Hrollvekja heima hjá Hrafni Þórður Ingi Jónsson skrifar 26. september 2014 17:30 Myndin hefur verið ófáanleg hingað til. Af Kvikmyndavefinum Hið árlega heimabíó Hrafns Gunnlaugssonar verður haldið næstkomandi sunnudag og verður haldið í ævintýralegum híbýlum þessa umdeilda en jafnframt farsæla leikstjóra. Viðburðurinn er á vegum Alþjóðlegu kvimyndahátíðarinnar. Myndirnar Blóðrautt sólarlag og Lilja verða sýnda í stofunni heima hjðá Hrafni. Kvikmyndin Blóðrautt sólarlag er ófáanleg í dag. Í myndinni er sagt frá tveimur Reykvíkingum sem ákveða að halda í sumarleyfi í eyðiþorp úti á landi, klyfjaðir brennivíni, byssum og öðrum skotfærum. Ferðin er hugsuð sem skemmtiferð í náttúrunni en fljótlega breytist ferðin í hreina hrollvekju. Myndin Lilja er stuttmynd byggð á einni frægustu smásögu Halldórs Kiljan Laxness. Mynd Hrafns er nútímaleg útfærsla á smásögunni og gerist um aldamótin 1900 þegar fátækur maður, sem hvorki á eignir né frændur, deyr. Í kjölfarið ræna nokkrir læknanemar líki hans í þágu vísindanna og setja grjót í líkkistuna. Hrafn mun eins og fyrri ár spjalla um myndir sínar við gestina, en sætaframboðið er ansi takmarkað, aðeins fimmtíu sæti verða seld inn á þennan einstaka og einkennilega viðburð. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hið árlega heimabíó Hrafns Gunnlaugssonar verður haldið næstkomandi sunnudag og verður haldið í ævintýralegum híbýlum þessa umdeilda en jafnframt farsæla leikstjóra. Viðburðurinn er á vegum Alþjóðlegu kvimyndahátíðarinnar. Myndirnar Blóðrautt sólarlag og Lilja verða sýnda í stofunni heima hjðá Hrafni. Kvikmyndin Blóðrautt sólarlag er ófáanleg í dag. Í myndinni er sagt frá tveimur Reykvíkingum sem ákveða að halda í sumarleyfi í eyðiþorp úti á landi, klyfjaðir brennivíni, byssum og öðrum skotfærum. Ferðin er hugsuð sem skemmtiferð í náttúrunni en fljótlega breytist ferðin í hreina hrollvekju. Myndin Lilja er stuttmynd byggð á einni frægustu smásögu Halldórs Kiljan Laxness. Mynd Hrafns er nútímaleg útfærsla á smásögunni og gerist um aldamótin 1900 þegar fátækur maður, sem hvorki á eignir né frændur, deyr. Í kjölfarið ræna nokkrir læknanemar líki hans í þágu vísindanna og setja grjót í líkkistuna. Hrafn mun eins og fyrri ár spjalla um myndir sínar við gestina, en sætaframboðið er ansi takmarkað, aðeins fimmtíu sæti verða seld inn á þennan einstaka og einkennilega viðburð.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira