Range Rover Evoque smíðaður í Kína Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2014 13:07 Range Rover Evoque Breski bílaframleiðandinn Land Rover hefur fram að þessu aldrei smíðað einn einasta bíl utan heimalandsins. Nú hefur Jaguar Land Rover reist bílaverksmiðju í Kína og fyrsta bílgerðin sem Land Rover mun smíða í henni verður Range Rover Evoque. Ástæðan fyrir því vali er sú að Evoque er sú bílgerð sem Land Rover selur mest af í Kína. Range Rover Evoque verður áfram framleiddur í Halewood í Bretlandi og þeir Evoque bílar sem seldir eru í Evrópu verða framleiddir þar. Þessi nýja verksmiðja er fyrsta verksmiðja Jaguar Land Rover utan heimalandsins og er hún í borginni Changhsu í norðausturhluta Kína. Kína er afar mikilvægur markaður fyrir Land Rover og seldi fyrirtækið 62.479 bíla á fyrri helmingi þessa árs þar. Það er ríflega fjórðungur allra þeirra bíla sem fyrirtækið seldi á þeim tíma og söluáætlun Jaguar Land Rover (JLR) í Kína hljóðar uppá 150.000 bíla á næsta ári. Til vitnis um mikilvægi Kínamarkaðar fyrir JLR þá mun hátt í helmingur þess hagnaðar sem verður á rekstri JLR í ár koma frá Kína. Mjög vel gengur í rekstri Jaguar Land Rover þessi misserin og var hagnaður fyrirtækisins 483 milljarðar króna í fyrra. JLR ætlar ekki að láta staðar numið við útþenslu sína og mun opna aðra verksmiðju í Brasilíu árið 2106 og er þá er á prjónunum að reisa eina enn í Saudi Arabíu. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent
Breski bílaframleiðandinn Land Rover hefur fram að þessu aldrei smíðað einn einasta bíl utan heimalandsins. Nú hefur Jaguar Land Rover reist bílaverksmiðju í Kína og fyrsta bílgerðin sem Land Rover mun smíða í henni verður Range Rover Evoque. Ástæðan fyrir því vali er sú að Evoque er sú bílgerð sem Land Rover selur mest af í Kína. Range Rover Evoque verður áfram framleiddur í Halewood í Bretlandi og þeir Evoque bílar sem seldir eru í Evrópu verða framleiddir þar. Þessi nýja verksmiðja er fyrsta verksmiðja Jaguar Land Rover utan heimalandsins og er hún í borginni Changhsu í norðausturhluta Kína. Kína er afar mikilvægur markaður fyrir Land Rover og seldi fyrirtækið 62.479 bíla á fyrri helmingi þessa árs þar. Það er ríflega fjórðungur allra þeirra bíla sem fyrirtækið seldi á þeim tíma og söluáætlun Jaguar Land Rover (JLR) í Kína hljóðar uppá 150.000 bíla á næsta ári. Til vitnis um mikilvægi Kínamarkaðar fyrir JLR þá mun hátt í helmingur þess hagnaðar sem verður á rekstri JLR í ár koma frá Kína. Mjög vel gengur í rekstri Jaguar Land Rover þessi misserin og var hagnaður fyrirtækisins 483 milljarðar króna í fyrra. JLR ætlar ekki að láta staðar numið við útþenslu sína og mun opna aðra verksmiðju í Brasilíu árið 2106 og er þá er á prjónunum að reisa eina enn í Saudi Arabíu.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent