Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2014 10:53 Ný regla sem RÚV hefur sett í undakeppni Eurovision hér á landi segir að helmingur allra laga sem keppa í undanúrslitum verði að vera með konu í höfundarteymi. Friðrik Ómar Hjörleifsson, sem hefur marga fjöruna sopið í Eurovision í gegnum árin, segir regluna vera niðrandi fyrir konur. Friðrik Ómar ræddi nýju regluna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.Click here for an English version. Reglan er númer 14 í reglum Eurovision en þar segir: „RÚV mun leitast við að halda jöfnu kynjaflutfalli meðal höfunda, meðal annars með því að tryggja að fimmtíu prósent þeirra laga sem valin verða til að keppa í undanúrslitum hafi að minnsta kosti eina konu í höfundateymi sínu.“ „Ég skil ekki alveg hverjum þetta á að vera til góða, hvort það sé keppninni eða konum. Ég fatta þetta ekki alveg. Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki.“ Friðrik keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2008 þegar lagið „This is My Life“ hafnaði í fjórtánda sæti keppninnar í Belgrad. Þá var hann í bakraddateymi Íslands árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún hafnaði í 2. sæti keppninnar í Moskvu með lagið „Is it True?“ Hann hefur ekki keppt ´siðan en segist þó renna yfir reglurnar á ári hverju. Þær hafi orðið fyrir mörgum litlum breytingum á milli ára. „Ég les í þetta þannig að þetta eigi að hafa hvetjandi áhrif á konur til þess að taka þátt. Það hlýtur að vera tilgangurinn með þessu. Mér finnst þetta þó alls ekki vera hvetjandi, heldur meira niðrandi í raun fyrir konur. Að þær eigi að komast áfram í keppninni með þessum hætti, finnst mér eiginlega alveg fáránlegt.“ Spurður um hljóðið í tónlistarmönnum og konum vegna breytinganna segir Friðrik Ómar það vera jafnt milli karla og kvenna að finnast reglan ótrúleg. „Það væri gaman að fá svör við því af hverju þetta er komið inn í regluverkið.“ Hann sagði regluna vera lítilækkandi fyrir konur. „Mér finnst það. Þær geta samið frábær lög og þær þurfa ekki einhverjar sérstakar reglur. Þær konur í tónlist sem ég hef heyrt í í dag eru sammála því.“ Eurovision Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Ný regla sem RÚV hefur sett í undakeppni Eurovision hér á landi segir að helmingur allra laga sem keppa í undanúrslitum verði að vera með konu í höfundarteymi. Friðrik Ómar Hjörleifsson, sem hefur marga fjöruna sopið í Eurovision í gegnum árin, segir regluna vera niðrandi fyrir konur. Friðrik Ómar ræddi nýju regluna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.Click here for an English version. Reglan er númer 14 í reglum Eurovision en þar segir: „RÚV mun leitast við að halda jöfnu kynjaflutfalli meðal höfunda, meðal annars með því að tryggja að fimmtíu prósent þeirra laga sem valin verða til að keppa í undanúrslitum hafi að minnsta kosti eina konu í höfundateymi sínu.“ „Ég skil ekki alveg hverjum þetta á að vera til góða, hvort það sé keppninni eða konum. Ég fatta þetta ekki alveg. Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki.“ Friðrik keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2008 þegar lagið „This is My Life“ hafnaði í fjórtánda sæti keppninnar í Belgrad. Þá var hann í bakraddateymi Íslands árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún hafnaði í 2. sæti keppninnar í Moskvu með lagið „Is it True?“ Hann hefur ekki keppt ´siðan en segist þó renna yfir reglurnar á ári hverju. Þær hafi orðið fyrir mörgum litlum breytingum á milli ára. „Ég les í þetta þannig að þetta eigi að hafa hvetjandi áhrif á konur til þess að taka þátt. Það hlýtur að vera tilgangurinn með þessu. Mér finnst þetta þó alls ekki vera hvetjandi, heldur meira niðrandi í raun fyrir konur. Að þær eigi að komast áfram í keppninni með þessum hætti, finnst mér eiginlega alveg fáránlegt.“ Spurður um hljóðið í tónlistarmönnum og konum vegna breytinganna segir Friðrik Ómar það vera jafnt milli karla og kvenna að finnast reglan ótrúleg. „Það væri gaman að fá svör við því af hverju þetta er komið inn í regluverkið.“ Hann sagði regluna vera lítilækkandi fyrir konur. „Mér finnst það. Þær geta samið frábær lög og þær þurfa ekki einhverjar sérstakar reglur. Þær konur í tónlist sem ég hef heyrt í í dag eru sammála því.“
Eurovision Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira