélt áfram þar sem frá var horfið í fyrri hálfleik, á meðan Davíð gaf aðeins eftir. Litháinn var magnaður í Haukamarkinu í kvöld, en hann varði alls 22 skot, eða 52% af öllum skotum sem hann fékk á sig. Sóknarleikur Hauka batnaði einnig til mikilla muna undir styrkri stjórn Janusar Daða Smárasonar sem átti frábæran leik, líkt og gegn Val í síðustu umferð. Hann spilaði samherja sína vel uppi, oft með glæsilegum sendingum, og tók af skarið þegar þess gerðist þörf. Haukar skoruðu fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiks og náðu mest fjögurra marka forystu, 16-20. Þegar þrjár mínútur voru eftir náðu gestirnir þriggja forskoti, 18-21, með marki Árna Steins og svo virtist sem Haukar ætluðu að vera fyrst liða til að leggja Aftureldingu að velli. En Mosfellingar gáfust ekki upp. Jóhann Gunnar Einarsson minnkaði muninn í tvö mark þegar hann skoraði úr hraðaupphlaupi. Og í næstu sókn Aftureldingar brá Einar Andri Einarsson á það ráð að spila með aukamann í sókninni. Til að gera langa sögu stutta gekk það herbragð upp, en í tvígang opnaðist pláss fyrir Jóhann Jóhannsson sem skoraði tvö síðustu mörk leiksins. Árni Steinn átti tvo skot í lokasókn Hauka sem geiguðu og liðin sættust því á jafnan hlut.Davíð Svansson er ávallt líflegur.vísir/valliDavíð:Fyrsta prófraun í næsta leik Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, átti flottan leik þegar Mosfellingar gerðu jafntefli, 21-21, gegn Haukum í kvöld. „Þetta var mjög spennandi undir lokin, jafnt og mjög skemmtilegt,“ sagði Davíð, en þetta var fyrsta stigið sem Afturelding tapar í vetur. Davíð segir mikilvægt að menn bregðist rétt við í næsta leik. „Ég er búinn að hugsa þetta svolítið upp á síðkastið. Við vissum alveg að við myndum tapa stigum og við eigum örugglega eftir að tapa leik, en okkar fyrsta prófraun verður fyrsti leikur eftir tap eða jafntefli. Við þurfum að æfa vel í vikunni og koma sterkir til baka í næsta leik.“ Afturelding var með undirtökin í fyrri hálfleik, en Haukarnir voru sterkari aðilinn lengst af í þeim síðari. Davíð fannst sínir menn gefa full mikið eftir í vörninni í seinni hálfleik. „Sóknarleikurinn var svolítið stirður í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik fórum við að klikka aðeins í vörninni líka. Mér fannst spilamennskan mjög svipuð hjá okkur allan leikinn, en í seinni hálfleik misstum við aðeins dampinn í vörninni,“ sagði markvörðurinn sem var ánægður með lokasprett Mosfellinga í leiknum, en þeir skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins. „Ég held að þetta sé bara Patta (Patreki Jóhannessyni, þjálfara Hauka) að kenna. Ef ég man rétt byrjaði hann á því að spila með aukamann í sókninni og ég held að þessi hugmynd hafi komið frá honum. Hann verður bara að taka þetta á sig,“ sagði Davíð léttur að lokum.Patrekur Jóhannesson á hliðarlínunni í kvöld.vísir/valliPatrekur:Fengum færin til að klára leikinn Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var ósáttur með að hafa ekki tekið stigin tvö með sér í Hafnarfjörðinn, en Haukar voru þremur mörkum yfir gegn Aftureldingu þegar þrjár mínútur voru eftir. „Við fengum svo sannarlega færin til að klára þennan leik, fengum dauðafæri, hraðaupphlaup, við stigum á línu og við áttum að klára þennan leik. Við vorum sterkari í seinni hálfleik og það er svekkjandi að hafa ekki náð að innbyrða bæði stigin sem við áttum skilið að fá hér í kvöld,“ sagði Patrekur en hvernig fannst honum leikur Haukaliðsins í kvöld? „Þetta var svona leikur sem maður átti von á. Það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik, varnirnar voru sterkar og markverðirnir vörðu vel. Sóknarleikur okkar var frekar stirður en um leið og menn slepptu sér aðeins, fóru í aðgerðirnar með meira sjálfstraust og voru með rétta spennustigið, þá vorum við helvíti góðir. „Það kom miklu betra flot á boltann í seinni hálfleik. En auðvitað voru nokkur atriði ekki í lagi. Adam Haukur (Baumruk) er frábær leikmaður, en hann var bara ekki með í dag og við megum ekkert við því, en þrátt fyrir það hefðum við getað unnið toppliðið í kvöld og við byggjum á því,“ sagði Patrekur sem var að vonum ánægður með Giedrius Morkunas sem spilaði eins og engill í marki Hauka í kvöld. „Þetta er það sem gerði það að verkum að við unnum þrjá titla síðasta vetur. Við vorum með mjög góða markvörslu, þá bestu í deildinni að mér fannst. Giedrius var frábær í fyrra og hann sýndi sitt rétta andlit í kvöld. Ég var mjög ánægður með hann,“ sagði Patrekur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira