Gallon af bensíni komið undir 3 dollara Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2014 11:05 2,92 dollarar á hvert gallon bensíns. Það samsvarar 92 krónum á hvern lítra. Verð á bensíni hefur hríðlækkað í Bandaríkjunum undanfarið og víða má kaupa gallon af bensíni undir 3 dollurum. Umreiknað lítraverð á þessari bensínstöð í Mississippi er 92 krónur, en þar kostar gallonið 2,92 dollara. Hvert gallon er 3,785 lítrar. Heimsmarkaðsverð á bensíni hefur lækkað mikið undanfarna mánuði og er áfram er spáð lækkun verðsins. Því má búast við því að í flestum ríkjum Bandaríkjanna verði hægt að kaupa gallonið á undir 3 dollurum áður en árið er úti. Aukin framleiðsla á eldsneyti í Bandaríkjunum hefur ýtt undir lækkun verðs og hefur verð á olíutunnu ekki verið lægra í ríflega tvö ár, eða 97 dollarar. Sífellt eyðslugrennri bílar hafa einnig haft áhrif til lækkunar eldsneytisverðs. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Verð á bensíni hefur hríðlækkað í Bandaríkjunum undanfarið og víða má kaupa gallon af bensíni undir 3 dollurum. Umreiknað lítraverð á þessari bensínstöð í Mississippi er 92 krónur, en þar kostar gallonið 2,92 dollara. Hvert gallon er 3,785 lítrar. Heimsmarkaðsverð á bensíni hefur lækkað mikið undanfarna mánuði og er áfram er spáð lækkun verðsins. Því má búast við því að í flestum ríkjum Bandaríkjanna verði hægt að kaupa gallonið á undir 3 dollurum áður en árið er úti. Aukin framleiðsla á eldsneyti í Bandaríkjunum hefur ýtt undir lækkun verðs og hefur verð á olíutunnu ekki verið lægra í ríflega tvö ár, eða 97 dollarar. Sífellt eyðslugrennri bílar hafa einnig haft áhrif til lækkunar eldsneytisverðs.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent