Öflugasti blæjubíll heims Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2014 09:52 Ferrari 458 Speciale A. Ferrari mun kynna öflugasta blæjubíl sem fjöldaframleiddur hefur verið á bílasýningunni í París í næstu viku. Bíllinn heitir Ferrari 458 Speciale A og stendur A fyrir Aperta á ítölsku sem þýðir opinn. Hann þjáist sannarlega ekki af aflleysi því hestöflin eru 597 og koma frá 4,5 lítra V8 vél og tog hennar er 540 Nm. Hann er ekki nema sléttar 3 sekúndur í hundrað kílómeta hraða og 9,5 sekúndur í 200. Ferrari segir að bjæjuútfærsla bílsins sé 50 kílóum þyngri en venjulegur Ferrari 458 og að það taki aðeins 14 sekúndur að opna eða loka blæjunni. Í yfirbyggingu bílsins eru koltrefjar mikið notaðar til að létta bílinn. Meiningin er að framleiða 499 númeruð eintök af þessum aflmikla blæjubíl og verður Ferrari vafalaust ekki í vandræðum með að finna kaupendur sem fyrr. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent
Ferrari mun kynna öflugasta blæjubíl sem fjöldaframleiddur hefur verið á bílasýningunni í París í næstu viku. Bíllinn heitir Ferrari 458 Speciale A og stendur A fyrir Aperta á ítölsku sem þýðir opinn. Hann þjáist sannarlega ekki af aflleysi því hestöflin eru 597 og koma frá 4,5 lítra V8 vél og tog hennar er 540 Nm. Hann er ekki nema sléttar 3 sekúndur í hundrað kílómeta hraða og 9,5 sekúndur í 200. Ferrari segir að bjæjuútfærsla bílsins sé 50 kílóum þyngri en venjulegur Ferrari 458 og að það taki aðeins 14 sekúndur að opna eða loka blæjunni. Í yfirbyggingu bílsins eru koltrefjar mikið notaðar til að létta bílinn. Meiningin er að framleiða 499 númeruð eintök af þessum aflmikla blæjubíl og verður Ferrari vafalaust ekki í vandræðum með að finna kaupendur sem fyrr.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent