Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 80-85 | Nýliðarnir byrja á sigri Anton Ingi Leifsson í Ásgarði skrifar 9. október 2014 14:51 Darrel Keith Lewis. Vísir/Valli Nýliðar Tindastóls unnu góðan sigur á Stjörnunni í Ásgarði í kvöld, en leikurinn var afar kaflaskiptur. Stjörnumenn leiddu með sextán stiga mun í hálfleik. Allt annað var uppá teningnum í síðari hálfleik. Hálfleikarnir voru eins og svart og hvítt. Í fyrri hálfleik voru það heimamenn sem börðust um alla bolta og uppskáru eftir því. Dæmið snerist algerlega í síðari hálfleik og endaði leikurinn með sigri nýliðanna eins og fyrr segir, 80-85. Stjörnumenn tóku forystuna strax í upphafi leiks með þrist frá Degi Kár Jónssyni sem átti heldur betur eftir að koma meira við sögu. Heimamenn voru mun grimmari í fyrsta leikhluta og ákveðnari í öllum sínum aðgerðum heldur gestirnir, en þeir leiddu með sjö stigum eftir fyrsta leikhlutann, 27-20. Áfram gakk héldu Stjörnumenn í öðrum leikhluta. Þeir dreyfðu álaginu og voru eftir fimm mínútur í öðrum leikhluta komnir með sautján stiga forystu, 37-20. Maður hafði gengið að þeim gildum að gestirnir myndu mæta á hvern einasta bolta og berjast um hann, en svo var ekki raunin í fyrri hálfleik. Stjörnumenn voru mun grimmari, en þeir leiddu í hálfleik með 16 stiga mun; 46-30. Varnarleikur gestanna var ekki til útflutnings og þeir leyfðu áðurnefndum Degi Kár að leika lausum hala, en hann var kominn með átján stig í hálfleik. Marin Valdimarsson (8 stig) og Justin Shouse (7 stig) voru einnig að spila vel í fyrri hálfleiknum. Í þriðja leikhluta virtust Stjörnumenn ætla halda uppteknum hætti, en um miðjan leikhluta tóku gestirnir við sér og breyttu stöðunni úr 59-40 í 59-52. Þá tók Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé og benti sínum mönnum líklega á það að það væri ekki hægt að slaka á. Staðan eftir þriðja leikhluta var svo 62-58 heimamönnum í vil. Það var allt annað að sjá til gestana í síðari hálfleik, en þeir héldu í við Stjörnuna í fjórða og síðast leikhlutanum. Það var mikil dramatík fram á síðustu sekúndu leiksins, en miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist bjóst enginn við eins spennandi lokasekúndum og raun bar vitni. Tindastóll komst í fyrsta skipti yfir þegar þrjár mínútur voru eftir og létu þá forystu ekki af hendi og unnu að lokum fimm stiga sigur, 85-80. Dagur Kár Jónsson spilaði afskaplega vel í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik skoraði hann einungis eitt stig og það var ein ástæða þess að Stjarnan náði ekki að innbyrða sigur. Justin Shouse og Jarrid Frye skoruðu báðir átján stig fyrir Stjörnuna. Myron Dempsey spilaði vel fyrir gestina, en hann skoraði 22 stig og tók tíu fráköst. Helgi Rafn Viggósson skoraði átján stig og nafni hans Margeirsson fimmtán stig. Ungi leikstjórandinn, Pétur Birgisson spilaði liðsfélaga sína vel uppi, en hann gaf alls sjö stoðsendingar.Helgi Rafn: Var erfitt að koma sér upp um gír „Við tökum fagnandi stigunum tveimur. Þetta var ótrúlegur leikur," sagði Helgi Rafn Viggósson, stigahæsti Íslendingur Tindastóls, í leiknum í kvöld. „Við vorum 20 stigum undir í hálfleik, en vinnum samt leikinn. Þetta var gríðarlega góð vörn sem við spiluðum í síðari hálfleik og ég er gríðarlega ánægður með liðið." „Við þurftum að koma okkur upp um gír þarna í fyrri hálfleik og það var erfitt," sagði Helgi Rafn hlægjandi, en hann segir að ferðalagið hafi ekki verið erfitt. „Þetta var bara fyrsti leikur. Smá spenningur í mönnum og menn að koma sér í gírinn. Þetta verður langt og strangt mót, en þetta verður bara gaman." „Varnarleikurinn gefur gæfumuninn í síðari hálfleik. Að halda þessu frábæra liði Stjörnunnar í 80 stigum er mjög gott og þetta var flottur liðssigur." „Mér líst mjög vel á veturinn. Breiddin er gríðarlega góð. Blandan er góð af ungum leikmönnum og þeim eldri eins og mér. Þetta á vonandi eftir að ganga bara vel," sagði Helgi Rafn glaður í leikslok.Kjartan: Þetta er bara fyrsti leikurinn af 22 „Helsti munurinn á hálfleikunum var það að í fyrri hálfleik vorum við að stökkva á lausu boltana og vinna frákastabaráttuna, en í síðari hálfleik misstum við taktinn," sagði Kjartan Atli Kjartansson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, í leikslok. „Þeir voru farnir að ná sóknarfráköstunum og þetta er svo fljótt að breytast í körfubolta." „Stundum þegar við lendum í mótlæti þá byrjum við að pæla alltof mikið í eitthverjum neikvæðum hlutum. Þetta var ekki værukærð." „Þeir fengu mómentið með sér og spiluðu vel. Þeir hittu einnig vel og því fór sem fór." „Við tökum það jákvæða úr þessu. Þetta er bara fyrsti leikurinn af 22 og tveir kílómetrar fyrir maraþonhlaupara og 50 cm fyrir 100 metra hlaupara." „Það er 95% eftir af þessu og þetta mjattlast hægt og rólega áfram," sagði Kjartan Atli í leikslok.Leik lokið (80-85): Magnaður sigur Stólana.39. mínúta (80-83): Fimmtán sekúndur eftir og Stjarnan með boltann.39. mínúta (80-82): Þristur frá Frye og við erum að tala um að það er 21 sekúnda eftir. Gestirnir eru með boltann og karfa í þessari sókn fer langleiðina með að tryggja þeim sigur.39. mínúta (77-82): Fimm stiga forysta þegar 30 sekúndur eru eftir.39. mínúta (77-80): Við erum komnir á síðustu mínútuna. Rosaleg spenna og Tindastóll á tvö víti.38. mínúta (77-80): Gestirnir leiða með þremur stigum og tvær mínútur eftir. Reikistefna við ritaraborðið.37. mínúta (74-76): Riiiiiiisa þristur frá Helga Frey og hann kemur Tindastól yfir í fyrsta skipti í leiknum.35. mínúta (74-73): Liðin skora á vígsl og spennan heldur áfram.34. mínúta (70-69): Komiði sæl og blessuð. Þvílík spenna!!33. mínúta(68-63): Sjö mínútur eftir og fimm stiga forysta.31. mínúta (64-63): Vá. Við erum með leik. Helgi Freyr bombar þrist fyrir gestina.Þriðja leikhluta lokið (62-58): Jahá! Við erum komin með leik hérna í Ásgarði. Hiti í þjálfurunum. Þannig á þetta að vera. Magnaður leikhluti hjá gestunum, en þeir unnu leikhlutann 28-16.29. mínúta (62-54): Shouse með þrist, en Dempsey svarar með flottu sniðskoti.28. mínúta (59-52): Hvað er í gangi?? Munurinn orðinn sjö stig. Darrel Lewis tók tvo þrista í röð.26. mínúta (59-46): Sex stig í röð í boði Tindastóls. Þeir eru að koma sér aftur inn í þetta og Myron Dempsey henti bara í eina troðslu til þess að kveikja aðeins í sínum mönnum. Svona á þetta að vera!25. mínúta (59-40): Sóknarleikurinn aðeins betri hjá gestunum þessa stundina. Heimamenn hins vegar enn með góða forystu og Justin var að henda niður þrist eftir stoðsendingu frá Frye. Fimmta stoðsoðsending hans í dag.23. mínúta (54-34): Heimamenn enn með góða forystu eða fyrir þá sem eru slæmir í reikingi leiða þeir með 20 stiga mun.21. mínúta (48-30): Hvað gera gestirnir í síðari hálfleik? Bíta þeir frá sér? Marvin fyrstur á blað í seinni eftir lagleg tilþrif.Hálfleikur (46-30): Stjörnumenn mun grimmari og ef þeir skjóta og klikka þá taka þeir bara frákastið líka. Vantar allt stál í gestina og Dagur Kár lokar frábærum fyrri hálfleik sínum með einum þrist. Það er svo vel við hæfi, en drengurinn verið frábær í fyrri hálfleik.17. mínúta (39-23): Gestirnir eru að reyna full mikið af þriggja stiga skotum fyrir minn smekk. Það er eins og þeir ætli að skora fleiri stig í hverri sókn en þeir geta. Óskynsemi.15. mínúta(37-20): Já góða kvöldið. Dagur Kár með fáranlega flott tilþrif og það er óeðlilegt ef gjaldkeri Stjörnunnar er ekki að rukka meira inná þessa sýningu hjá stráknum. Sautján stiga munur og Stólarnir gjörsamlega týndir.14. mínúta (35-20): Ágúst Angantýsson kominn með þrjár villur í liði Stjörnunnar. Heimamenn virðiast bara vera léttari á sér, en þeir eru að spila afskaplega góðan varnarleik þessa stundina. Sigurður Dagur Sturluson kemur inná og setur þrist. Stúkan tekur við sér - þetta er allt Stjörnunni í hag þessa stundina.12. mínúta (29-20): Vá. Þetta var fallegt. Tómas Þórður Hilmarsson blokkar Darrel Flake allsvakalega! Enn virka heimamenn aðeins sterkari. Eru að spila góða vörn þessa stundina.Fyrsta leikhluta lokið (27-20): Sjö stiga forystu Stjörnumanna eftir fyrsta leikhluta. Dagur Kár hefur leikið á alls oddi og er kominn með ellefu stig. Justin er einnig með sex stig, en stigahæstir hjá Tindastól eru þeir Ingvi Rafn og Myron Dempsey með fimm stig.9. mínúta (25-17): Jarrid setur niður sín fyrstu stig í dag og munurinn átta stig. Hrafn Kristjánsson vill meina að einn sinna leikmanna hafi verið olnbogaður, en dómararnir ekki á sama máli.7. mínúta (21-15): Stjörnumenn klikka tveimur þristum í röð og Flake setur niður þrist fyrir gestina. Dagur Kár heldur bara áfram að hitta fyrir Stjörnuna og Stólarnir taka leikhlé. Fimm stiga munur þegar þrjár mínútur eru eftir af fyrsta leikhluta.6. mínúta (16-11): Marin setur niður tvö víti, en Ingvi hendir niður þrist fyrir Stólana og jafnar. Dagur Kár heldur uppteknum hætti og setur nður þrist. Virkar í fantaformi strákurinn.4. mínúta (9-8): Heimamenn eru að byrja betur. Shouse og Dagur Kár virka frískir.2. mínúta (3-2): Dagur Kár er fyrstur á blað og hann hendir niður grjóthörðum þrist. Myron svarar fyrir Stólana með tveggja stiga körfu, en Shouse er flinkur og setur niður fallegt sniðskot.1. mínúta (0-0): Þetta er byrjað!Fyrir leik: Samkvæmt töflunni eru nákvæmlega tíu mínútur í leikinn þegar þetta er skrifað. Þetta er að skella á kæru lesendur!Fyrir leik: Ég er búinn að undirbúa mig vel fyrir þennan fyrsta dag í Dominos-deildinni. Skellti mér í sund áðan þar sem ég tók 500 metrana á mettíma, kom svo við á Serrano og greip með mér eina vefju. Þetta er bara dæmt til þess að verða góður leikur!Fyrir leik: Bæði lið eru þessa stundina að drita skotum á körfuna. Menn að gíra sig upp í leikinn hver á sinn hátt. Góð vítanýting í gangi hjá Stjörnunni í upphitun.Fyrir leik: Dómaratríóið í dag er skipað þeim Rögnvaldi Hreiðarssyni, Jóni Bender og Davíð Kristjáni Hreiðarssyni. Vonandi vegnar þeim vel í dag.Fyrir leik: Eins og stendur hér fyrir ofan eru bæði lið með nýja þjálfara. Hrafn Kristjánsson stýrir Stjörnunni í sínum fyrsta leik, en Hrafn gerði áður garðinn frægan hjá KR. Hjá Stólunum er það Israel Martin sem er mættur í stjórastólinn, en Martin er frá Spáni. Hann þjálfaði meðal annars áður í Kósóvó.Fyrir leik: Stjörnunni er spáð þriðja sæti, en nýliðum Tindastóls er spáð mikilli velgengi - eða því þriðja.Fyrir leik: Sæl og blessuð kæru lesendur og verið velkomin með Boltavaktinni í Ásgarð. Hér eru nýliðar Tindastóls í heimsókn. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira
Nýliðar Tindastóls unnu góðan sigur á Stjörnunni í Ásgarði í kvöld, en leikurinn var afar kaflaskiptur. Stjörnumenn leiddu með sextán stiga mun í hálfleik. Allt annað var uppá teningnum í síðari hálfleik. Hálfleikarnir voru eins og svart og hvítt. Í fyrri hálfleik voru það heimamenn sem börðust um alla bolta og uppskáru eftir því. Dæmið snerist algerlega í síðari hálfleik og endaði leikurinn með sigri nýliðanna eins og fyrr segir, 80-85. Stjörnumenn tóku forystuna strax í upphafi leiks með þrist frá Degi Kár Jónssyni sem átti heldur betur eftir að koma meira við sögu. Heimamenn voru mun grimmari í fyrsta leikhluta og ákveðnari í öllum sínum aðgerðum heldur gestirnir, en þeir leiddu með sjö stigum eftir fyrsta leikhlutann, 27-20. Áfram gakk héldu Stjörnumenn í öðrum leikhluta. Þeir dreyfðu álaginu og voru eftir fimm mínútur í öðrum leikhluta komnir með sautján stiga forystu, 37-20. Maður hafði gengið að þeim gildum að gestirnir myndu mæta á hvern einasta bolta og berjast um hann, en svo var ekki raunin í fyrri hálfleik. Stjörnumenn voru mun grimmari, en þeir leiddu í hálfleik með 16 stiga mun; 46-30. Varnarleikur gestanna var ekki til útflutnings og þeir leyfðu áðurnefndum Degi Kár að leika lausum hala, en hann var kominn með átján stig í hálfleik. Marin Valdimarsson (8 stig) og Justin Shouse (7 stig) voru einnig að spila vel í fyrri hálfleiknum. Í þriðja leikhluta virtust Stjörnumenn ætla halda uppteknum hætti, en um miðjan leikhluta tóku gestirnir við sér og breyttu stöðunni úr 59-40 í 59-52. Þá tók Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé og benti sínum mönnum líklega á það að það væri ekki hægt að slaka á. Staðan eftir þriðja leikhluta var svo 62-58 heimamönnum í vil. Það var allt annað að sjá til gestana í síðari hálfleik, en þeir héldu í við Stjörnuna í fjórða og síðast leikhlutanum. Það var mikil dramatík fram á síðustu sekúndu leiksins, en miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist bjóst enginn við eins spennandi lokasekúndum og raun bar vitni. Tindastóll komst í fyrsta skipti yfir þegar þrjár mínútur voru eftir og létu þá forystu ekki af hendi og unnu að lokum fimm stiga sigur, 85-80. Dagur Kár Jónsson spilaði afskaplega vel í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik skoraði hann einungis eitt stig og það var ein ástæða þess að Stjarnan náði ekki að innbyrða sigur. Justin Shouse og Jarrid Frye skoruðu báðir átján stig fyrir Stjörnuna. Myron Dempsey spilaði vel fyrir gestina, en hann skoraði 22 stig og tók tíu fráköst. Helgi Rafn Viggósson skoraði átján stig og nafni hans Margeirsson fimmtán stig. Ungi leikstjórandinn, Pétur Birgisson spilaði liðsfélaga sína vel uppi, en hann gaf alls sjö stoðsendingar.Helgi Rafn: Var erfitt að koma sér upp um gír „Við tökum fagnandi stigunum tveimur. Þetta var ótrúlegur leikur," sagði Helgi Rafn Viggósson, stigahæsti Íslendingur Tindastóls, í leiknum í kvöld. „Við vorum 20 stigum undir í hálfleik, en vinnum samt leikinn. Þetta var gríðarlega góð vörn sem við spiluðum í síðari hálfleik og ég er gríðarlega ánægður með liðið." „Við þurftum að koma okkur upp um gír þarna í fyrri hálfleik og það var erfitt," sagði Helgi Rafn hlægjandi, en hann segir að ferðalagið hafi ekki verið erfitt. „Þetta var bara fyrsti leikur. Smá spenningur í mönnum og menn að koma sér í gírinn. Þetta verður langt og strangt mót, en þetta verður bara gaman." „Varnarleikurinn gefur gæfumuninn í síðari hálfleik. Að halda þessu frábæra liði Stjörnunnar í 80 stigum er mjög gott og þetta var flottur liðssigur." „Mér líst mjög vel á veturinn. Breiddin er gríðarlega góð. Blandan er góð af ungum leikmönnum og þeim eldri eins og mér. Þetta á vonandi eftir að ganga bara vel," sagði Helgi Rafn glaður í leikslok.Kjartan: Þetta er bara fyrsti leikurinn af 22 „Helsti munurinn á hálfleikunum var það að í fyrri hálfleik vorum við að stökkva á lausu boltana og vinna frákastabaráttuna, en í síðari hálfleik misstum við taktinn," sagði Kjartan Atli Kjartansson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, í leikslok. „Þeir voru farnir að ná sóknarfráköstunum og þetta er svo fljótt að breytast í körfubolta." „Stundum þegar við lendum í mótlæti þá byrjum við að pæla alltof mikið í eitthverjum neikvæðum hlutum. Þetta var ekki værukærð." „Þeir fengu mómentið með sér og spiluðu vel. Þeir hittu einnig vel og því fór sem fór." „Við tökum það jákvæða úr þessu. Þetta er bara fyrsti leikurinn af 22 og tveir kílómetrar fyrir maraþonhlaupara og 50 cm fyrir 100 metra hlaupara." „Það er 95% eftir af þessu og þetta mjattlast hægt og rólega áfram," sagði Kjartan Atli í leikslok.Leik lokið (80-85): Magnaður sigur Stólana.39. mínúta (80-83): Fimmtán sekúndur eftir og Stjarnan með boltann.39. mínúta (80-82): Þristur frá Frye og við erum að tala um að það er 21 sekúnda eftir. Gestirnir eru með boltann og karfa í þessari sókn fer langleiðina með að tryggja þeim sigur.39. mínúta (77-82): Fimm stiga forysta þegar 30 sekúndur eru eftir.39. mínúta (77-80): Við erum komnir á síðustu mínútuna. Rosaleg spenna og Tindastóll á tvö víti.38. mínúta (77-80): Gestirnir leiða með þremur stigum og tvær mínútur eftir. Reikistefna við ritaraborðið.37. mínúta (74-76): Riiiiiiisa þristur frá Helga Frey og hann kemur Tindastól yfir í fyrsta skipti í leiknum.35. mínúta (74-73): Liðin skora á vígsl og spennan heldur áfram.34. mínúta (70-69): Komiði sæl og blessuð. Þvílík spenna!!33. mínúta(68-63): Sjö mínútur eftir og fimm stiga forysta.31. mínúta (64-63): Vá. Við erum með leik. Helgi Freyr bombar þrist fyrir gestina.Þriðja leikhluta lokið (62-58): Jahá! Við erum komin með leik hérna í Ásgarði. Hiti í þjálfurunum. Þannig á þetta að vera. Magnaður leikhluti hjá gestunum, en þeir unnu leikhlutann 28-16.29. mínúta (62-54): Shouse með þrist, en Dempsey svarar með flottu sniðskoti.28. mínúta (59-52): Hvað er í gangi?? Munurinn orðinn sjö stig. Darrel Lewis tók tvo þrista í röð.26. mínúta (59-46): Sex stig í röð í boði Tindastóls. Þeir eru að koma sér aftur inn í þetta og Myron Dempsey henti bara í eina troðslu til þess að kveikja aðeins í sínum mönnum. Svona á þetta að vera!25. mínúta (59-40): Sóknarleikurinn aðeins betri hjá gestunum þessa stundina. Heimamenn hins vegar enn með góða forystu og Justin var að henda niður þrist eftir stoðsendingu frá Frye. Fimmta stoðsoðsending hans í dag.23. mínúta (54-34): Heimamenn enn með góða forystu eða fyrir þá sem eru slæmir í reikingi leiða þeir með 20 stiga mun.21. mínúta (48-30): Hvað gera gestirnir í síðari hálfleik? Bíta þeir frá sér? Marvin fyrstur á blað í seinni eftir lagleg tilþrif.Hálfleikur (46-30): Stjörnumenn mun grimmari og ef þeir skjóta og klikka þá taka þeir bara frákastið líka. Vantar allt stál í gestina og Dagur Kár lokar frábærum fyrri hálfleik sínum með einum þrist. Það er svo vel við hæfi, en drengurinn verið frábær í fyrri hálfleik.17. mínúta (39-23): Gestirnir eru að reyna full mikið af þriggja stiga skotum fyrir minn smekk. Það er eins og þeir ætli að skora fleiri stig í hverri sókn en þeir geta. Óskynsemi.15. mínúta(37-20): Já góða kvöldið. Dagur Kár með fáranlega flott tilþrif og það er óeðlilegt ef gjaldkeri Stjörnunnar er ekki að rukka meira inná þessa sýningu hjá stráknum. Sautján stiga munur og Stólarnir gjörsamlega týndir.14. mínúta (35-20): Ágúst Angantýsson kominn með þrjár villur í liði Stjörnunnar. Heimamenn virðiast bara vera léttari á sér, en þeir eru að spila afskaplega góðan varnarleik þessa stundina. Sigurður Dagur Sturluson kemur inná og setur þrist. Stúkan tekur við sér - þetta er allt Stjörnunni í hag þessa stundina.12. mínúta (29-20): Vá. Þetta var fallegt. Tómas Þórður Hilmarsson blokkar Darrel Flake allsvakalega! Enn virka heimamenn aðeins sterkari. Eru að spila góða vörn þessa stundina.Fyrsta leikhluta lokið (27-20): Sjö stiga forystu Stjörnumanna eftir fyrsta leikhluta. Dagur Kár hefur leikið á alls oddi og er kominn með ellefu stig. Justin er einnig með sex stig, en stigahæstir hjá Tindastól eru þeir Ingvi Rafn og Myron Dempsey með fimm stig.9. mínúta (25-17): Jarrid setur niður sín fyrstu stig í dag og munurinn átta stig. Hrafn Kristjánsson vill meina að einn sinna leikmanna hafi verið olnbogaður, en dómararnir ekki á sama máli.7. mínúta (21-15): Stjörnumenn klikka tveimur þristum í röð og Flake setur niður þrist fyrir gestina. Dagur Kár heldur bara áfram að hitta fyrir Stjörnuna og Stólarnir taka leikhlé. Fimm stiga munur þegar þrjár mínútur eru eftir af fyrsta leikhluta.6. mínúta (16-11): Marin setur niður tvö víti, en Ingvi hendir niður þrist fyrir Stólana og jafnar. Dagur Kár heldur uppteknum hætti og setur nður þrist. Virkar í fantaformi strákurinn.4. mínúta (9-8): Heimamenn eru að byrja betur. Shouse og Dagur Kár virka frískir.2. mínúta (3-2): Dagur Kár er fyrstur á blað og hann hendir niður grjóthörðum þrist. Myron svarar fyrir Stólana með tveggja stiga körfu, en Shouse er flinkur og setur niður fallegt sniðskot.1. mínúta (0-0): Þetta er byrjað!Fyrir leik: Samkvæmt töflunni eru nákvæmlega tíu mínútur í leikinn þegar þetta er skrifað. Þetta er að skella á kæru lesendur!Fyrir leik: Ég er búinn að undirbúa mig vel fyrir þennan fyrsta dag í Dominos-deildinni. Skellti mér í sund áðan þar sem ég tók 500 metrana á mettíma, kom svo við á Serrano og greip með mér eina vefju. Þetta er bara dæmt til þess að verða góður leikur!Fyrir leik: Bæði lið eru þessa stundina að drita skotum á körfuna. Menn að gíra sig upp í leikinn hver á sinn hátt. Góð vítanýting í gangi hjá Stjörnunni í upphitun.Fyrir leik: Dómaratríóið í dag er skipað þeim Rögnvaldi Hreiðarssyni, Jóni Bender og Davíð Kristjáni Hreiðarssyni. Vonandi vegnar þeim vel í dag.Fyrir leik: Eins og stendur hér fyrir ofan eru bæði lið með nýja þjálfara. Hrafn Kristjánsson stýrir Stjörnunni í sínum fyrsta leik, en Hrafn gerði áður garðinn frægan hjá KR. Hjá Stólunum er það Israel Martin sem er mættur í stjórastólinn, en Martin er frá Spáni. Hann þjálfaði meðal annars áður í Kósóvó.Fyrir leik: Stjörnunni er spáð þriðja sæti, en nýliðum Tindastóls er spáð mikilli velgengi - eða því þriðja.Fyrir leik: Sæl og blessuð kæru lesendur og verið velkomin með Boltavaktinni í Ásgarð. Hér eru nýliðar Tindastóls í heimsókn.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira