Körfubolti

Brynjar: Erum klárir í slaginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
„Við lítum vel út eins og staðan er í dag. Við héldum okkar kjarna að mestu, en misstum reyndar Martin (Hermannsson) og nokkra eldri menn, en við fengum góða leikmenn í staðinn og erum klárir í slaginn,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, í samtali við Guðjón Guðmundsson eftir að spá fyrirliða, þjálfara og formanna liða í Domino's deildum karla og kvenna var kunngjörð.

KR-ingum er spáð titlinum í karlaflokki, en Keflavík í kvennaflokki.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan, en þar er einnig rætt við Friðrik Inga Rúnarsson sem er tekinn við liði Njarðvíkur á nýjan leik.


Tengdar fréttir

Keflvíkingar veðja á rappara sem var rekinn úr skóla Jordan

Bandaríkjamaðurinn William Graves mun spila með karlaliði Keflavíkur í Dominso-deildinni í körfubolta í vetur en hann lék á sínum tíma með hinum virta háskóla University of North Carolina. Keflvíkingar segja frá því á heimasíðu sinni að Graves sé kominn á klakkann.

KR og Keflavík verða Íslandsmeistarar næsta vor

KR og Keflavík var spáð Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta körfuboltanum á árlegum kynningarfundi fyrir Dominos-deildirnar sem haldin var í Laugardalshöllinni í hádeginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×