Viljum halda áfram að gefa út fræðibækur á íslensku Linda Blöndal skrifar 14. september 2014 19:30 Tillagan í fjárlagafrumvarpinu að virðisaukaskattur á bækur hækki úr 7 prósentum í 12 prósent hefur verið gagnrýnd. Hækkunin mun eiga við fagur- og fræðibókmenntir og allar kennslubækur. Innan Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, eru um 600 félagar, mest fræðimenn. Fræðibókaútgáfa er mun dýrari í útgáfu en skáldsögur.Pólitísk spurningHve mikið hægt er að gefa út af fræðibókum á íslensku er pólitísk spurning segir Jón Yngvi Jóhannsson, formaður Hagþenkis og ætti ekki að vera svarað í fjármálaráðuneytinu. Jón Yngvi sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að allt sem geri útgáfu fræði- og námsbóka erfiðari geri það að verkum að það erfiðara verði að halda úti fræði- og kennslubókaútgáfu á íslensku flestum eða öllum sviðum. Hættum að hugsa fræðigreinar á íslensku „Það sem við óttumst er að smám saman fari að tálgast utan af því, sérstök svið hverfi og við hættum að hugsa um þau á íslensku,“ sagði Jón Yngi. „Þetta er líka málpólitík. Við viljum geta gefið út kennslubækur fyrir framhaldsskóla og háskóla. Við viljum geta gefið út bækurnar í skólunum á íslensku fyrir námsmenn á sem flestum sviðum svo auka og viðhalda megi þekkingu á móðurmálinu.“ Námsgagnastofnun gefur hins vegar út langmest af kennsluefni grunnskóla. Betra læsi í Hvítbók Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sett tvö meginmarkmið til að ná fram umbótum í menntamálum í Hvítbók sinni sem hann hefur kynnt um landið. Annað aðalmarkmiðanna er að 90 prósent grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri en hlutfallið er 79 prósent nú. Gagnrýnt er að yfirvofandi skattahækkun muni hafa áhrif á útbreiðslu bóka og læsi. Það vakti athygli að Illugi sagði á Alþingi síðastliðinn föstudag að skoða mætti mótvægisaðgerðir vegna fyrirhugaðrar skattlagningar. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Tillagan í fjárlagafrumvarpinu að virðisaukaskattur á bækur hækki úr 7 prósentum í 12 prósent hefur verið gagnrýnd. Hækkunin mun eiga við fagur- og fræðibókmenntir og allar kennslubækur. Innan Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, eru um 600 félagar, mest fræðimenn. Fræðibókaútgáfa er mun dýrari í útgáfu en skáldsögur.Pólitísk spurningHve mikið hægt er að gefa út af fræðibókum á íslensku er pólitísk spurning segir Jón Yngvi Jóhannsson, formaður Hagþenkis og ætti ekki að vera svarað í fjármálaráðuneytinu. Jón Yngvi sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að allt sem geri útgáfu fræði- og námsbóka erfiðari geri það að verkum að það erfiðara verði að halda úti fræði- og kennslubókaútgáfu á íslensku flestum eða öllum sviðum. Hættum að hugsa fræðigreinar á íslensku „Það sem við óttumst er að smám saman fari að tálgast utan af því, sérstök svið hverfi og við hættum að hugsa um þau á íslensku,“ sagði Jón Yngi. „Þetta er líka málpólitík. Við viljum geta gefið út kennslubækur fyrir framhaldsskóla og háskóla. Við viljum geta gefið út bækurnar í skólunum á íslensku fyrir námsmenn á sem flestum sviðum svo auka og viðhalda megi þekkingu á móðurmálinu.“ Námsgagnastofnun gefur hins vegar út langmest af kennsluefni grunnskóla. Betra læsi í Hvítbók Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sett tvö meginmarkmið til að ná fram umbótum í menntamálum í Hvítbók sinni sem hann hefur kynnt um landið. Annað aðalmarkmiðanna er að 90 prósent grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri en hlutfallið er 79 prósent nú. Gagnrýnt er að yfirvofandi skattahækkun muni hafa áhrif á útbreiðslu bóka og læsi. Það vakti athygli að Illugi sagði á Alþingi síðastliðinn föstudag að skoða mætti mótvægisaðgerðir vegna fyrirhugaðrar skattlagningar.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira