Nýr XIV jepplingur frá SsangYong Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2014 09:15 SsangYong XIV Adventure. S-kóreski bílaframleiðandinn SsangYong er á heilmiklu flugi og á bílasýningunni í París sem nú stendur yfir kynnti fyrirtækið glænýjan bíl, jepplinginn XIV. Hann mun fást í tveimur útfærslum, XIV-Air og XIV-Adventure. Bíllinn hefur verið í þróun frá árinu 2011 en er nú kominn í sína endanlegu útfærslu. Svo virðist sem SsangYong hafi tekist vel til með útlit jepplingsins. Hann fer í sölu í heimalandinu snemma á næsta ári og kemur til Evrópu einhverjum mánuðum seinna, meðal annars til Íslands, en Bílabúð Benna hefur nú hafið sölu á SsangYong bílum eftir nokkurra ára fjarvera þeirra hérlendis. XIV er með 1,6 lítra bensín- eða dísilvél, en ekki hefur verið gefið upp hversu öflugar þær eru. Bílinn má fá með 6 gíra beinskiptingu eða sjálfskiptingu. Eitt af skemmtilegum einkennum á Adventure útfærslu XIV bílsins eru hnausþykkar hvítar leðurólar sem liggja utan á afturhlera bílsins. Eru þær sem afturhvarf til fortíðar gamalla lúxusbíla þar sem afturhlerar voru spenntir niður með leðurólum. Kemur þetta mjög vel út á XIV-bílnum og ljáir honum sérstöðu. SsangYong er fjórði stærsti bílaframleiðandi í S-Kóreu og fagnar í ár 60 ára starfsafmæli sínu. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
S-kóreski bílaframleiðandinn SsangYong er á heilmiklu flugi og á bílasýningunni í París sem nú stendur yfir kynnti fyrirtækið glænýjan bíl, jepplinginn XIV. Hann mun fást í tveimur útfærslum, XIV-Air og XIV-Adventure. Bíllinn hefur verið í þróun frá árinu 2011 en er nú kominn í sína endanlegu útfærslu. Svo virðist sem SsangYong hafi tekist vel til með útlit jepplingsins. Hann fer í sölu í heimalandinu snemma á næsta ári og kemur til Evrópu einhverjum mánuðum seinna, meðal annars til Íslands, en Bílabúð Benna hefur nú hafið sölu á SsangYong bílum eftir nokkurra ára fjarvera þeirra hérlendis. XIV er með 1,6 lítra bensín- eða dísilvél, en ekki hefur verið gefið upp hversu öflugar þær eru. Bílinn má fá með 6 gíra beinskiptingu eða sjálfskiptingu. Eitt af skemmtilegum einkennum á Adventure útfærslu XIV bílsins eru hnausþykkar hvítar leðurólar sem liggja utan á afturhlera bílsins. Eru þær sem afturhvarf til fortíðar gamalla lúxusbíla þar sem afturhlerar voru spenntir niður með leðurólum. Kemur þetta mjög vel út á XIV-bílnum og ljáir honum sérstöðu. SsangYong er fjórði stærsti bílaframleiðandi í S-Kóreu og fagnar í ár 60 ára starfsafmæli sínu.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent