Bílasala í Evrópu jókst um 2% í ágúst Finnur Thorlacius skrifar 17. september 2014 12:01 Jaguar Land Rover jók sölu sína um 19% í ágúst í Evrópu. Nýliðinn ágúst var langt frá því besti bílasölumánuður ársins í Evrópu en 2% aukning varð þó í mánuðinum. Það sem af er liðið ári hefur hinsvegar orðið 6% aukning í bílasölu í álfunni eftir langt samdráttarskeið. Salan í ágúst nam 701.118 bílum en var 688.464 bílar í fyrra. Salan það sem af er ári er 8.64 milljónir bíla. Bílasala á Spáni jókst mest í álfunni, eða um 14% og í Bretlandi nam hún 9,4%. Salan minnkaði hinsvegar í öllum öðrum stórum löndum álfunnar, Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu. Búist er við því að bílasala muni aukast til ársins 2020, þrátt fyrir að þá sé ekki búist við því að salan nái sömu hæðum og hún var á árinu 2007, sem var metár. Meðalaldur bíla í Evrópu er nú 8,2 ár en til samanburðar er hann ríflega 12 ár á Íslandi. Af einstökum bílaframleiðendum er það að segja að Ford sá 15% söluaukningu í ágúst og spilaði góð sala Fiesta bílsins þar stóran þátt. Volkswagen Group bílafjölskyldan náði 9% söluaukningu og Volkswagen bílar eingöngu seldust 14% betur en í fyrra, Skoda bílar 21% og Seat 5%. Hinsvegar féll sala Audi bíla um 8% í Evrópu. BMW sá 2% minnkun og Mercedes Benz 4%. Þessi 3 þýsku merki selja samt meira í heiminum öllum en í fyrra og á góð sala í Kína og Bandaríkjunum þar mestan þátt. PSA/Peugeot-Citroën seldi 2% fleiri bíla í ágúst en í fyrra. Opel og Vauxhall náði 8% aukningu. Af asísku framleiðendunum náði Mitsubishi mestri aukningu, eða 49%, Hyundai og Kia náðu 1% aukningu en sala Toyota- og Lexus bíla féll um 8%. Jaguar Land Rover hélt áfram góðu gengi sínu og seldi 19% fleiri bíla og var með því eina lúxusbílamerkið sem jók við sölu sína á milli ára. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent
Nýliðinn ágúst var langt frá því besti bílasölumánuður ársins í Evrópu en 2% aukning varð þó í mánuðinum. Það sem af er liðið ári hefur hinsvegar orðið 6% aukning í bílasölu í álfunni eftir langt samdráttarskeið. Salan í ágúst nam 701.118 bílum en var 688.464 bílar í fyrra. Salan það sem af er ári er 8.64 milljónir bíla. Bílasala á Spáni jókst mest í álfunni, eða um 14% og í Bretlandi nam hún 9,4%. Salan minnkaði hinsvegar í öllum öðrum stórum löndum álfunnar, Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu. Búist er við því að bílasala muni aukast til ársins 2020, þrátt fyrir að þá sé ekki búist við því að salan nái sömu hæðum og hún var á árinu 2007, sem var metár. Meðalaldur bíla í Evrópu er nú 8,2 ár en til samanburðar er hann ríflega 12 ár á Íslandi. Af einstökum bílaframleiðendum er það að segja að Ford sá 15% söluaukningu í ágúst og spilaði góð sala Fiesta bílsins þar stóran þátt. Volkswagen Group bílafjölskyldan náði 9% söluaukningu og Volkswagen bílar eingöngu seldust 14% betur en í fyrra, Skoda bílar 21% og Seat 5%. Hinsvegar féll sala Audi bíla um 8% í Evrópu. BMW sá 2% minnkun og Mercedes Benz 4%. Þessi 3 þýsku merki selja samt meira í heiminum öllum en í fyrra og á góð sala í Kína og Bandaríkjunum þar mestan þátt. PSA/Peugeot-Citroën seldi 2% fleiri bíla í ágúst en í fyrra. Opel og Vauxhall náði 8% aukningu. Af asísku framleiðendunum náði Mitsubishi mestri aukningu, eða 49%, Hyundai og Kia náðu 1% aukningu en sala Toyota- og Lexus bíla féll um 8%. Jaguar Land Rover hélt áfram góðu gengi sínu og seldi 19% fleiri bíla og var með því eina lúxusbílamerkið sem jók við sölu sína á milli ára.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent