Eurovision stjarna spókaði sig í miðbænum Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 22. september 2014 13:18 Auður með goðinu sjálfu, Johnny Logan. Epískt myndefni, segir Auður. Vísir/Einkasafn „Ég sá hann labba hérna framhjá og tók strax eftir honum og fyrstu viðbrögðin voru að brosa til hans. Ég var reyndar alls ekki viss um hvort þetta væri hann, en þegar hann gekk hérna fram hjá aftur og stoppaði við horniði, þá stóðst ég ekki mátið, fór út og spurði hvort það gæti verið að þetta væri hann,“ segir Auður Gná Ingvarsdóttir eigandi verslunarinnar Insúlu á Skólavörðustíg en hún hitti írsku Eurovisionstjörnuna Johnny Logan um helgina. Hún spurði hann að sjálfsögðu hvort hún mætti ekki fá mynd af honum, enda að hennar sögn algjörlega epískt myndefni, Eftir smá tæknileg vandræði með myndavélina í símanum, sem leystist með hjálp bróður Johnnys, náðist þessi fína mynd og þeir tóku ekki annað í mál en taka eina mynd af okkur saman fyrir utan verslunina, segir Auður. „Hann var hinn almennilegasti, sagðist hafa verið að koma frá Jóni Sæmundi í Dead þar sem hann keypti sér nokkra boli. Svo spurði hann mig hvort Bó (Björgvin Halldórsson) væri ekki enn að syngja og hvort Krummi sonur hans væri ekki enn að gera tónlist,“ segir Auður, sem fannst gaman að heyra að hann hefði áhuga á og þekkti til þeirra feðga. Söngvarinn var að koma til landsins í fjórða sinn, en hann var með bróður sínum og eiginkonu sinni sem einnig er umboðsmaðurinn hans. Hann starfar nú á skemmtiferðaskipi sem var hér yfir helgina. Auður segir þessa uppákomu hafa verið einstaklega skondna, því kvöldið áður hafi hún og vinkonur hennar verið með smá ballöðu einkagrín og hún hafi einmitt sent vinkonu sinni sem er írsk og búsett hér á landi myndband með honum. „Mér fannst þetta mjög sérstak og vægast sagt skondið, þar em við vorum að grínast með þetta, því það er ekki á hverjum degi sem maður er að horfa á Johnny Logan myndbönd, ég er ekkert gallharður aðdáandi,“ segir Auður, sem segist samt bera fulla virðingu fyrir söngvaranum. Fyrir þá sem ekki vita þá hefur Johnny Logan sigrað Eurovision þrisvar sinnum, fyrst árið 1980 þegar hann söng lagið „What‘s another year“ og aftur árið 1987 þegar hann sigraði með slagaranum „Hold me now“. Árið 1992 samdi hann svo sigurlag Íra „Why me“. Eurovision Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
„Ég sá hann labba hérna framhjá og tók strax eftir honum og fyrstu viðbrögðin voru að brosa til hans. Ég var reyndar alls ekki viss um hvort þetta væri hann, en þegar hann gekk hérna fram hjá aftur og stoppaði við horniði, þá stóðst ég ekki mátið, fór út og spurði hvort það gæti verið að þetta væri hann,“ segir Auður Gná Ingvarsdóttir eigandi verslunarinnar Insúlu á Skólavörðustíg en hún hitti írsku Eurovisionstjörnuna Johnny Logan um helgina. Hún spurði hann að sjálfsögðu hvort hún mætti ekki fá mynd af honum, enda að hennar sögn algjörlega epískt myndefni, Eftir smá tæknileg vandræði með myndavélina í símanum, sem leystist með hjálp bróður Johnnys, náðist þessi fína mynd og þeir tóku ekki annað í mál en taka eina mynd af okkur saman fyrir utan verslunina, segir Auður. „Hann var hinn almennilegasti, sagðist hafa verið að koma frá Jóni Sæmundi í Dead þar sem hann keypti sér nokkra boli. Svo spurði hann mig hvort Bó (Björgvin Halldórsson) væri ekki enn að syngja og hvort Krummi sonur hans væri ekki enn að gera tónlist,“ segir Auður, sem fannst gaman að heyra að hann hefði áhuga á og þekkti til þeirra feðga. Söngvarinn var að koma til landsins í fjórða sinn, en hann var með bróður sínum og eiginkonu sinni sem einnig er umboðsmaðurinn hans. Hann starfar nú á skemmtiferðaskipi sem var hér yfir helgina. Auður segir þessa uppákomu hafa verið einstaklega skondna, því kvöldið áður hafi hún og vinkonur hennar verið með smá ballöðu einkagrín og hún hafi einmitt sent vinkonu sinni sem er írsk og búsett hér á landi myndband með honum. „Mér fannst þetta mjög sérstak og vægast sagt skondið, þar em við vorum að grínast með þetta, því það er ekki á hverjum degi sem maður er að horfa á Johnny Logan myndbönd, ég er ekkert gallharður aðdáandi,“ segir Auður, sem segist samt bera fulla virðingu fyrir söngvaranum. Fyrir þá sem ekki vita þá hefur Johnny Logan sigrað Eurovision þrisvar sinnum, fyrst árið 1980 þegar hann söng lagið „What‘s another year“ og aftur árið 1987 þegar hann sigraði með slagaranum „Hold me now“. Árið 1992 samdi hann svo sigurlag Íra „Why me“.
Eurovision Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira