Kynfærafnykur Sigga Dögg kynfræðingur skrifar 2. október 2014 11:00 Kynfæri ilma eins og...kynfæri Mynd/Getty Það hefur löngum verið deilt um hvort fnykur eða ilmur einkenni kynfæri og er þetta algengt áhyggjuefni kvenna þegar kemur að píkunni. Margir skírskotanir eru til um að píkan lykti eins og fiskur og að undir forhúð typpis safnist saman einskonar typpaostur sem minni á vel myglaðan ost. Þetta er umræða á villigötum sem hjálpar engum. Því er tímabært að ræða þetta aðeins af hreinskilni.Hvernig eiga kynfærin að lykta?Það er erfitt að lýsa kynfæralykt því bæði er hún einstaklinsbundin en einnig skiptir máli á hvaða stað í tíðahringnum píkan er. Þá verður lyktin einnig önnur ef sæði blandast saman við píkuna því ákveðin lykt er af sæði.Hvenær ætti ég að hafa áhyggjur?Ef þér þykir lyktin sterk þegar þú ert nýkomin/nn úr sturtu þá getur það verið merki um einhvers konar bakteríu sýkingu, þá er gott að kíkja til læknis eða fá krem eða lyf í næsta apóteki.Ef þér finnst lyktin sterk, kíktu þá til læknisMynd/GettyVæri ekki best bara að skola með ilmandi sápu?Kynfæri eru ekki hönnuð fyrir sápu, sérstaklega ekki þá sem inniheldur ilmefni. Það er nóg að skola bara kynfærin með vatni. Draga aftur forhúð ef þú ert með typpi og bara skola utan á píkuna en ekki sprauta vatni inn í leggöngin, alltaf bara utan á. Ilmandi krem og sápur geta valdið ertingu og því er vissara að sleppa því alfarið. Það eru til sérstakar sápur sem eru hannaðar fyrir kynfæraþvott.En ég óttast munnmök útaf lyktinni...?Ef þú telur að lyktin þín sé óeðlileg eða mjög sterk þá er gott að kíkja til læknis. Mundu að það er eðlilegt að það sé lykt af kynfærum og mörgum þykir lyktin æsandi og hluti af keleríinu.Er eitthvað sem ég get gert til að bæta lyktina?Farðu reglulega í sturtu (daglega), vertu í nærfatnaði sem er úr náttúrulegum efnum líkt og bómul og sumir mæla með að neyta vel af jógúrti til að viðhalda góðri bakteríuflóru. Heilsa Lífið Tengdar fréttir Er píkan óhrein? Kynlegir kvistir tóku tal af Kristínu Gunnlaugsdóttur listamanni en hún var með sýninguna Sköpunarverk í Listasafni Íslands þar sem aðal viðfangsefnið voru píkur. 3. apríl 2014 22:20 Píkan Allt sem þú þarft að vita um píkuna. 23. maí 2014 09:00 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Það hefur löngum verið deilt um hvort fnykur eða ilmur einkenni kynfæri og er þetta algengt áhyggjuefni kvenna þegar kemur að píkunni. Margir skírskotanir eru til um að píkan lykti eins og fiskur og að undir forhúð typpis safnist saman einskonar typpaostur sem minni á vel myglaðan ost. Þetta er umræða á villigötum sem hjálpar engum. Því er tímabært að ræða þetta aðeins af hreinskilni.Hvernig eiga kynfærin að lykta?Það er erfitt að lýsa kynfæralykt því bæði er hún einstaklinsbundin en einnig skiptir máli á hvaða stað í tíðahringnum píkan er. Þá verður lyktin einnig önnur ef sæði blandast saman við píkuna því ákveðin lykt er af sæði.Hvenær ætti ég að hafa áhyggjur?Ef þér þykir lyktin sterk þegar þú ert nýkomin/nn úr sturtu þá getur það verið merki um einhvers konar bakteríu sýkingu, þá er gott að kíkja til læknis eða fá krem eða lyf í næsta apóteki.Ef þér finnst lyktin sterk, kíktu þá til læknisMynd/GettyVæri ekki best bara að skola með ilmandi sápu?Kynfæri eru ekki hönnuð fyrir sápu, sérstaklega ekki þá sem inniheldur ilmefni. Það er nóg að skola bara kynfærin með vatni. Draga aftur forhúð ef þú ert með typpi og bara skola utan á píkuna en ekki sprauta vatni inn í leggöngin, alltaf bara utan á. Ilmandi krem og sápur geta valdið ertingu og því er vissara að sleppa því alfarið. Það eru til sérstakar sápur sem eru hannaðar fyrir kynfæraþvott.En ég óttast munnmök útaf lyktinni...?Ef þú telur að lyktin þín sé óeðlileg eða mjög sterk þá er gott að kíkja til læknis. Mundu að það er eðlilegt að það sé lykt af kynfærum og mörgum þykir lyktin æsandi og hluti af keleríinu.Er eitthvað sem ég get gert til að bæta lyktina?Farðu reglulega í sturtu (daglega), vertu í nærfatnaði sem er úr náttúrulegum efnum líkt og bómul og sumir mæla með að neyta vel af jógúrti til að viðhalda góðri bakteríuflóru.
Heilsa Lífið Tengdar fréttir Er píkan óhrein? Kynlegir kvistir tóku tal af Kristínu Gunnlaugsdóttur listamanni en hún var með sýninguna Sköpunarverk í Listasafni Íslands þar sem aðal viðfangsefnið voru píkur. 3. apríl 2014 22:20 Píkan Allt sem þú þarft að vita um píkuna. 23. maí 2014 09:00 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Er píkan óhrein? Kynlegir kvistir tóku tal af Kristínu Gunnlaugsdóttur listamanni en hún var með sýninguna Sköpunarverk í Listasafni Íslands þar sem aðal viðfangsefnið voru píkur. 3. apríl 2014 22:20