Vistvæn samgöngur - Vegur eða vegleysa Aðsend grein - Jón Björn Skúlason skrifar 2. september 2014 14:45 Nissan Leaf í hleðslu. Á undanförnum árum hefur talsvert áunnist í notkun innlendrar orku í samgöngum. Að undanförnu hefur verið talsverð uppbygging innviða og þar má sérstaklega nefna opnun nýrra metan- og hraðhleðslustöðva. Lengi hefur því verið haldið fram að erfitt verði að sannfæra almenning og fyrirtæki um að kaupa metan- og rafmagnsbíla þegar það skorti innviði. Þó að grettistaki hafi verið lyft að undanförnu er ekki þar með sagt að björninn sé unninn.Úthald hins opinbera Um miðbik ársins 2012 náðist mikilvægur árangur þegar virðisaukaskattur var að mestu felldur niður af útblásturslausum bílum. Áður höfðu metanbílar fengið ívilnanir og ljóst er að sá árangur sem náðst hefur í notkun metanbíla, á annað þúsund bíla á landinu í dag, hefði aldrei náðst nema með stuðningi hins opinbera. Þegar ný tækni er innleidd í jafn rótgróið kerfi og nútíma samgöngur eru getur verið erfitt að finna fyrstu viðskiptavinina. Óvissa ríkir um gæði, innviðir ekki sambærilegir við núverandi kerfi ogtæknin yfirleitt dýrari í byrjun enda að keppa við yfir 100 ára gamla þróun brunahreyfilsins. Ef markmiðið er að auka notkun á vistvænni innlendri orku í samgöngum er nauðsynlegt að veita nýrri tækni ívilnanir fyrstu árin. Stefna stjórnvalda virðist nokkuð skýr samkvæmt stjórnarsáttmálanum en það er að auka veg vistvænnrar orku í samgöngum. Hins vegar er mikill skortur á langtíma stefnu í þessum málum. Eins og staðan er í dag munu allar ívilnanir falla úr gildi um næstu áramót og ef þær verða ekki framlengdar er nokkuð ljóst að sala á vistvænum bílum mun heyra sögunni til! Nú til dags eru slíkir bílar nokkuð dýrari en bensín eða dísil knúnir bílar í sama stærðarflokki. Ef virðisaukaskattur leggst að fullu á slíka bíla mun verð þeirra hækka um 1-2 milljónir og salan hrynja.Árangur Norðmanna Þegar rætt er um innleiðingu rafmagnsbíla er oft horft til Noregs og rætt um þann frábæra árangur sem þar hefur náðst. Menn furða sig á því hvers vegna Ísland nær ekki svipuðum árangri enda raforka enn ódýrari hér en þar. Í þessu samhengi gleyma menn oft að stjórnvöld í Noregi lögðu til svipaðar ívilnanir og gert hefur verið hér. Hins vegar voru ívilnanirnar lagðar fram til framtíðar og gátu menn því treyst því að stuðningur stjórnvalda yrði til staðar. Norsk stjórnvöld hafa einnig lagt verulegt fjármagn í uppbyggingu innviða. Þau hafa komið að byggingu og rekstri hleðslustaura og hraðhleðslustöðva og kosta nú rekstur fjölda vetnisstöðva. Að auki er sérstakur sjóður sem fjármagnar rannsóknar- og þróunarverkefni tengd vistvænum samgöngum (hefur um 2 milljarða til úthlutunar á ári). Af þessum ástæðum er því erfitt að bera saman Ísland og Noreg þegar allt er tekið saman. Næstu skref Það væri mikil synd ef allt það sem áunnist hefur á síðustu árum væri unnið fyrir gíg vegna úthaldsleysis stjórnmálamanna. Í stefnuskjali „Orkuskipti í samgöngum“ sem samþykkt var á Alþingi 2012 var talað um 10% vistvænt eldsneyti fyrir árið 2020. Nú eru söluaðilar eldsneytis skyldaðir til að selja ákveðna hlutdeild eldsneytisins vistvænt og hefur það haft veruleg jákvæð áhrif. Það er því möguleiki að fylgja því átaki eftir og ná 10% markmiðinu. Nú hefur fjöldi aðila lagt í fjárfestingar til að auka aðgengi að vistvænni orku. Það er því búið að undirbúa jarðveginn og Nýorka skorar á stjórnvöld að marka stefnu til lengri tíma þar sem ívilnanir verða enn við gildi svo hin nýja vistvæna tækni verði samkeppnishæf við hefðbundna brunahreyfilsbíla. Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent
Á undanförnum árum hefur talsvert áunnist í notkun innlendrar orku í samgöngum. Að undanförnu hefur verið talsverð uppbygging innviða og þar má sérstaklega nefna opnun nýrra metan- og hraðhleðslustöðva. Lengi hefur því verið haldið fram að erfitt verði að sannfæra almenning og fyrirtæki um að kaupa metan- og rafmagnsbíla þegar það skorti innviði. Þó að grettistaki hafi verið lyft að undanförnu er ekki þar með sagt að björninn sé unninn.Úthald hins opinbera Um miðbik ársins 2012 náðist mikilvægur árangur þegar virðisaukaskattur var að mestu felldur niður af útblásturslausum bílum. Áður höfðu metanbílar fengið ívilnanir og ljóst er að sá árangur sem náðst hefur í notkun metanbíla, á annað þúsund bíla á landinu í dag, hefði aldrei náðst nema með stuðningi hins opinbera. Þegar ný tækni er innleidd í jafn rótgróið kerfi og nútíma samgöngur eru getur verið erfitt að finna fyrstu viðskiptavinina. Óvissa ríkir um gæði, innviðir ekki sambærilegir við núverandi kerfi ogtæknin yfirleitt dýrari í byrjun enda að keppa við yfir 100 ára gamla þróun brunahreyfilsins. Ef markmiðið er að auka notkun á vistvænni innlendri orku í samgöngum er nauðsynlegt að veita nýrri tækni ívilnanir fyrstu árin. Stefna stjórnvalda virðist nokkuð skýr samkvæmt stjórnarsáttmálanum en það er að auka veg vistvænnrar orku í samgöngum. Hins vegar er mikill skortur á langtíma stefnu í þessum málum. Eins og staðan er í dag munu allar ívilnanir falla úr gildi um næstu áramót og ef þær verða ekki framlengdar er nokkuð ljóst að sala á vistvænum bílum mun heyra sögunni til! Nú til dags eru slíkir bílar nokkuð dýrari en bensín eða dísil knúnir bílar í sama stærðarflokki. Ef virðisaukaskattur leggst að fullu á slíka bíla mun verð þeirra hækka um 1-2 milljónir og salan hrynja.Árangur Norðmanna Þegar rætt er um innleiðingu rafmagnsbíla er oft horft til Noregs og rætt um þann frábæra árangur sem þar hefur náðst. Menn furða sig á því hvers vegna Ísland nær ekki svipuðum árangri enda raforka enn ódýrari hér en þar. Í þessu samhengi gleyma menn oft að stjórnvöld í Noregi lögðu til svipaðar ívilnanir og gert hefur verið hér. Hins vegar voru ívilnanirnar lagðar fram til framtíðar og gátu menn því treyst því að stuðningur stjórnvalda yrði til staðar. Norsk stjórnvöld hafa einnig lagt verulegt fjármagn í uppbyggingu innviða. Þau hafa komið að byggingu og rekstri hleðslustaura og hraðhleðslustöðva og kosta nú rekstur fjölda vetnisstöðva. Að auki er sérstakur sjóður sem fjármagnar rannsóknar- og þróunarverkefni tengd vistvænum samgöngum (hefur um 2 milljarða til úthlutunar á ári). Af þessum ástæðum er því erfitt að bera saman Ísland og Noreg þegar allt er tekið saman. Næstu skref Það væri mikil synd ef allt það sem áunnist hefur á síðustu árum væri unnið fyrir gíg vegna úthaldsleysis stjórnmálamanna. Í stefnuskjali „Orkuskipti í samgöngum“ sem samþykkt var á Alþingi 2012 var talað um 10% vistvænt eldsneyti fyrir árið 2020. Nú eru söluaðilar eldsneytis skyldaðir til að selja ákveðna hlutdeild eldsneytisins vistvænt og hefur það haft veruleg jákvæð áhrif. Það er því möguleiki að fylgja því átaki eftir og ná 10% markmiðinu. Nú hefur fjöldi aðila lagt í fjárfestingar til að auka aðgengi að vistvænni orku. Það er því búið að undirbúa jarðveginn og Nýorka skorar á stjórnvöld að marka stefnu til lengri tíma þar sem ívilnanir verða enn við gildi svo hin nýja vistvæna tækni verði samkeppnishæf við hefðbundna brunahreyfilsbíla.
Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent