Matur

Chia grautur og djús uppskrift

Rikka skrifar

Í Léttum sprettum í gærkvöldi bjó ég til tvær útgáfur af gómsætum réttum með chia fræum. Annar er grautur sem hægt er að borða í morgunmat eða nota sem eftirrétt. Hinn er djús sem að ég drekk alltaf á morgnana og er frábær byrjun á góðum degi. Ekki spillir fyrir að hann er stútfullur af andoxunarefnum sem styrkja vefi húðarinnar.

Chia eftirréttur

1 banani

250 ml möndlumjólk

2 msk kókosmjöl

50 g ferskur ananas, saxaður

1 1/2 msk chia

3 dropar vanillu stevía



Setjið banana og möndlumjólk saman í matvinnsluvél og vinnið vel saman. Bætið kókosmjöli, ananas, chia fræum og stevíu út í. Setjið allt saman í skál og geymið í kæli í að minnsta kosti 30 mínútur eða yfir nótt. Skreytið glas með kókosmjölið,  setjið grautinn í glasið og njótið.

Chia djús 

250 ml góður berjadjús

djúsinn má líka þynna með vatni

2 msk frosin bláber

1 1/2 msk chia fræ



Setjið allt saman í skál og geymið í kæli í að minnska kosti 30 mínútur eða yfir nótt. Mjög frískandi morgundjús.


Tengdar fréttir

Hollar amerískar pönnukökur

Hollar og bragðgóðar amerískar pönnukökur sem einfalt er að búa til og tilvaldar í brönsinn um helgar eða á sparídögum

Fljótlegar og girnilegar omelettumúffur

Í Léttum sprettum í gær bjó ég til fljótlegar og girnilegar omelettumúffur sem eru að auki bráðhollar og gott að eiga til í ísskápnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×