Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 31-22 | HK valtaði yfir Fram Anton Ingi Leifsson í Digranesi skrifar 6. október 2014 18:15 Kristófer Fannar Guðmundsson ver mark Fram. Vísir/Andri Marinó HK vann Fram í botnslag Olís-deildar karla í kvöld, en sterk byrjun heimamanna á síðari hálfleik lagði grunninn að sigrinum. Guðni Már Kristinsson lék á alls oddi fyrir Kópavogsliðið. Leikurinn var mjög jafn nánast allan leikinn, en sterkur kafli undir lok fyrri hálfleiks var lykillinn að því að Kópavogsbúar tóku stigin tvö með sér til búningsherbergja. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik. Liðin héldust að nánast allan fyrri hálfleikinn, en leikurinn var alls ekki mikið fyrir augað. Klaufaleg mistök á báða bóga og varnarleikurinn var ekkert til að hjálpa markvörðunum sem voru einungis komnir með eitt skot varið eftir tíu mínútur í fyrri hálfleik. Eftir stundarfjórðung var staðan jöfn, 7-7 og sex mínútum síðar var hún 11-11. Þá tóku heimamenn við sér og skoruðu næstu tvö mörk og virtust aðeins vera slíta frá sér gestina. Bláklæddir gestirnir voru ekki á sama máli og skoruðu þrjú næstu mörk og leiddu með einu marki í hálfleik, 13-14. Samtals höfðu markmennirnir einungis varið ellefu skot í fyrri hálfleik, en þeir tóku aðeins við sér undir lok fyrir hálfleiks eftir dapra byrjun. Það var forvitnilegt að sjá hvað myndi gerast í síðari hálfleik - en það var viðbúið að það lið sem myndi fá betri markvörslu myndi sigla sigrinum heim, svo jafn var leikurinn. Heimamenn byrjuðu vel í síðari hálfleik og skoruðu þrjú fyrstu mörk síðari hálfeiks og komust tveimur mörkum yfir. Guðlaugi Arnarssyni, þjálfari Fram, var nóg boðið þegar Framarar voru komnir þremur mörkum undir eftir rúmar tíu mínútur í síðari hálfleik og tók leikhlé, en allt annað var að sjá Framara í upphafi síðari hálfleiks en í þeim fyrri. Eftir leikhléið skánuðu hlutirnir ekkert hjá gestunum og þegar stundarfjórðungur var til leiksloka leiddu þeir með sex marka mun, 22-16. HK sigldi svo sigrinum þægilega heim, en lokatölur urðu öruggur níu marka sigur heimamanna, 31-22.Guðni Már Kristinsson var algjörlega frábær hjá gestunum. Guðni spilaði félaga sína vel uppi og skoraði einnig tíu mörk í tíu skotum. Lárus Helgi Ólafsson datt svo í algjöran ham í markinu í síðari hálfleik og endaði með rúmlega 40% markvörslu. Það var eigilega allt að hjá gestunum. Sóknarleikurinn var slakur, varnarleikurinn ekki mikið skárri og markvarslan nákvæmlega engin. Með sigrinum nældu heimamenn í sín fyrstu stig í Olís-deildinni þetta árið og eru því jafnir Fram að stigum eftir leikinn í kvöld.Guðni Már: Verður extra rígur á fimmtudaginn „Þetta var ekki alveg óaðfinnalegur síðari hálfleikur en það gekk ansi margt upp," sagði Guðni Már Kristinsson, leikstjórnandi HK, í leikslok. „Það var aðeins meiri barátta í vörninni í síðari hálfleik og spiluðum sóknirnar til enda. Við vorum alltof bráðir á okkur í fyrri hálfleik og vorum að klúðra færum, en opnuðum vörnina þeirra miklu betur í síðari hálfleik." „Þegar að vörnin smellur þá kemur markvarsla líka og Lalli (Lárus Helgi) stóð eins og klettur þarna fyrir aftan okkur." „Við erum ennþá að spila okkur saman, enda alveg nýtt lið. Við erum að verða betri og betri, en ég þakka liðinu fyrir hversu vel ég spilaði í dag. Engu öðru." „Það er alltaf gaman að spila á móti FH og sérstaklega þegar bróður manns er í liðinu. Það verður extra rígur á fimmtudaginn," sagði Guðni í leikslok.Guðlaugur: Kom mér á óvart hversu lélegir við vorum „Ég er virkilega svekktur með mína menn," sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, í leikslok. „Ég er bara svekktur með allt. Holninguna á liðinu, hvernig við mætum til leiks og auðvitað eru eitthver meiðsli og annað hjá okkur, en það breytir því ekki að við þurfum að mæta almennilega til leiks." „Við vorum að krafla í fyrri hállfeik. Það var meiri töggur í okkur þá en síðari hálfleik, en við erum ekki að spila eins og við ætluðum að spila. HK voru samt að spila vel og unnu okkur sanngjarnt." „Það kom mér á óvart hversu lélegir við vorum í dag," sagði Guðlaugur og bætti við að hann sæi fátt jákvætt við þennan leik. „Það er aðallega innkoma Lúðvíks og Arnars Freys síðustu tíu mínúturnar sem glöddu mig, en þeir komu inn með krafti og þor." „Það er jákvæða við þetta að það er leikur á laugardaginn. Það er leikur á laugardaginn og æfing á morgun og við þurfum bara hreinsa til. Það er hætt við að svona frammistaða komi því við erum með ungt lið, en menn verða að vera tilbúnir að spila eins og þeir eiga að spila og mæta með hausinn í lagi," sagði Guðlaugur í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
HK vann Fram í botnslag Olís-deildar karla í kvöld, en sterk byrjun heimamanna á síðari hálfleik lagði grunninn að sigrinum. Guðni Már Kristinsson lék á alls oddi fyrir Kópavogsliðið. Leikurinn var mjög jafn nánast allan leikinn, en sterkur kafli undir lok fyrri hálfleiks var lykillinn að því að Kópavogsbúar tóku stigin tvö með sér til búningsherbergja. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik. Liðin héldust að nánast allan fyrri hálfleikinn, en leikurinn var alls ekki mikið fyrir augað. Klaufaleg mistök á báða bóga og varnarleikurinn var ekkert til að hjálpa markvörðunum sem voru einungis komnir með eitt skot varið eftir tíu mínútur í fyrri hálfleik. Eftir stundarfjórðung var staðan jöfn, 7-7 og sex mínútum síðar var hún 11-11. Þá tóku heimamenn við sér og skoruðu næstu tvö mörk og virtust aðeins vera slíta frá sér gestina. Bláklæddir gestirnir voru ekki á sama máli og skoruðu þrjú næstu mörk og leiddu með einu marki í hálfleik, 13-14. Samtals höfðu markmennirnir einungis varið ellefu skot í fyrri hálfleik, en þeir tóku aðeins við sér undir lok fyrir hálfleiks eftir dapra byrjun. Það var forvitnilegt að sjá hvað myndi gerast í síðari hálfleik - en það var viðbúið að það lið sem myndi fá betri markvörslu myndi sigla sigrinum heim, svo jafn var leikurinn. Heimamenn byrjuðu vel í síðari hálfleik og skoruðu þrjú fyrstu mörk síðari hálfeiks og komust tveimur mörkum yfir. Guðlaugi Arnarssyni, þjálfari Fram, var nóg boðið þegar Framarar voru komnir þremur mörkum undir eftir rúmar tíu mínútur í síðari hálfleik og tók leikhlé, en allt annað var að sjá Framara í upphafi síðari hálfleiks en í þeim fyrri. Eftir leikhléið skánuðu hlutirnir ekkert hjá gestunum og þegar stundarfjórðungur var til leiksloka leiddu þeir með sex marka mun, 22-16. HK sigldi svo sigrinum þægilega heim, en lokatölur urðu öruggur níu marka sigur heimamanna, 31-22.Guðni Már Kristinsson var algjörlega frábær hjá gestunum. Guðni spilaði félaga sína vel uppi og skoraði einnig tíu mörk í tíu skotum. Lárus Helgi Ólafsson datt svo í algjöran ham í markinu í síðari hálfleik og endaði með rúmlega 40% markvörslu. Það var eigilega allt að hjá gestunum. Sóknarleikurinn var slakur, varnarleikurinn ekki mikið skárri og markvarslan nákvæmlega engin. Með sigrinum nældu heimamenn í sín fyrstu stig í Olís-deildinni þetta árið og eru því jafnir Fram að stigum eftir leikinn í kvöld.Guðni Már: Verður extra rígur á fimmtudaginn „Þetta var ekki alveg óaðfinnalegur síðari hálfleikur en það gekk ansi margt upp," sagði Guðni Már Kristinsson, leikstjórnandi HK, í leikslok. „Það var aðeins meiri barátta í vörninni í síðari hálfleik og spiluðum sóknirnar til enda. Við vorum alltof bráðir á okkur í fyrri hálfleik og vorum að klúðra færum, en opnuðum vörnina þeirra miklu betur í síðari hálfleik." „Þegar að vörnin smellur þá kemur markvarsla líka og Lalli (Lárus Helgi) stóð eins og klettur þarna fyrir aftan okkur." „Við erum ennþá að spila okkur saman, enda alveg nýtt lið. Við erum að verða betri og betri, en ég þakka liðinu fyrir hversu vel ég spilaði í dag. Engu öðru." „Það er alltaf gaman að spila á móti FH og sérstaklega þegar bróður manns er í liðinu. Það verður extra rígur á fimmtudaginn," sagði Guðni í leikslok.Guðlaugur: Kom mér á óvart hversu lélegir við vorum „Ég er virkilega svekktur með mína menn," sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, í leikslok. „Ég er bara svekktur með allt. Holninguna á liðinu, hvernig við mætum til leiks og auðvitað eru eitthver meiðsli og annað hjá okkur, en það breytir því ekki að við þurfum að mæta almennilega til leiks." „Við vorum að krafla í fyrri hállfeik. Það var meiri töggur í okkur þá en síðari hálfleik, en við erum ekki að spila eins og við ætluðum að spila. HK voru samt að spila vel og unnu okkur sanngjarnt." „Það kom mér á óvart hversu lélegir við vorum í dag," sagði Guðlaugur og bætti við að hann sæi fátt jákvætt við þennan leik. „Það er aðallega innkoma Lúðvíks og Arnars Freys síðustu tíu mínúturnar sem glöddu mig, en þeir komu inn með krafti og þor." „Það er jákvæða við þetta að það er leikur á laugardaginn. Það er leikur á laugardaginn og æfing á morgun og við þurfum bara hreinsa til. Það er hætt við að svona frammistaða komi því við erum með ungt lið, en menn verða að vera tilbúnir að spila eins og þeir eiga að spila og mæta með hausinn í lagi," sagði Guðlaugur í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira