Tíska og hönnun

Sagan á bak við beyglutöskuna frægu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Indía Menuez.
Indía Menuez. vísir/getty
Íslenska leikkonan Indía Menuez stal senunni í Chanel-partíi í vikunni með mjög sérstaka beyglutösku. 

Tímaritið Glamour setti hana á topp lista yfir athyglisverðustu lúkk kvöldsins og töldu að taskan væri frá Chanel.

Nú hefur tímaritið birt grein á vefsíðu sinni þar sem kemur fram að taskan sé alls ekki frá Chanel heldur kanadísku listakonunni Chloe Wise. Er beyglutaskan aðeins ein af mörgum töskum sem Chloe hefur gert sem líkjast brauðmeti.

„Þegar Indía sagði mér að hún væri að fara í Chanel-boð og spurði hvort hún mætti fá töskuna lánaða fannst mér það bráðfyndin leið til að setja list og tísku í samhengi og ég sagði já undir eins,“ segir Chloe í samtali við Glamour en Indía hafði setið fyrir í gerviauglýsingu fyrir listakonuna þar sem hún bar töskuna.

Chloe segist bíða spennt eftir viðbrögðum frá Chanel út af töskunni þar sem Chanel-merkið hangir á henni.

„Fólk virðist fíla þessa tösku en er líka ringlað. Ringulreið er frábær.“

Beyglutaskan.
Brauðtaska.
Önnur brauðtaska.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.