Áhersla á sjálfvirkni sífellt meiri 16. september 2014 13:28 Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Reiknisstofu bankanna að Höfðatorgi, Katrínartúni 2 á 4. hæð. MYND/ERNIR EYJÓLFSSON Elmar Atlason, kerfisstjóri hjá RB (Reiknisstofu bankanna), heldur framsögu á morgunverðarfundi RB fimmtudaginn 18. september næstkomandi. Þar verður fjallað um rekstrartólkið Chef, hvað það hefur upp á að bjóða og hvernig RB notar það við rekstur sinna kerfa. Chef er sveigjanlegt tól sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um vélar í rekstrarumhverfi og dreifa hugbúnaði og kóðum. Auk þess auðveldar það fyrirtækjum að skilgreina tæknilega innviði sína. RB notar kerfið aðallega í SOA umhverfum og til að halda utan um Linux vélar. Aðal ávinningurinn þess er eftirfarandi: - Dreifing hugbúnaðar tekur aðeins mínútur. - Allar vélar eru nákvæmlega eins upp settar. - Frá því að forritari smíðar forrit líða aðeins nokkrar mínútur þangað til forritið er komið á alla þróunarnetþjóna. „Kerfið er að hluta til byggt upp eins og eldhús. Kerfið heitir „Chef“ eða kokkur og svo eru þarna „Cookbooks“ og „Recipies.“ Aðaltólið heitir „Knife.“ Þetta er einföld og sniðug nálgun. Í grunninn snýst þetta þó alfarið um tölvur,“ útskýrir Elmar. Tólið er hugsað fyrir mjög stór kerfi en stærstu netfyrirtæki heims nota það til þess að viðhalda búnaði. „Við tókum þetta upp í fyrra með það að markmiði að geta hratt og örugglega bætt við tölvum eða kerfum á sjálfvirkan hátt,“ segir Elmar. Sjálfvirkni er að hans sögn lykilatriði. „Með því að ýta á einn takka er hægt að setja upp tiltekinn hugbúnað í tiltekið magn af tölvum á augabragði.“ Elmar segir fundinn hugsaðan fyrir tæknimenn og aðra sem hafa áhuga á sjálfvirkni en mikil vakning er á því sviði. „Fjöldi tölva er orðinn svo mikill að við höfum ekki nógu margar hendur til að stilla þær allar og setja upp öll kerfin. Áhersla á sjálfvirkni og að búnaður sé eins upp settur er því sífellt að aukast en með sjálfvirkni er hægt að tryggja samræmi og draga úr líkum á mistökum. Ef einhverju er breytt í höndum þá leiðréttir Chef það. Chef er öflugasta tólið af þessari gerð sem við höfum komist í kynni við.“ Kerfið er fyrir alla sem reka tölvukerfi og vilja gera það á hagkvæmari hátt. RB rekur mjög stór tölvukerfi sem eru keyrð í tveimur vélarsölum. Viðskiptavinir sækja svo þjónustu þangað. „Við höfum verið að innleiða breytingar í rekstri tölvukerfa hjá okkur og leggja meiri áherslu á vefþjónustur, eins eru núna allar RedHat vélarnar settar upp með Chef. Við vitum að það eru fleiri fyrirtæki að skoða Chef. Fundurinn er hugsaður til að miðla af okkar reynslu og fá endurgjöf frá öðrum. Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum RB að Höfðatorgi, Katrínartúni 2 á 4. hæð. Hann hefst klukkan 8.30 og stendur til 10. Fundurinn er öllum opin. Skráning fer fram á www.rb.is. Aðgangur er ókeypis. Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Elmar Atlason, kerfisstjóri hjá RB (Reiknisstofu bankanna), heldur framsögu á morgunverðarfundi RB fimmtudaginn 18. september næstkomandi. Þar verður fjallað um rekstrartólkið Chef, hvað það hefur upp á að bjóða og hvernig RB notar það við rekstur sinna kerfa. Chef er sveigjanlegt tól sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um vélar í rekstrarumhverfi og dreifa hugbúnaði og kóðum. Auk þess auðveldar það fyrirtækjum að skilgreina tæknilega innviði sína. RB notar kerfið aðallega í SOA umhverfum og til að halda utan um Linux vélar. Aðal ávinningurinn þess er eftirfarandi: - Dreifing hugbúnaðar tekur aðeins mínútur. - Allar vélar eru nákvæmlega eins upp settar. - Frá því að forritari smíðar forrit líða aðeins nokkrar mínútur þangað til forritið er komið á alla þróunarnetþjóna. „Kerfið er að hluta til byggt upp eins og eldhús. Kerfið heitir „Chef“ eða kokkur og svo eru þarna „Cookbooks“ og „Recipies.“ Aðaltólið heitir „Knife.“ Þetta er einföld og sniðug nálgun. Í grunninn snýst þetta þó alfarið um tölvur,“ útskýrir Elmar. Tólið er hugsað fyrir mjög stór kerfi en stærstu netfyrirtæki heims nota það til þess að viðhalda búnaði. „Við tókum þetta upp í fyrra með það að markmiði að geta hratt og örugglega bætt við tölvum eða kerfum á sjálfvirkan hátt,“ segir Elmar. Sjálfvirkni er að hans sögn lykilatriði. „Með því að ýta á einn takka er hægt að setja upp tiltekinn hugbúnað í tiltekið magn af tölvum á augabragði.“ Elmar segir fundinn hugsaðan fyrir tæknimenn og aðra sem hafa áhuga á sjálfvirkni en mikil vakning er á því sviði. „Fjöldi tölva er orðinn svo mikill að við höfum ekki nógu margar hendur til að stilla þær allar og setja upp öll kerfin. Áhersla á sjálfvirkni og að búnaður sé eins upp settur er því sífellt að aukast en með sjálfvirkni er hægt að tryggja samræmi og draga úr líkum á mistökum. Ef einhverju er breytt í höndum þá leiðréttir Chef það. Chef er öflugasta tólið af þessari gerð sem við höfum komist í kynni við.“ Kerfið er fyrir alla sem reka tölvukerfi og vilja gera það á hagkvæmari hátt. RB rekur mjög stór tölvukerfi sem eru keyrð í tveimur vélarsölum. Viðskiptavinir sækja svo þjónustu þangað. „Við höfum verið að innleiða breytingar í rekstri tölvukerfa hjá okkur og leggja meiri áherslu á vefþjónustur, eins eru núna allar RedHat vélarnar settar upp með Chef. Við vitum að það eru fleiri fyrirtæki að skoða Chef. Fundurinn er hugsaður til að miðla af okkar reynslu og fá endurgjöf frá öðrum. Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum RB að Höfðatorgi, Katrínartúni 2 á 4. hæð. Hann hefst klukkan 8.30 og stendur til 10. Fundurinn er öllum opin. Skráning fer fram á www.rb.is. Aðgangur er ókeypis.
Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira