Íslendingar í heimsmetsslætti Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2014 09:05 Magnús, Isabella og Alexandra í rafbílaakstrinum. Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon sem byggir kísilverksmiðjuna í Helguvík, var í hópi mörg hundruð ökumanna sem komust í dag í heimsmetabók Guinnes fyrir lengstu samfelldu röð rafbíla sem nokkurn tímann hefur ekið saman. Alls óku yfir 220 rafbílar í bílalest yfir Eyrarsundsbrúna frá Malmö til Kaupmannahafnar í dag og slógu heimsmetið sem var 100 rafbílar samfellt og var sett í Japan árið 2010. ,,Það var sannarlega skemmtilegt að taka þátt í þessum merka viðburði. Það var gríðarlegur áhugi á þessu meðal rafbílaeigenda í Danmörku og Svíþjóð. Danskir rafbílaeigendur hittust í Kaupmannahöfn og óku yfir til Malmö þar sem við hittum sænska rafbílaeigendur sem þar voru samankomnir. Síðan ók allur rafbílaflotinn saman yfir Eyrarsundsbrúna til Kaupmannahafnar. Þetta var sannarlega flottur bílafloti og við fengum mjög mikla athygli bæði í Danmörku og Svíþjóð fyrir þetta framtak,” segir Magnús sem er búsettur í Kaupmannahöfn. Dætur Magnúsar, þær Isabella og Alexandra, voru með föður sínum í heimsmetsakstrinum í dag. Magnús keyrir Tesla Model S rafbíl sem hann pantaði í apríl 2009 og fékk loks afhentan í október á síðasta ári. Magnús er að vonum hæstánægður með Tesluna. Alls 45 Teslur tóku þátt í heimsmetsakstrinum í dag. Aðspurður segir Magnús að íslensk stjórnvöld ættu að leggja miklu meiri áherslu á að styðja við rafbílavæðingu á Íslandi. ,,Þetta myndi spara þjóðarbúinu milljarða í olíuinnflutning og gera Ísland "sjálfkeyrandi" innan nokkurra ára um leið og bíleigendur fá betra tækifæri í skipta yfir í rafmagnsbíl. Raforkan er ódýr á Íslandi þannig að bíleigendur geta sparað tugi milljarða á ári með því að skipta yfir í rafbíl. Svo eru rafbílar orðnir betri, flottari, kraftmeiri og rúmbetri en langflestir bensín- og dísilbílar sem til eru í dag,” segir Magnús. ,,Þó svo nokkrar gerðir rafbíla standi fólki til boða á Íslandi í dag er langt í land með að Íslendingar nái þeim árangri sem lagt var upp með og nágrannalönd okkar hafa náð. Verðið á rafbílum er hlutfallslega hátt miðað við aðra kosti sem í boði eru á bílamarkaðnum. Þá þarf að bæta mikið aðstöðu fyrir rafbíla á Íslandi. Þetta hefur svo sem mjakast eilítið áfram en betur má ef duga skal. Stjórnvöld þurfa að stíga upp og styðja betur við rafbílavæðinguna og sjá til þess að það verði auðveldari kostur fyrir Íslendinga að eignast rafbíla. Það kostar alltaf meira að kaupa nýja tækni og þess vegan þarf að gefa fólki möguleika að taka þátt frá byrjun” segir Magnús ennfremur. Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent
Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon sem byggir kísilverksmiðjuna í Helguvík, var í hópi mörg hundruð ökumanna sem komust í dag í heimsmetabók Guinnes fyrir lengstu samfelldu röð rafbíla sem nokkurn tímann hefur ekið saman. Alls óku yfir 220 rafbílar í bílalest yfir Eyrarsundsbrúna frá Malmö til Kaupmannahafnar í dag og slógu heimsmetið sem var 100 rafbílar samfellt og var sett í Japan árið 2010. ,,Það var sannarlega skemmtilegt að taka þátt í þessum merka viðburði. Það var gríðarlegur áhugi á þessu meðal rafbílaeigenda í Danmörku og Svíþjóð. Danskir rafbílaeigendur hittust í Kaupmannahöfn og óku yfir til Malmö þar sem við hittum sænska rafbílaeigendur sem þar voru samankomnir. Síðan ók allur rafbílaflotinn saman yfir Eyrarsundsbrúna til Kaupmannahafnar. Þetta var sannarlega flottur bílafloti og við fengum mjög mikla athygli bæði í Danmörku og Svíþjóð fyrir þetta framtak,” segir Magnús sem er búsettur í Kaupmannahöfn. Dætur Magnúsar, þær Isabella og Alexandra, voru með föður sínum í heimsmetsakstrinum í dag. Magnús keyrir Tesla Model S rafbíl sem hann pantaði í apríl 2009 og fékk loks afhentan í október á síðasta ári. Magnús er að vonum hæstánægður með Tesluna. Alls 45 Teslur tóku þátt í heimsmetsakstrinum í dag. Aðspurður segir Magnús að íslensk stjórnvöld ættu að leggja miklu meiri áherslu á að styðja við rafbílavæðingu á Íslandi. ,,Þetta myndi spara þjóðarbúinu milljarða í olíuinnflutning og gera Ísland "sjálfkeyrandi" innan nokkurra ára um leið og bíleigendur fá betra tækifæri í skipta yfir í rafmagnsbíl. Raforkan er ódýr á Íslandi þannig að bíleigendur geta sparað tugi milljarða á ári með því að skipta yfir í rafbíl. Svo eru rafbílar orðnir betri, flottari, kraftmeiri og rúmbetri en langflestir bensín- og dísilbílar sem til eru í dag,” segir Magnús. ,,Þó svo nokkrar gerðir rafbíla standi fólki til boða á Íslandi í dag er langt í land með að Íslendingar nái þeim árangri sem lagt var upp með og nágrannalönd okkar hafa náð. Verðið á rafbílum er hlutfallslega hátt miðað við aðra kosti sem í boði eru á bílamarkaðnum. Þá þarf að bæta mikið aðstöðu fyrir rafbíla á Íslandi. Þetta hefur svo sem mjakast eilítið áfram en betur má ef duga skal. Stjórnvöld þurfa að stíga upp og styðja betur við rafbílavæðinguna og sjá til þess að það verði auðveldari kostur fyrir Íslendinga að eignast rafbíla. Það kostar alltaf meira að kaupa nýja tækni og þess vegan þarf að gefa fólki möguleika að taka þátt frá byrjun” segir Magnús ennfremur.
Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent