Klinkið: Evrópa ætti að auka gagnsæi á raforkumarkaðnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. september 2014 10:59 Ola Borten Moe fyrrverandi olíu- og orkmálaráðherra Noregs er ungur að árum, fæddur árið 1976, en er samt talsvert reynslumikill í norskum stjórnmálum. Sem þingmaður norska Miðflokksins varð hann olíu- og orkumálaráðherra Noregs í ríkisstjórn Jens Stoltenbergs og sat í embætti frá 2011-2013, fram að síðustu kosningum. Sem ráðherra málaflokksins hafði hann mörg risavaxin mál á sinni könnu, m.a málefni norska olíusjóðsins, stærsta ríkisfjárfestingarsjóðs í heimi, og málefni sem snúa að NorNed raforkusæstrengnum milli Noregs og Hollands sem var vígður í maí 2008. Þegar sæstrengurinn hafði verið virkur í tvo mánuði hafði hann þegar skapað tekjur sem námu 50 milljónum evra en viðskiptaáætlanir NorNed gerðu ráð fyrir 64 milljóna evra tekjum á ársgrundvelli. Borten Moe var hér á Íslandi vegna ráðstefnu sem VÍB, eignastýring Íslandsbanka, hélt í gær um arðsemi orkuútflutnings en Landsvirkjun lýkur á árinu 2015 athugun sinni á hagkvæmni þess að leggja raforkusæstreng milli Íslands og Bretlands. Hefur reynsla Norðmanna af NorNed verið jákvæð? „Já, almennt séð, en þetta er líka spurning um margt fleira en orkuútflutning. Fyrir Noreg og norska raforkukerfið snerist lagning strengsins líka um öryggi raforkubirgða. Við flytjum ekki bara út raforku því við flytjum hana líka inn. Rétt eins og Íslendingar reiðum við Norðmenn okkur að mestu á vatnsaflsvirkjanir sem þýðir að ef það rignir ekki er raforkuframleiðslan minni.“Hvers vegna lækkaði raforkuverð til heimila í Noregi eftir opnun NorNed? „Það er samspil fjölmargra ólíkra ástæðna. Við drógum úr regluverki raforkumarkaðarins snemma á tíunda áratug síðustu aldar og það frelsaði margar raforkuauðlindir. Þetta þýddi að frá þessum tíma höfðum við stöðugt og öruggt framboð raforku. Við vöxt efnahagslífsins, fjölgun fólks og aukna raforkunotkun jukum við ekki framleiðslugetuna í raforku í sama mæli. Þetta gerðist á sama tíma og við lögðum strenginn til Hollands. Við þurftum að auka framleiðslugetuna og það höfum við gert á síðastu árum og raforkuverðið lækkaði á ný og hefur náð jafnvægi. Er núna svipað og fyrir 15 árum.“Tekjur vegna NorNed fóru fram úr viðskiptaáætlunum. Hefur strengurinn alltaf verið arðbær? „Þetta hefur verið mjög arðbær fjárfesting bæði fyrir eiganda strengsins, þjónustuveitandann Statnett og síðan venga þeirra tekna fást með flutningi á raforku frá rekstraraðilum annarra strengja en þær fara í að greiða niður rekstrarkostnað.“Stjórnun raforkubirgða er mikilvæg fyrir Norðmenn, er þetta eitthvað sem myndi skipta Íslendinga máli við mat á kostum þess að leggja streng milli Íslands og Bretlands? „Þið eruð með annars konar kerfi því þið eruð með jarðhita svo þið eruð ekki háð regninu eins og við Norðmenn. Það eru auðvitað mjög ólíkar aðstæður.“Ættu Íslendingar að bíða eftir breytingum á evrópska raforkumarkaðnum áður en tekin er ákvörðun um lagningu strengs milli Íslands og Bretlands? „Evrópa ætti að auka gagnsæi á raforkumarkaðnum. Þeir hafa unnið að því en ekki hefur tekist að koma því í fulla framkvæmd. Mín tilfinning er sú að mikið af regluverki og tilskipunum bæði frá Brussel og aðildarríkjunum hafi dregið úr hagmkvæmni raforkumarkaðarins. Besta dæmið eru styrkir til jarðefnaeldsneytis til að jafna út áhrif styrkja sem endurnýjanlegir orkugjafa njóta.“ Klinkið Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Sjá meira
Ola Borten Moe fyrrverandi olíu- og orkmálaráðherra Noregs er ungur að árum, fæddur árið 1976, en er samt talsvert reynslumikill í norskum stjórnmálum. Sem þingmaður norska Miðflokksins varð hann olíu- og orkumálaráðherra Noregs í ríkisstjórn Jens Stoltenbergs og sat í embætti frá 2011-2013, fram að síðustu kosningum. Sem ráðherra málaflokksins hafði hann mörg risavaxin mál á sinni könnu, m.a málefni norska olíusjóðsins, stærsta ríkisfjárfestingarsjóðs í heimi, og málefni sem snúa að NorNed raforkusæstrengnum milli Noregs og Hollands sem var vígður í maí 2008. Þegar sæstrengurinn hafði verið virkur í tvo mánuði hafði hann þegar skapað tekjur sem námu 50 milljónum evra en viðskiptaáætlanir NorNed gerðu ráð fyrir 64 milljóna evra tekjum á ársgrundvelli. Borten Moe var hér á Íslandi vegna ráðstefnu sem VÍB, eignastýring Íslandsbanka, hélt í gær um arðsemi orkuútflutnings en Landsvirkjun lýkur á árinu 2015 athugun sinni á hagkvæmni þess að leggja raforkusæstreng milli Íslands og Bretlands. Hefur reynsla Norðmanna af NorNed verið jákvæð? „Já, almennt séð, en þetta er líka spurning um margt fleira en orkuútflutning. Fyrir Noreg og norska raforkukerfið snerist lagning strengsins líka um öryggi raforkubirgða. Við flytjum ekki bara út raforku því við flytjum hana líka inn. Rétt eins og Íslendingar reiðum við Norðmenn okkur að mestu á vatnsaflsvirkjanir sem þýðir að ef það rignir ekki er raforkuframleiðslan minni.“Hvers vegna lækkaði raforkuverð til heimila í Noregi eftir opnun NorNed? „Það er samspil fjölmargra ólíkra ástæðna. Við drógum úr regluverki raforkumarkaðarins snemma á tíunda áratug síðustu aldar og það frelsaði margar raforkuauðlindir. Þetta þýddi að frá þessum tíma höfðum við stöðugt og öruggt framboð raforku. Við vöxt efnahagslífsins, fjölgun fólks og aukna raforkunotkun jukum við ekki framleiðslugetuna í raforku í sama mæli. Þetta gerðist á sama tíma og við lögðum strenginn til Hollands. Við þurftum að auka framleiðslugetuna og það höfum við gert á síðastu árum og raforkuverðið lækkaði á ný og hefur náð jafnvægi. Er núna svipað og fyrir 15 árum.“Tekjur vegna NorNed fóru fram úr viðskiptaáætlunum. Hefur strengurinn alltaf verið arðbær? „Þetta hefur verið mjög arðbær fjárfesting bæði fyrir eiganda strengsins, þjónustuveitandann Statnett og síðan venga þeirra tekna fást með flutningi á raforku frá rekstraraðilum annarra strengja en þær fara í að greiða niður rekstrarkostnað.“Stjórnun raforkubirgða er mikilvæg fyrir Norðmenn, er þetta eitthvað sem myndi skipta Íslendinga máli við mat á kostum þess að leggja streng milli Íslands og Bretlands? „Þið eruð með annars konar kerfi því þið eruð með jarðhita svo þið eruð ekki háð regninu eins og við Norðmenn. Það eru auðvitað mjög ólíkar aðstæður.“Ættu Íslendingar að bíða eftir breytingum á evrópska raforkumarkaðnum áður en tekin er ákvörðun um lagningu strengs milli Íslands og Bretlands? „Evrópa ætti að auka gagnsæi á raforkumarkaðnum. Þeir hafa unnið að því en ekki hefur tekist að koma því í fulla framkvæmd. Mín tilfinning er sú að mikið af regluverki og tilskipunum bæði frá Brussel og aðildarríkjunum hafi dregið úr hagmkvæmni raforkumarkaðarins. Besta dæmið eru styrkir til jarðefnaeldsneytis til að jafna út áhrif styrkja sem endurnýjanlegir orkugjafa njóta.“
Klinkið Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Sjá meira