Forstjóri Ferrari fær 4 milljarða fyrir að hætta Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2014 13:02 Luca Montezemolo við Ferrari La Ferrari bíl. Oft á tíðum gefur það meira í aðra hönd að hætta í hárri stöðu en að vera ráðinn í hana. Hér var greint frá því í gær að forstjóri Ferrari hafi hætt í fússi vegna ágreinings við forstjóra Fiat-Chrysler en Fiat-Chrysler á Ferrari. Hann fær greiddar 4.150 milljónir króna við það að stíga úr stóli forstjóra og er bara lítil vorkunn fyrir vikið. Svona greiðslur eru gjarnan kallaðar „golden parachute“, eða gullin fallhlíf og er hugsuð sem umbun fyrir töpuð laun sem annars hefðu fengist með áframhaldandi setu í starfi. Flestir myndu þiggja það að hætta í sínu starfi fyrir slíkar upphæðir. Fráfarandi forstjóri Ferrari, Luca Mentezemolo er orðinn 67 ára og væri því kominn á löglegan ellilífeyrisaldur hérlendis, en með því að þiggja þessa greiðslu lofar hann að keppa ekki við Fiat eða Ferrari til mars árið 2017. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent
Oft á tíðum gefur það meira í aðra hönd að hætta í hárri stöðu en að vera ráðinn í hana. Hér var greint frá því í gær að forstjóri Ferrari hafi hætt í fússi vegna ágreinings við forstjóra Fiat-Chrysler en Fiat-Chrysler á Ferrari. Hann fær greiddar 4.150 milljónir króna við það að stíga úr stóli forstjóra og er bara lítil vorkunn fyrir vikið. Svona greiðslur eru gjarnan kallaðar „golden parachute“, eða gullin fallhlíf og er hugsuð sem umbun fyrir töpuð laun sem annars hefðu fengist með áframhaldandi setu í starfi. Flestir myndu þiggja það að hætta í sínu starfi fyrir slíkar upphæðir. Fráfarandi forstjóri Ferrari, Luca Mentezemolo er orðinn 67 ára og væri því kominn á löglegan ellilífeyrisaldur hérlendis, en með því að þiggja þessa greiðslu lofar hann að keppa ekki við Fiat eða Ferrari til mars árið 2017.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent