Íslenski boltinn

Kassim Doumbia þarf að bíða eftir niðurstöðu til morguns

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kassim Doumbia var ekki sáttur með Kristinn Jakobsson.
Kassim Doumbia var ekki sáttur með Kristinn Jakobsson. Vísir/Andri Marinó
Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands fundar ekki í dag, þriðjudag, eins og vaninn er á sjálfu tímabilinu en margir bíða eftir því hvernig tekið verður á þeim málum sem komu upp í tengslum við úrslitaleik FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla.

Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti það við íþróttadeild 365 í dag að nefndin komi ekki saman fyrr en á morgun en það er ekki talið liggja á niðurstöðunum enda er tímabilið búið og langt í næsta leik.

Dómarinn Kristinn Jakobsson hafði í nóg að snúast í sínum síðasta leik í íslenska fótboltanum en bæði Veigar Páll Gunnarsson og Kassim Doumbia fengu rautt spjald.

Liðsfélagar Kassim Doumbia og fleiri þurftu síðan að halda Malímanninum eftir leik þegar hann ætlaði í Kristinn. Doumbia var þarna að fá sitt annað rauða spjald í sumar og er að öllum líkingum að fara að missa af byrjun næsta tímabils.

Öryggisvörðum í tengslum við leikinn tókst ennfremur ekki að koma í veg fyrir áhorfendur ruku inn á völlinn þegar leikurinn var flautaður af og því geta FH-ingar líka búist við að fá sekt frá Knattspyrnusambandinu.


Tengdar fréttir

Kristinn Jakobsson: Menn þurfa að lifa með þessu

Eitt af síðustu verkum Kristins Jakobssonar sem knattspyrnudómara var að dæma vítaspyrnuna sem tryggði Stjörnunni sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Um áramótin leggur hann flautuna á hilluna fyrir fullt og allt og segist hann sáttur við ákvörðun sína




Fleiri fréttir

Sjá meira


×