Sport

Mayweather leggur hanskana á hilluna á næsta ári

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Floyd Mayweather á æfingu fyrir bardagann á laugardaginn.
Floyd Mayweather á æfingu fyrir bardagann á laugardaginn. Vísir/getty
Floyd Mayweather, hnefaleikakappinn, gerir ráð fyrir að leggja hanskana á hilluna á næsta ári þegar hann lýkur sex bardaga samningi sínum við CBS.

Mayweather sem hefur aldrei tapað bardaga og er einn hæst launaðasti íþróttamaður heimsins gerði samning við CBS um sex bardaga og verður sá fjórði í röðinni á laugardaginn þegar hann mætir Marcos Maidana í hringnum.

Mayweather sem er 37 árs gamall berst vanalega einu sinni á vorin og einu sinni á haustin á hverju ári og gerir hann ráð fyrir að gera það aftur á næsta ári.

„Ég á tvo bardaga eftir á samningnum eftir bardagann á laugardaginn og ég geri ráð fyrir því að bardagi minn eftir eitt ár verði sá síðasti á ferlinum. Ég ætla að einbeita mér meira að fyrirtækinu mínu þegar ferlinum er lokið,“ sagði Mayweather við ESPN.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×