Kvikmynd um umdeildasta leikstjóra Ítalíu á leiðinni Þórður Ingi Jónsson skrifar 3. september 2014 18:00 Pasolini við tökur árið 1970. Getty Bandaríski leikstjórinn Abel Ferrara ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en nú er kominn út stikla fyrir nýju myndina hans Pasolini sem fjallar um hinn fræga og umdeilda ítalska leikstjóra Pier Paolo Pasolini. Seinasta mynd Ferraras, Welcome To New York, fjallaði um annan umdeildan mann, Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Stórleikarinn Willem Dafoe leikur Pasolini en sá var myrtur úti á götu eftir að hann gaf út myndina Saló, or the 120 Days of Sodom. Sú mynd er líklega með umdeildari myndum allra tíma en hún er hárbeitt og hryllileg ádeila á fasismann. Pasolini var sjálfur kommúnisti og hafa því sprottið upp fjölmargar samsæriskenningar um dauða hans. Mynd Ferrara fjallar um dagana sem leiddu upp að morði þessa stórmerkilega leikstjóra. Hér fyrir neðan má sjá stikluna að Pasolini. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Abel Ferrara ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en nú er kominn út stikla fyrir nýju myndina hans Pasolini sem fjallar um hinn fræga og umdeilda ítalska leikstjóra Pier Paolo Pasolini. Seinasta mynd Ferraras, Welcome To New York, fjallaði um annan umdeildan mann, Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Stórleikarinn Willem Dafoe leikur Pasolini en sá var myrtur úti á götu eftir að hann gaf út myndina Saló, or the 120 Days of Sodom. Sú mynd er líklega með umdeildari myndum allra tíma en hún er hárbeitt og hryllileg ádeila á fasismann. Pasolini var sjálfur kommúnisti og hafa því sprottið upp fjölmargar samsæriskenningar um dauða hans. Mynd Ferrara fjallar um dagana sem leiddu upp að morði þessa stórmerkilega leikstjóra. Hér fyrir neðan má sjá stikluna að Pasolini.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira