Bandarískir ökumenn deyja úr leiðindum Finnur Thorlacius skrifar 17. september 2014 13:19 Auðvelt er að leiðast á svona vegum. Þegar rætt er um akstur án athylgi dettur flestum í hug ökumenn talandi í síma eða sendandi textaskilaboð. Bandarísk könnun sem gerð var af Fatility Analysis Reporting System (FARS) leiddi hinsvegar í ljós að flestir ökumenn deyja hreinlega úr leiðindum, þ.e. þeir veita umferðinni litla athygli vegna þess að þeim leiðist svo við aksturinn. Hvort sem það eru leiðinlegir beinir vegir, endalaus umferðarsulta, flatt landslag, leiðinlegir bílar eða eitthvað allt annað sem veldur þessu er staðreyndin sú að 62% þeirra ökumann sem óku ekki með athygli og ullu með því dauðaslysi voru bara í eigin heimi eða dagdraumum af hreinum leiðindum við aksturinn. Næst algengast ástæðan fyrir slysum sem leiddu til dauða var vegna notkunar á símum og átti það við 12% þeirra. Ríflega 5 sinnum fleiri deyja semsagt í umferðinni vegna leiðinda en notkunar á símum. Þjóðvegir Bandaríkjanna eru gjarnan þráðbeinir og krefjast lítillar athygli ökumanna og nýir þjóðvegir eru flestir með hliðarveggjum til að vernda umhverfið fyrir umferðarhávaða, svo ekki beinist athygli ökumanna að umhverfinu eða fallegu landslagi. Auk þess er hægt að aka löngum stundum með skriðstillinn stilltan svo ekki þarf að eiga við neina pedala í bílnum. Allt verður þetta til þess að ökumönnum leiðist svo ógnarlega að athygligáfan hverfur og þá eykst hætta á slysum vegna annarra bíla sem leið eiga um leiðigjarna vegina. Einnig er leitt getum að því að ökumenn treysti um of öllum þeim öryggisbúnaði sem í nýlegum bílum þeirra er. Því má segja að grátlegt sé að eftir því sem meira öryggis er gætt á bandarískum vegum og bílarnir verða öruggari leiði það til þess að ökumönnum leiðist svo ógurlega að hætta stafar af. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent
Þegar rætt er um akstur án athylgi dettur flestum í hug ökumenn talandi í síma eða sendandi textaskilaboð. Bandarísk könnun sem gerð var af Fatility Analysis Reporting System (FARS) leiddi hinsvegar í ljós að flestir ökumenn deyja hreinlega úr leiðindum, þ.e. þeir veita umferðinni litla athygli vegna þess að þeim leiðist svo við aksturinn. Hvort sem það eru leiðinlegir beinir vegir, endalaus umferðarsulta, flatt landslag, leiðinlegir bílar eða eitthvað allt annað sem veldur þessu er staðreyndin sú að 62% þeirra ökumann sem óku ekki með athygli og ullu með því dauðaslysi voru bara í eigin heimi eða dagdraumum af hreinum leiðindum við aksturinn. Næst algengast ástæðan fyrir slysum sem leiddu til dauða var vegna notkunar á símum og átti það við 12% þeirra. Ríflega 5 sinnum fleiri deyja semsagt í umferðinni vegna leiðinda en notkunar á símum. Þjóðvegir Bandaríkjanna eru gjarnan þráðbeinir og krefjast lítillar athygli ökumanna og nýir þjóðvegir eru flestir með hliðarveggjum til að vernda umhverfið fyrir umferðarhávaða, svo ekki beinist athygli ökumanna að umhverfinu eða fallegu landslagi. Auk þess er hægt að aka löngum stundum með skriðstillinn stilltan svo ekki þarf að eiga við neina pedala í bílnum. Allt verður þetta til þess að ökumönnum leiðist svo ógnarlega að athygligáfan hverfur og þá eykst hætta á slysum vegna annarra bíla sem leið eiga um leiðigjarna vegina. Einnig er leitt getum að því að ökumenn treysti um of öllum þeim öryggisbúnaði sem í nýlegum bílum þeirra er. Því má segja að grátlegt sé að eftir því sem meira öryggis er gætt á bandarískum vegum og bílarnir verða öruggari leiði það til þess að ökumönnum leiðist svo ógurlega að hætta stafar af.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent