Elmiraj verður smíðaður Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2014 16:45 Þrusu fallegir bíll og ógnarstór. Í dag tilkynnti Cadillac að fyrirtækið muni hefja smíði síns stærsta bíls uppúr hugmyndabílnum Elmiraj sem vakti gríðarlega athygli á bílasýningunni í Frankfurt í fyrra. Þetta flaggskip Cadillac er risastór bíll sem etja mun kappi við lúxusbíla Bentley og Rolls Royce, en líklega kosta öllu minna. Ekki er víst að bíllinn muni halda nafninu Elmiraj og allt eins víst að hann fá þriggja stafa skammstöfun og hafa stafirnir LTS verið nefndir í því sambandi. Væri það í samræmi við aðra bíla Cadillac sem bera slíka þriggja bókstafa runu. Bíllinn er afturhjóladrifinn sem eðlilegt má telja um slíkan bíl. Hann verður hlaðinn lúxus og Cadillac segir að sú tækni sem mun í honum sjást eigi sér enga hliðstæðu. Cadillac segist að auki nota óvenjulegar framleiðsluaðferðir við smíði hans. Þau orð benda til þess að ekki verði aftur snúið við framleiðslu bílsins, enda á hann að koma á markað á næsta ári, þó á 4. ársfjórðungi. Það kom þá að því að bandarískir bílaframleiðendur færu aftur að smíða risastóra lúxusbíla sem keppt gætu við vandaða smíða breskra lúxusbílaframleiðendanna. Það á reyndar eftir að koma í ljós hvernig honum verður tekið.Alls ekki slæmt að hafa einn svona á bílaplaninu.Alls ekki dónalegur að innan heldur. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent
Í dag tilkynnti Cadillac að fyrirtækið muni hefja smíði síns stærsta bíls uppúr hugmyndabílnum Elmiraj sem vakti gríðarlega athygli á bílasýningunni í Frankfurt í fyrra. Þetta flaggskip Cadillac er risastór bíll sem etja mun kappi við lúxusbíla Bentley og Rolls Royce, en líklega kosta öllu minna. Ekki er víst að bíllinn muni halda nafninu Elmiraj og allt eins víst að hann fá þriggja stafa skammstöfun og hafa stafirnir LTS verið nefndir í því sambandi. Væri það í samræmi við aðra bíla Cadillac sem bera slíka þriggja bókstafa runu. Bíllinn er afturhjóladrifinn sem eðlilegt má telja um slíkan bíl. Hann verður hlaðinn lúxus og Cadillac segir að sú tækni sem mun í honum sjást eigi sér enga hliðstæðu. Cadillac segist að auki nota óvenjulegar framleiðsluaðferðir við smíði hans. Þau orð benda til þess að ekki verði aftur snúið við framleiðslu bílsins, enda á hann að koma á markað á næsta ári, þó á 4. ársfjórðungi. Það kom þá að því að bandarískir bílaframleiðendur færu aftur að smíða risastóra lúxusbíla sem keppt gætu við vandaða smíða breskra lúxusbílaframleiðendanna. Það á reyndar eftir að koma í ljós hvernig honum verður tekið.Alls ekki slæmt að hafa einn svona á bílaplaninu.Alls ekki dónalegur að innan heldur.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent