Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fjölnir - Njarðvík 86-110 | Öruggur sigur gestanna Dagur Sveinn Dagbjartsson í Dalhúsum skrifar 17. október 2014 18:41 Logi Gunnarsson á fullri ferð gegn Fjölni í kvöld. vísir/valli Njarðvík vann Fjölni með 24 stigum, 110-86, í leik liðanna í annarri umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld, en leikurinn fór fram í Dalhúsum í Grafarvogi. Nýliðar Fjölnis byrjuðu leikinn af krafti. Njarðvík skoraði fyrstu stig leiksins en eftir það var fyrsti leikhluti svo gott sem eign Fjölnismanna. Þeir börðust eins og ljón um hvern einasta bolta. Daron Lee Sims fór mikinn á upphafsmínútunum ásamt því sem Aron Freyr Guðmundsson setti niður þrjár þriggja stiga körfur á fyrstu átta mínútum leiksins. Fjölnismenn leiddu með fjórum stigum þegar 1. leikhluta lauk. Njarðvík vaknaði heldur betur til lífsins í 2. leikhluta. Dustin Salisbery fór fyrir liði Njarðvíkur sem skoraði sjö fyrstu stig leikhlutans. Eftir 12 mínútna leik var Salisbery kominn með 17 af 25 stigum Njarðvíkur. Fjölnir gafst þó ekki upp og var aldrei langt undan.Dustin Salisbury fór mikinn fyrir Grindavík.vísir/valliFjölnismenn reyndu 16 þriggja stiga skot í fyrri hálfleik. Þar fór fremstur í flokki Aron Freyr sem var með fjóra þrista úr sex skotum eftir fyrri hálfleik. Hjörtur Hrafn Einarsson lék mjög vel fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik og var með 6 skot niður í 6 tilraunum. Varla hægt að biðja um meira. Þriðji leikhluti var eign Njarðvíkinga frá upphafi til enda. Þeir byrjuðu gríðarlega grimmir og náðu fljótlega 11 stiga forystu. Varnarleikur liðsins var til fyrirmyndar og það var ljóst að Njarðvíkingar ætluðu að selja sig dýrt, þeir voru komnir að sækja sigur í Grafarvoginn. Fjölnismenn áttu fá svör við gríðarlega góðum varnarleik og hröðum upphlaupum Njarðvíkinga. Fjórði leikhluti náði aldrei að vera spennandi. Gestirnir úr Njarðvík enduðu með að vinna nokkuð þægilegan sigur, þeir fengu gott framlag af bekknum og það virtist engu breyta þó Njarðvík hafi gert miklar breytingar á sínu liði í fjórða leikhluta. Fjölnir komst hvergi lönd né strönd. Lokatölur urðu 86-110. Njarðvík er þar með komið með sinn fyrsta sigur á tímabilinu á meðan Fjölnir hefur mátt þola tvö töp og það tvö nokkuð afgerandi töp. Miðað við þessa byrjun er ljóst að Fjölnir mun eiga erfiðan vetur fyrir höndum. Nýliðarnir eru með litla breidd og þeir þurfa að reiða sig mikið á Daron Sims. Hann sýndi það á köflum að hann er góður leikmaður en það er erfitt fyrir hann að bera uppi sóknarleik Fjölnis nánast einn síns liðs. Njarðvík sýndi hins vegar mátt sinn og megin í síðari hálfleik og er til alls líklegt ef liðið heldur áfram að spila svona vörn og fá auðveldar körfur úr hröðum upphlaupum.vísir/valliLogi: Skiptir ekki máli hver kemur inn á hjá okkur "Við vorum ekki góðir í fyrra hálfleik. Það var lítið flæði í sóknarleik okkar og mér fannst við ekki vera á réttum stöðum í vörninni. Þeir eru með kröftugt lið og við vissum að þeir yrðu hungraðir í sigur á heimavelli. En samt náðum við ekki að byrja eins og við vildum. En við náðum að vinna seinni hálfleik með 20 stigum sem er gott því Fjölnir er gott lið," sagði ánægður Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, að leik loknum. Logi var ánægður með breiddina sem Njarðvík sýndi í þessum leik. "Við erum með breiðan hóp og það er styrkleikinn okkar. Við nýttum það í kvöld þegar fór að draga úr þeirra mönnum sem spila mest. Það skiptir ekki máli hver kemur inn á hjá okkur." Logi sagði sjá mun á liðinu frá því í síðsta leik á móti KR. "Þegar á móti blés hér í kvöld, þá var sjálfstraustið gott. Við héldum áfram. Öfugt við það sem gerðist á móti KR, þá koðnuðum við niður í seinni hálfleik. En hér uppskárum við góðan sigur og það er mjög gott að vinna hér með yfir tuttugu stigum," sagði Logi að lokum.vísir/valliFriðrik Ingi: Við ætlum okkur að verða betri Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ánægður með fyrsta sigur tímabilsins. "Maður á ekki að taka neinu sem sjálfsögðum hlut. Mér fannst Fjölnisliðið spila vel í fyrri hálfleik, hitta vel og mér fannst þeir betri hér en á móti Snæfell. Ég er mjög ánægður með að koma hingað og vinna," sagði Friðrik Ingi og bætti við að hann hafi ekki verið ánægður í hálfleik. "Við vorum reyndar að hitta ágætlega í fyrri hálfleik en mér fannst staðsetning manna ekki nógu góð. Við reyndum að skora menn á hólm svolítið í því og taka meiri ábyrgð. Mér fannst menn svara því ágætlega. Boltahreyfingin í kjölfarið á því fannst mér vera mjög góð. Ég sá alveg jákvæða punkta en við erum alveg meðvitaðir um það að við erum á ákveðinni leið. Við ætlum okkur að verða betri." Dustin Salisbery átti góðan leik hjá Njarðvík, skoraði 37 stig og tók 8 fráköst. Friðrik Ingi var ánægður með sinn mann. "Hann átti fínan leik. Við höfum verið að reyna að koma honum inn í okkar takt og hann var að hitta vel í dag. Ég er kannski ánægðastur með að hann var meira að sækja á körfuna en í öðrum leikjum. Það skapar svo mikið fyrir liðið, kemur meiri hreyfing á andstæðingin. Ég er ánægður með það," sagði glaðbeittur Friðrik Ingi.vísir/valliHjalti Þór: Dómararni voru hlutdrægir Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Fjölnis, var hundfúll þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum eftir leikinn. "Við vorum nokkuð góðir í fyrri hálfleik. Vörnin byrjar aðeins að slakna hjá okkur í 2. leikhluta og þeir fóru nokkuð auðveldlega inn miðjuna hjá okkur. Og mér fannst það vera svolítið svoleiðis út allan leikinn. Við vorum að vorum að treysta of mikið á hjálparvörnina og þeir fengu of auðveldar körfur." "Sóknarlega var flæðið ekki nægilegt. Byrjuðum vel og vorum að láta boltann ganga og svo allt í einu hættum við því. Fórum að hnoða alltof mikið. Og það er eiginlega það sem fór með leikinn," bætti Hjalti Þór við. Hjalti var heldur ekki parsáttur við dómara leiksins. "Við fengum ekki að vinna leikinn. Mér fannst dómararnir hlutdrægir. En það er bara mitt mat. Þeir máttu vera fastir fyrir en við ekki. Þeir dæma á okkur tæknivillur og það er ekki sama hver er," sagði ósáttur þjálfari Fjölnis.Leiklýsing:Leik lokið (86-110): Njarðvík landaði þægilegum 24 stiga sigri og sínum fyrsta á þessari leiktíð. Fjölnir enn án stiga. Umfjöllun og viðtöl koma innan skamms.37. mínúta: Njarðvík er að ganga frá þessum leik og það stefnir allt í að engin spenna verði hér á lokasekúndunum. Það virðist vera alveg sama hver skýtur í liði Njarðvíkur, flest skotin enda ofan í. 78-95 er staðan.34. mínúta: Njarðvík heldur uppteknum hætti. Þjálfarar Njarðvíkur, þeir Friðrik Ingi Rúnarsson og Teitur Örlygsson, rótera liðinu töluvert og hafa ákveðið að gefa lykilmönnum verðskuldaða hvíld. Munurinn er nú 14 stig, 69-83.3. leikhluta lokið (63-80): Með þessu áframhaldi vinna Njarðvíkingar þægilegan sigur. Vörn Njarðvíkur í 3. leikhluta var til fyrirmyndar og leikmenn eins og Logi Gunnarsson og Mirki Virijevic komu sterkir til leiks í síðari hálfleik. Salisbery heldur uppteknum hætti og er með 35 stig. Fjölnir þarf að girða sig í brók ef ekki á illa að fara.28. mínúta: Þrír leikmenn Njarðvíkur komnir með 3 villur, Salisbery, Hjörtur Hrafn og Mirko Virijevic. Tveir hjá Fjölni með 3 villur, Valur Sigurðsson og Árni Hrafnsson. Staðan 57-67.26. mínúta: Gríðarlegur kraftur í Njarðvíkingum. Logi Gunnarsson hefur stigið vel upp og er að skila fínu framlagi, bæði í vörn og sókn. Njarðvík leiðir með 11 stigum, 50-61.24. mínúta: Njarðvík að byrja gríðarlega vel. Komnir með 9 stiga forystu, 48-57. Fjölnir tekur leikhlé.Hálfleikur: Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, hefur látið lítið fyrir sér fara. Hann er með 4 stig og 2 stoðsendingar í hálfleik. Njarðvík þarf á honum að halda ef þeir ætla að fara aftur til Suðurnesja með sigur í farteskinu. Síðari hálfleikur er að hefjast.2. leikhluta lokið (46-49): Njarðvík hafði yfirhöndina í þessum leikhluta. Dustin fór fyrir þeim á fyrstu mínútum leikhlutans en Fjölnir náði þó að hægja á honum um miðbik leikhlutans. Leikurinn er skemmtun fyrir áhorfendur, hraður og nokkuð vel leikinn. Mikið skorað og ljóst að þessi tvö lið eiga enn eftir að slípa varnarleik sinn töluvert ætli þau sér að gera eitthvað í vetur.18. mínúta: Þriggja stiga skyttur liðanna sjóðheitar. Fjölnir er með 55% nýtingu í þriggja stiga skotum og Njarðvík með 50% nýtingu.15. mínúta: Leikurinn hraður og nokkuð vel leikinn þessa stundina. Staðan 34-35 og allt stefnir í einvígi milli Sims (15 stig) og Salisbery (17 stig).12. mínúta: Dustin Salisbery, bakvörður Njarðvíkur, er á góðri leið með að eigna sér þennan leik. Kominn með 17 stig af 25 stigum Njarðvíkur. Gríðarlega öflugur leikmaður. 24-25, Njarðvík í vil.1. leikhluta lokið (24-20): Fjölnismenn byrjuðu leikinn betur og náðu m.a. 9 stiga forskoti. Njarðvík hefur þó lifnað við þegar liðið hefur á leikinn og sýndu áræðni. Allt í járnum ennþá allt stefnir í spennandi leik.10. mínúta: Óli Ragnar Alexandersson, leikmaður Njarðvíkur, fær slæma byltu þegar hann reynir að ná sóknarfrákasti. Stendur þó á fætur og getur gengið af velli. Þetta var svakalegur skellur.8. mínúta: Arnþór Freyr Guðmundsson, leikmaður Fjölnis, sjóðandi heitur og kominn með þrjá þrista eftir átta mínútur. Staðan hins vegar orðin 19-16.5. mínúta: Fjölnismenn heldur betur vaknaðir til lífsins, komust í 13-4. Daron Lee Sims fer fyrir liði Fjölnis og er kominn með 8 stig.3. mínúta: Hjörtur Hrafn byrjar þennan leik af krafti í græna Njarðvíkur búningnum. Skoraði fyrstu stig Njarðvíkur og varði skot í fyrstu sókn Fjölnismanna. Menn eru almennt frekar kaldir á fyrstu mínútunum og staðan 6-2 eftir 3 mínútur.Fyrir leik: 2 mínútur í leik segir Leifur Garðarsson dómariFyrir leik: Vallarþulurinn er byrjaður að kynna liðin en áhorfendur eru fáir enn sem komið er. Vonandi fer fólk að taka við sér og mæta í Dalhúsin. Fyrir leik: 10 mínútur í leik og leikmenn að koma sér í gírinn. Bæði lið eru í leit að sínum fyrsta sigri. Dominos-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Njarðvík vann Fjölni með 24 stigum, 110-86, í leik liðanna í annarri umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld, en leikurinn fór fram í Dalhúsum í Grafarvogi. Nýliðar Fjölnis byrjuðu leikinn af krafti. Njarðvík skoraði fyrstu stig leiksins en eftir það var fyrsti leikhluti svo gott sem eign Fjölnismanna. Þeir börðust eins og ljón um hvern einasta bolta. Daron Lee Sims fór mikinn á upphafsmínútunum ásamt því sem Aron Freyr Guðmundsson setti niður þrjár þriggja stiga körfur á fyrstu átta mínútum leiksins. Fjölnismenn leiddu með fjórum stigum þegar 1. leikhluta lauk. Njarðvík vaknaði heldur betur til lífsins í 2. leikhluta. Dustin Salisbery fór fyrir liði Njarðvíkur sem skoraði sjö fyrstu stig leikhlutans. Eftir 12 mínútna leik var Salisbery kominn með 17 af 25 stigum Njarðvíkur. Fjölnir gafst þó ekki upp og var aldrei langt undan.Dustin Salisbury fór mikinn fyrir Grindavík.vísir/valliFjölnismenn reyndu 16 þriggja stiga skot í fyrri hálfleik. Þar fór fremstur í flokki Aron Freyr sem var með fjóra þrista úr sex skotum eftir fyrri hálfleik. Hjörtur Hrafn Einarsson lék mjög vel fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik og var með 6 skot niður í 6 tilraunum. Varla hægt að biðja um meira. Þriðji leikhluti var eign Njarðvíkinga frá upphafi til enda. Þeir byrjuðu gríðarlega grimmir og náðu fljótlega 11 stiga forystu. Varnarleikur liðsins var til fyrirmyndar og það var ljóst að Njarðvíkingar ætluðu að selja sig dýrt, þeir voru komnir að sækja sigur í Grafarvoginn. Fjölnismenn áttu fá svör við gríðarlega góðum varnarleik og hröðum upphlaupum Njarðvíkinga. Fjórði leikhluti náði aldrei að vera spennandi. Gestirnir úr Njarðvík enduðu með að vinna nokkuð þægilegan sigur, þeir fengu gott framlag af bekknum og það virtist engu breyta þó Njarðvík hafi gert miklar breytingar á sínu liði í fjórða leikhluta. Fjölnir komst hvergi lönd né strönd. Lokatölur urðu 86-110. Njarðvík er þar með komið með sinn fyrsta sigur á tímabilinu á meðan Fjölnir hefur mátt þola tvö töp og það tvö nokkuð afgerandi töp. Miðað við þessa byrjun er ljóst að Fjölnir mun eiga erfiðan vetur fyrir höndum. Nýliðarnir eru með litla breidd og þeir þurfa að reiða sig mikið á Daron Sims. Hann sýndi það á köflum að hann er góður leikmaður en það er erfitt fyrir hann að bera uppi sóknarleik Fjölnis nánast einn síns liðs. Njarðvík sýndi hins vegar mátt sinn og megin í síðari hálfleik og er til alls líklegt ef liðið heldur áfram að spila svona vörn og fá auðveldar körfur úr hröðum upphlaupum.vísir/valliLogi: Skiptir ekki máli hver kemur inn á hjá okkur "Við vorum ekki góðir í fyrra hálfleik. Það var lítið flæði í sóknarleik okkar og mér fannst við ekki vera á réttum stöðum í vörninni. Þeir eru með kröftugt lið og við vissum að þeir yrðu hungraðir í sigur á heimavelli. En samt náðum við ekki að byrja eins og við vildum. En við náðum að vinna seinni hálfleik með 20 stigum sem er gott því Fjölnir er gott lið," sagði ánægður Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, að leik loknum. Logi var ánægður með breiddina sem Njarðvík sýndi í þessum leik. "Við erum með breiðan hóp og það er styrkleikinn okkar. Við nýttum það í kvöld þegar fór að draga úr þeirra mönnum sem spila mest. Það skiptir ekki máli hver kemur inn á hjá okkur." Logi sagði sjá mun á liðinu frá því í síðsta leik á móti KR. "Þegar á móti blés hér í kvöld, þá var sjálfstraustið gott. Við héldum áfram. Öfugt við það sem gerðist á móti KR, þá koðnuðum við niður í seinni hálfleik. En hér uppskárum við góðan sigur og það er mjög gott að vinna hér með yfir tuttugu stigum," sagði Logi að lokum.vísir/valliFriðrik Ingi: Við ætlum okkur að verða betri Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ánægður með fyrsta sigur tímabilsins. "Maður á ekki að taka neinu sem sjálfsögðum hlut. Mér fannst Fjölnisliðið spila vel í fyrri hálfleik, hitta vel og mér fannst þeir betri hér en á móti Snæfell. Ég er mjög ánægður með að koma hingað og vinna," sagði Friðrik Ingi og bætti við að hann hafi ekki verið ánægður í hálfleik. "Við vorum reyndar að hitta ágætlega í fyrri hálfleik en mér fannst staðsetning manna ekki nógu góð. Við reyndum að skora menn á hólm svolítið í því og taka meiri ábyrgð. Mér fannst menn svara því ágætlega. Boltahreyfingin í kjölfarið á því fannst mér vera mjög góð. Ég sá alveg jákvæða punkta en við erum alveg meðvitaðir um það að við erum á ákveðinni leið. Við ætlum okkur að verða betri." Dustin Salisbery átti góðan leik hjá Njarðvík, skoraði 37 stig og tók 8 fráköst. Friðrik Ingi var ánægður með sinn mann. "Hann átti fínan leik. Við höfum verið að reyna að koma honum inn í okkar takt og hann var að hitta vel í dag. Ég er kannski ánægðastur með að hann var meira að sækja á körfuna en í öðrum leikjum. Það skapar svo mikið fyrir liðið, kemur meiri hreyfing á andstæðingin. Ég er ánægður með það," sagði glaðbeittur Friðrik Ingi.vísir/valliHjalti Þór: Dómararni voru hlutdrægir Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Fjölnis, var hundfúll þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum eftir leikinn. "Við vorum nokkuð góðir í fyrri hálfleik. Vörnin byrjar aðeins að slakna hjá okkur í 2. leikhluta og þeir fóru nokkuð auðveldlega inn miðjuna hjá okkur. Og mér fannst það vera svolítið svoleiðis út allan leikinn. Við vorum að vorum að treysta of mikið á hjálparvörnina og þeir fengu of auðveldar körfur." "Sóknarlega var flæðið ekki nægilegt. Byrjuðum vel og vorum að láta boltann ganga og svo allt í einu hættum við því. Fórum að hnoða alltof mikið. Og það er eiginlega það sem fór með leikinn," bætti Hjalti Þór við. Hjalti var heldur ekki parsáttur við dómara leiksins. "Við fengum ekki að vinna leikinn. Mér fannst dómararnir hlutdrægir. En það er bara mitt mat. Þeir máttu vera fastir fyrir en við ekki. Þeir dæma á okkur tæknivillur og það er ekki sama hver er," sagði ósáttur þjálfari Fjölnis.Leiklýsing:Leik lokið (86-110): Njarðvík landaði þægilegum 24 stiga sigri og sínum fyrsta á þessari leiktíð. Fjölnir enn án stiga. Umfjöllun og viðtöl koma innan skamms.37. mínúta: Njarðvík er að ganga frá þessum leik og það stefnir allt í að engin spenna verði hér á lokasekúndunum. Það virðist vera alveg sama hver skýtur í liði Njarðvíkur, flest skotin enda ofan í. 78-95 er staðan.34. mínúta: Njarðvík heldur uppteknum hætti. Þjálfarar Njarðvíkur, þeir Friðrik Ingi Rúnarsson og Teitur Örlygsson, rótera liðinu töluvert og hafa ákveðið að gefa lykilmönnum verðskuldaða hvíld. Munurinn er nú 14 stig, 69-83.3. leikhluta lokið (63-80): Með þessu áframhaldi vinna Njarðvíkingar þægilegan sigur. Vörn Njarðvíkur í 3. leikhluta var til fyrirmyndar og leikmenn eins og Logi Gunnarsson og Mirki Virijevic komu sterkir til leiks í síðari hálfleik. Salisbery heldur uppteknum hætti og er með 35 stig. Fjölnir þarf að girða sig í brók ef ekki á illa að fara.28. mínúta: Þrír leikmenn Njarðvíkur komnir með 3 villur, Salisbery, Hjörtur Hrafn og Mirko Virijevic. Tveir hjá Fjölni með 3 villur, Valur Sigurðsson og Árni Hrafnsson. Staðan 57-67.26. mínúta: Gríðarlegur kraftur í Njarðvíkingum. Logi Gunnarsson hefur stigið vel upp og er að skila fínu framlagi, bæði í vörn og sókn. Njarðvík leiðir með 11 stigum, 50-61.24. mínúta: Njarðvík að byrja gríðarlega vel. Komnir með 9 stiga forystu, 48-57. Fjölnir tekur leikhlé.Hálfleikur: Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, hefur látið lítið fyrir sér fara. Hann er með 4 stig og 2 stoðsendingar í hálfleik. Njarðvík þarf á honum að halda ef þeir ætla að fara aftur til Suðurnesja með sigur í farteskinu. Síðari hálfleikur er að hefjast.2. leikhluta lokið (46-49): Njarðvík hafði yfirhöndina í þessum leikhluta. Dustin fór fyrir þeim á fyrstu mínútum leikhlutans en Fjölnir náði þó að hægja á honum um miðbik leikhlutans. Leikurinn er skemmtun fyrir áhorfendur, hraður og nokkuð vel leikinn. Mikið skorað og ljóst að þessi tvö lið eiga enn eftir að slípa varnarleik sinn töluvert ætli þau sér að gera eitthvað í vetur.18. mínúta: Þriggja stiga skyttur liðanna sjóðheitar. Fjölnir er með 55% nýtingu í þriggja stiga skotum og Njarðvík með 50% nýtingu.15. mínúta: Leikurinn hraður og nokkuð vel leikinn þessa stundina. Staðan 34-35 og allt stefnir í einvígi milli Sims (15 stig) og Salisbery (17 stig).12. mínúta: Dustin Salisbery, bakvörður Njarðvíkur, er á góðri leið með að eigna sér þennan leik. Kominn með 17 stig af 25 stigum Njarðvíkur. Gríðarlega öflugur leikmaður. 24-25, Njarðvík í vil.1. leikhluta lokið (24-20): Fjölnismenn byrjuðu leikinn betur og náðu m.a. 9 stiga forskoti. Njarðvík hefur þó lifnað við þegar liðið hefur á leikinn og sýndu áræðni. Allt í járnum ennþá allt stefnir í spennandi leik.10. mínúta: Óli Ragnar Alexandersson, leikmaður Njarðvíkur, fær slæma byltu þegar hann reynir að ná sóknarfrákasti. Stendur þó á fætur og getur gengið af velli. Þetta var svakalegur skellur.8. mínúta: Arnþór Freyr Guðmundsson, leikmaður Fjölnis, sjóðandi heitur og kominn með þrjá þrista eftir átta mínútur. Staðan hins vegar orðin 19-16.5. mínúta: Fjölnismenn heldur betur vaknaðir til lífsins, komust í 13-4. Daron Lee Sims fer fyrir liði Fjölnis og er kominn með 8 stig.3. mínúta: Hjörtur Hrafn byrjar þennan leik af krafti í græna Njarðvíkur búningnum. Skoraði fyrstu stig Njarðvíkur og varði skot í fyrstu sókn Fjölnismanna. Menn eru almennt frekar kaldir á fyrstu mínútunum og staðan 6-2 eftir 3 mínútur.Fyrir leik: 2 mínútur í leik segir Leifur Garðarsson dómariFyrir leik: Vallarþulurinn er byrjaður að kynna liðin en áhorfendur eru fáir enn sem komið er. Vonandi fer fólk að taka við sér og mæta í Dalhúsin. Fyrir leik: 10 mínútur í leik og leikmenn að koma sér í gírinn. Bæði lið eru í leit að sínum fyrsta sigri.
Dominos-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira