Fótbolti

Ronaldo: Ég þarf ekkert að hvíla

Ronaldo fagnar.
Ronaldo fagnar. vísir/getty
Cristiano Ronaldo hefur farið af stað í vetur með gríðarlegum látum og segist vera að nálgast sitt besta form.

Hann meiddist undir lok síðasta tímabils og gekk ekki heill til skógar á HM. Þau meiðsli er nú að baki og Ronaldo sér enga ástæðu til þess að hvíla eitthvað sérstaklega á næstunni.

„Tímabilið er rétt að byrja og ég vil spila sem mest til þess að finna taktinn og fá sjálfstraustið í botn," sagði Portúgalinn.

„Þegar réttu leikirnir bjóðast þá mun ég hvíla mig en það er ekki komið að því. Mér líður vel og ég er verkjalaus. Ég er enn að bæta mig og á svolítið í land þannig að ég vil eðlilega spila sem mest."

Það eru fáir íþróttamenn eins vel þjálfaðir og Ronaldo en þrátt fyrir það segist hann enn geta gert betur.

„Ég get enn bætt við mig styrk. Ég æfði gríðarlega vel í fríinu mínu og það hefur skilað sínu."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×